Golden State aftur á sigurbraut | Korver með átta þrista Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. febrúar 2017 07:30 Korver fagnar með Tristan Thompson í nótt. Vísir/AP Golden State Warriors hafði í nótt betur gegn Chicago Bulls, 123-92, og komst þar með aftur á sigurbraut eftir óvænt tap gegn Sacramento um helgina. Golden State hefur náð að spila 138 leiki í röð í deildarkeppninni án þess að tapa tveimur í röð. Síðast gerðist það í apríl árið 2015. Kevin Durant átti slakan leik um helgina en hann bætti úr því með því að skora 22 stig í nótt, taka tíu fráköst, gefa sjö stoðsendingar og stela boltanum þrívegis. Klay Thompson skoraði 28 stig og setti niður sex þriggja stiga körfur en hann hélt upp á 27 ára afmælið sitt í gær. Robin Lopez skoraði sautján stig og var með tíu fráköst þar að auki fyrir Chicago. New York vann LA Clippers, 119-115. Blake Grivvin skoraði 32 stig fyrir Clippers og DeAndre Jordan 28 stig auk þess sem hann tók fimmtán fráköst. New York var þó með tíu stiga forystu í fjórða leikhluta en glutraði henni niður. Carmelo Anthony skoraði 28 stig fyrir New York og fékk tækifæri að jafna leikinn undir lokin er hann klikkaði á þriggja stiga skoti. Minnesota vann Toronto, 112-109, þar sem Andrew Wiggins var stigahæstur með 31 stig fyrir Minnesota en hann er uppalinn í Toronto. Tyus Jones skoraði sigurkörfu Minnesota í leiknum en Kyle Lowry fékk tækifæri til að jafna metin um leið og leiktíminn rann út. Skot hans geigaði. Cleveland hafði betur gegn Indiana, 132-117. Kyle Korver skoraði 29 stig en hann ssetti alls átta þriggja stiga körfur niður í leiknum í nótt. Allt annað er að sjá til Cleveland þessa dagana en liðið hefur unnið sex af síðustu sjö leikjum eftir erfiðan janúarmánuð. LeBron James var með 25 stig, sex fráköst og níu stoðsendingar í leiknum í nótt. Kyrie Irving átti einnig góðan leik og skoraði 29 stig. Alls fóru tólf leikir fram í NBA-deildinni í nótt og má sjá úrslitin hér fyrir neðan. Cleveland og Boston eru í efstu tveimur sætum austurdeildarinnar en í vestrinu tróna sem fyrr Golden State og San Antonio á toppnum.Úrslit næturinnar: Philadelphia - San Antonio 103-111 Indiana - Cleveland 117-132 Brooklyn - Washington 110-114 Atlanta - Denver 117-106 Detroit - LA Lakers 121-102 Milwaukee - Miami 88-106 Memphis - Phoenix 110-91 New Orleans - Utah 94-127 Minnesota - Toronto 112-109 New York - LA Clippers 115-119 Golden State - Chicago 123-92 Sacramento - Boston 108-92 NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Golden State Warriors hafði í nótt betur gegn Chicago Bulls, 123-92, og komst þar með aftur á sigurbraut eftir óvænt tap gegn Sacramento um helgina. Golden State hefur náð að spila 138 leiki í röð í deildarkeppninni án þess að tapa tveimur í röð. Síðast gerðist það í apríl árið 2015. Kevin Durant átti slakan leik um helgina en hann bætti úr því með því að skora 22 stig í nótt, taka tíu fráköst, gefa sjö stoðsendingar og stela boltanum þrívegis. Klay Thompson skoraði 28 stig og setti niður sex þriggja stiga körfur en hann hélt upp á 27 ára afmælið sitt í gær. Robin Lopez skoraði sautján stig og var með tíu fráköst þar að auki fyrir Chicago. New York vann LA Clippers, 119-115. Blake Grivvin skoraði 32 stig fyrir Clippers og DeAndre Jordan 28 stig auk þess sem hann tók fimmtán fráköst. New York var þó með tíu stiga forystu í fjórða leikhluta en glutraði henni niður. Carmelo Anthony skoraði 28 stig fyrir New York og fékk tækifæri að jafna leikinn undir lokin er hann klikkaði á þriggja stiga skoti. Minnesota vann Toronto, 112-109, þar sem Andrew Wiggins var stigahæstur með 31 stig fyrir Minnesota en hann er uppalinn í Toronto. Tyus Jones skoraði sigurkörfu Minnesota í leiknum en Kyle Lowry fékk tækifæri til að jafna metin um leið og leiktíminn rann út. Skot hans geigaði. Cleveland hafði betur gegn Indiana, 132-117. Kyle Korver skoraði 29 stig en hann ssetti alls átta þriggja stiga körfur niður í leiknum í nótt. Allt annað er að sjá til Cleveland þessa dagana en liðið hefur unnið sex af síðustu sjö leikjum eftir erfiðan janúarmánuð. LeBron James var með 25 stig, sex fráköst og níu stoðsendingar í leiknum í nótt. Kyrie Irving átti einnig góðan leik og skoraði 29 stig. Alls fóru tólf leikir fram í NBA-deildinni í nótt og má sjá úrslitin hér fyrir neðan. Cleveland og Boston eru í efstu tveimur sætum austurdeildarinnar en í vestrinu tróna sem fyrr Golden State og San Antonio á toppnum.Úrslit næturinnar: Philadelphia - San Antonio 103-111 Indiana - Cleveland 117-132 Brooklyn - Washington 110-114 Atlanta - Denver 117-106 Detroit - LA Lakers 121-102 Milwaukee - Miami 88-106 Memphis - Phoenix 110-91 New Orleans - Utah 94-127 Minnesota - Toronto 112-109 New York - LA Clippers 115-119 Golden State - Chicago 123-92 Sacramento - Boston 108-92
NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira