Ekki sannfærðir um að ferðabann hafi verið ólöglegt Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. febrúar 2017 08:23 Dómarar við áfrýjunardómstólinn í San Francisco í Bandaríkjunum íhuga nú hvort ferðabann til Bandaríkjanna sem Donald Trump forseti setti á íbúa sjö ríkja á dögunum standist lög. Vísir/EPA Dómarar við áfrýjunardómstólinn í San Francisco í Bandaríkjunum íhuga nú hvort ferðabann til Bandaríkjanna sem Donald Trump forseti setti á íbúa sjö ríkja á dögunum standist lög. Um var að ræða borgara Írans, Íraks, Líbíu, Sómalíu, Súdan, Sýrlands og Jemen. Þrír dómarar eru í dómnum og hafa þeir nú hlustað á rök lögmanna beggja aðila, en dómari í Washington ríki úrskurðaði á dögunum að bannið skyldi afnumið. Þeirri ákvörðun var áfrýjað af dómsmálaráðuneytinu og er búist við niðurstöðu frá dómstólnum í þessari viku. Að öllum líkindum fer málið þó alla leið fyrir hæstarétt Bandaríkjanna.Málið var tekið fyrir í gær og spurði Richard Clifton, einn þriggja dómara í málinu, meðal annars hvort að tilskipunin gæti talist fordómafull þar sem hún hefði einungis áhrif á 15 prósent allra múslima í heiminum. Noah Purcell, aðstoðardómsmálaráðherra Washington ríkis, sagði bannið hafa haft áhrif á þúsundir íbúa ríkisins, til að mynda hefðu margir nemar ekki getað ferðast til Washington og íbúar ekki getað heimsótt fjölskyldu í útlöndum. Þá benti hann einnig á ummæli Rudy Giuliani, eins helsta ráðgjafa forsetans, um að hann hafi verið beðinn um að leita leiða til að framkvæma múslimabann á löglegan hátt. Þá sagði Purcell jafnframt að úrskurður dómara í Washington að bannið skyldi afnumið hefði ekki skaðað bandarísk yfirvöld. August Flentje, sem fer með málið fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, sagði að þingið hefði heimilað forsetanum að stjórna því hverjir geti ferðast til Bandaríkjanna. Þegar hann var beðinn um sannanir þess efnis að þau sjö ríki sem voru nefnd í tilskipuninni ógni öryggi landsins sagði hann að þó nokkrir Sómalíubúar í Bandaríkjunum hefðu tengsl við al-Shabaab hryðjuverkasamtökin. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið ver ferðabann Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vera löglegt og hvetur áfrýjunardómstól til að festa tilskipunina aftur í gildi. 7. febrúar 2017 07:42 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Dómarar við áfrýjunardómstólinn í San Francisco í Bandaríkjunum íhuga nú hvort ferðabann til Bandaríkjanna sem Donald Trump forseti setti á íbúa sjö ríkja á dögunum standist lög. Um var að ræða borgara Írans, Íraks, Líbíu, Sómalíu, Súdan, Sýrlands og Jemen. Þrír dómarar eru í dómnum og hafa þeir nú hlustað á rök lögmanna beggja aðila, en dómari í Washington ríki úrskurðaði á dögunum að bannið skyldi afnumið. Þeirri ákvörðun var áfrýjað af dómsmálaráðuneytinu og er búist við niðurstöðu frá dómstólnum í þessari viku. Að öllum líkindum fer málið þó alla leið fyrir hæstarétt Bandaríkjanna.Málið var tekið fyrir í gær og spurði Richard Clifton, einn þriggja dómara í málinu, meðal annars hvort að tilskipunin gæti talist fordómafull þar sem hún hefði einungis áhrif á 15 prósent allra múslima í heiminum. Noah Purcell, aðstoðardómsmálaráðherra Washington ríkis, sagði bannið hafa haft áhrif á þúsundir íbúa ríkisins, til að mynda hefðu margir nemar ekki getað ferðast til Washington og íbúar ekki getað heimsótt fjölskyldu í útlöndum. Þá benti hann einnig á ummæli Rudy Giuliani, eins helsta ráðgjafa forsetans, um að hann hafi verið beðinn um að leita leiða til að framkvæma múslimabann á löglegan hátt. Þá sagði Purcell jafnframt að úrskurður dómara í Washington að bannið skyldi afnumið hefði ekki skaðað bandarísk yfirvöld. August Flentje, sem fer með málið fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, sagði að þingið hefði heimilað forsetanum að stjórna því hverjir geti ferðast til Bandaríkjanna. Þegar hann var beðinn um sannanir þess efnis að þau sjö ríki sem voru nefnd í tilskipuninni ógni öryggi landsins sagði hann að þó nokkrir Sómalíubúar í Bandaríkjunum hefðu tengsl við al-Shabaab hryðjuverkasamtökin.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið ver ferðabann Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vera löglegt og hvetur áfrýjunardómstól til að festa tilskipunina aftur í gildi. 7. febrúar 2017 07:42 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið ver ferðabann Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vera löglegt og hvetur áfrýjunardómstól til að festa tilskipunina aftur í gildi. 7. febrúar 2017 07:42