Trump ýjar að því að fjölmiðlar hylmi yfir hryðjuverkaárásir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2017 23:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. vísir/epa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ýjaði að því í ræðu sem hann hélt fyrir leiðtoga í bandaríska hernum í dag að fjölmiðlar væru vísvitandi að hylma yfir hryðjuverkaárásir með því að segja ekki frá þeim. „Þið hafið séð hvað gerðist í París og Nice. Þetta er að gerast úti um allt í Evrópu og þetta er komið á þann stað að það er ekki einu sinni verið að segja frá því. Í mörgum tilfellum vilja þessir rosalega óheiðarlegu fjölmiðlar ekki segja frá því. Þeir hafa sínar ástæður og þið skiljið þær,“ sagði Trump í ræðu sinni í dag. Í umfjöllun um málið á vef The Washington Post segir að það sé vissulega svo að ekki er fjallað um allar hryðjuverkaárásir sem eiga sér stað í heiminum í fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Það hafi hins vegar ekkert með það að gera að hylma yfir árásir vísvitandi heldur sé um að ræða ritstjórnarlegar ákvarðanir hverju sinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump, eða ráðgjafar úr hans herbúðum, gagnrýnir fjölmiðla í stuttri forsetatíð sinni en hann tók við embætti þann 20. janúar síðastliðinn. Þannig líkti Steve Bannon, helsti ráðgjafi Trump, fjölmiðlum við stjórnarandstöðu á dögunum og sagði að þeir ættu að þegja og hlusta enda skildu þeir ekki þjóðina. Bannon hafði skömmu eftir innsetningarathöfn Trump sakað fjölmiðla um lygar varðandi það hversu margir komu og fylgdust með innsetningunni. Í sömu viku höfðu fjölmiðlar aftur á móti sett spurningamerki við fullyrðingar forsetans þess efnis að fjöldi atkvæða í forsetakosningunum í nóvember hafi verið ólögleg. Donald Trump Tengdar fréttir Hóflega pólitísk Lady Gaga: Dönsum bara og allt verður í lagi Frelsi, samstaða og jafnrétti voru aðalboðskapur hófstilltrar Lady Gaga á Super Bowl í nótt. 6. febrúar 2017 10:00 Vill ekki að Donald Trump ávarpi breska þingið John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, vill ekki að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fái að ávarpa þingið þegar hann kemur í opinbera heimsókn til Bretlands síðar á árinu. 6. febrúar 2017 20:30 Sanders segir Trump vera „svikahrapp“ "Hann er góður sjónvarpsmaður. Ég held hins vegar að hann muni svíkja út miðstéttina og verkamenn í Bandaríkjunum.“ 6. febrúar 2017 16:48 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ýjaði að því í ræðu sem hann hélt fyrir leiðtoga í bandaríska hernum í dag að fjölmiðlar væru vísvitandi að hylma yfir hryðjuverkaárásir með því að segja ekki frá þeim. „Þið hafið séð hvað gerðist í París og Nice. Þetta er að gerast úti um allt í Evrópu og þetta er komið á þann stað að það er ekki einu sinni verið að segja frá því. Í mörgum tilfellum vilja þessir rosalega óheiðarlegu fjölmiðlar ekki segja frá því. Þeir hafa sínar ástæður og þið skiljið þær,“ sagði Trump í ræðu sinni í dag. Í umfjöllun um málið á vef The Washington Post segir að það sé vissulega svo að ekki er fjallað um allar hryðjuverkaárásir sem eiga sér stað í heiminum í fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Það hafi hins vegar ekkert með það að gera að hylma yfir árásir vísvitandi heldur sé um að ræða ritstjórnarlegar ákvarðanir hverju sinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump, eða ráðgjafar úr hans herbúðum, gagnrýnir fjölmiðla í stuttri forsetatíð sinni en hann tók við embætti þann 20. janúar síðastliðinn. Þannig líkti Steve Bannon, helsti ráðgjafi Trump, fjölmiðlum við stjórnarandstöðu á dögunum og sagði að þeir ættu að þegja og hlusta enda skildu þeir ekki þjóðina. Bannon hafði skömmu eftir innsetningarathöfn Trump sakað fjölmiðla um lygar varðandi það hversu margir komu og fylgdust með innsetningunni. Í sömu viku höfðu fjölmiðlar aftur á móti sett spurningamerki við fullyrðingar forsetans þess efnis að fjöldi atkvæða í forsetakosningunum í nóvember hafi verið ólögleg.
Donald Trump Tengdar fréttir Hóflega pólitísk Lady Gaga: Dönsum bara og allt verður í lagi Frelsi, samstaða og jafnrétti voru aðalboðskapur hófstilltrar Lady Gaga á Super Bowl í nótt. 6. febrúar 2017 10:00 Vill ekki að Donald Trump ávarpi breska þingið John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, vill ekki að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fái að ávarpa þingið þegar hann kemur í opinbera heimsókn til Bretlands síðar á árinu. 6. febrúar 2017 20:30 Sanders segir Trump vera „svikahrapp“ "Hann er góður sjónvarpsmaður. Ég held hins vegar að hann muni svíkja út miðstéttina og verkamenn í Bandaríkjunum.“ 6. febrúar 2017 16:48 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira
Hóflega pólitísk Lady Gaga: Dönsum bara og allt verður í lagi Frelsi, samstaða og jafnrétti voru aðalboðskapur hófstilltrar Lady Gaga á Super Bowl í nótt. 6. febrúar 2017 10:00
Vill ekki að Donald Trump ávarpi breska þingið John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, vill ekki að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fái að ávarpa þingið þegar hann kemur í opinbera heimsókn til Bretlands síðar á árinu. 6. febrúar 2017 20:30
Sanders segir Trump vera „svikahrapp“ "Hann er góður sjónvarpsmaður. Ég held hins vegar að hann muni svíkja út miðstéttina og verkamenn í Bandaríkjunum.“ 6. febrúar 2017 16:48