Einar Árni: Stór partur þjóðarinnar vill taka þátt í því með okkur að vinna KR Smári Jökull Jónsson skrifar 9. febrúar 2017 22:26 Einar Árni gefur sínum mönnum fyrirmæli í leiknum í kvöld vísir/anton Einar Árni Jóhansson þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn var afar sáttur með sigurinn gegn Grindavík í kvöld þar sem Þór tryggði sér sæti í úrslitum Maltbikarsins gegn KR. „Ég er stoltur af strákunum hvernig þeir lokuðu þessum leik. Þetta var gríðarlega erfiður leikur eins og við vissum og varð mjög harður hér undir lokin. Ég er stoltur af því hvernig við kláruðum þetta,“ sagði Einar Árni í samtali við Vísi strax eftir leik. Þór leiddi lengst af í leiknum en Grindvíkingar náðu að jafna metin þegar skammt var eftir og virtust vera að detta í gírinn. „Ég var mjög smeykur og mér fannst við hafa spilað það vel á lokakafla þriðja leikhluta og inn í þann fjórða að það var svekkjandi að þetta væri allt í einu orðinn jafn leikur. Við gerum ákveðin mistök í varnarleiknum sem gefa þeim góð skot. En ég gef þeim líka hrós fyrir að setja þessi stóru skot. Við náðum að bregðast vel við og setja niður víti sem var gríðarlega mikilvægt.“ Tobin Carberry leikmaður Þórs var magnaður í leiknum í kvöld. Hann skoraði 44 stig og setti niður mikilvæg vítaskot á lokasekúndunum. „Hann var ótrúlega flottur og dró vagninn sóknarlega. Ég var líka ánægður með það hvað hann sem leikstjórnandi var líka að finna menn eins og Ragnar og Maciej á blokkinni sem reyndist þeim erfitt.“ Þórsarar eru nú á leið í bikarúrslit gegn KR-ingum annað árið í röð en þeir biðu lægri hlut í fyrra. Einar Árni sagðist telja að liðið væri betur undirbúið í ár heldur en í fyrra. „Mér finnst Þórsliðið betra í dag, reynslunni ríkara og við erum kannski, eftir mannabreytingar, með fjölhæfara lið. Það sést á strákunum í aðstæðunum í dag hverju það hefur skilað að hafa verið hér áður. Við ætluðum okkur auðvitað að vinna í fyrra en ég held að trúin sé meiri núna,“ sagði Einar Árni en bætti við að þeir væru ekki að fara að mæta neinum aukvisum. "Við erum að fara að spila við besta lið landsins sem átti ekki góðan leik í dag, við fáum þá beitta. Við spiluðum við þá á föstudaginn var í hörkuleik og við þurfum að gera ákveðna hluti betur í leiknum á laugardag til að ná í sigur en við höfum fulla trú á verkefninu,“ bætti Einar Andri við og kallaði eftir því að hver einasti maður í Ölfusi myndi mæta á úrslitaleikinn á laugardag. „Það voru töluvert fleiri úr Þorlákshöfn fyrir ári síðan en voru hér í dag. Ég kalla eftir því að hver einasti maður mæti og ég reyndar trúi því að það sé ansi stór partur þjóðarinnar sem væri til í að taka þátt í því með okkur að vinna KR,“ sagði Einar Árni að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Sjá meira
Einar Árni Jóhansson þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn var afar sáttur með sigurinn gegn Grindavík í kvöld þar sem Þór tryggði sér sæti í úrslitum Maltbikarsins gegn KR. „Ég er stoltur af strákunum hvernig þeir lokuðu þessum leik. Þetta var gríðarlega erfiður leikur eins og við vissum og varð mjög harður hér undir lokin. Ég er stoltur af því hvernig við kláruðum þetta,“ sagði Einar Árni í samtali við Vísi strax eftir leik. Þór leiddi lengst af í leiknum en Grindvíkingar náðu að jafna metin þegar skammt var eftir og virtust vera að detta í gírinn. „Ég var mjög smeykur og mér fannst við hafa spilað það vel á lokakafla þriðja leikhluta og inn í þann fjórða að það var svekkjandi að þetta væri allt í einu orðinn jafn leikur. Við gerum ákveðin mistök í varnarleiknum sem gefa þeim góð skot. En ég gef þeim líka hrós fyrir að setja þessi stóru skot. Við náðum að bregðast vel við og setja niður víti sem var gríðarlega mikilvægt.“ Tobin Carberry leikmaður Þórs var magnaður í leiknum í kvöld. Hann skoraði 44 stig og setti niður mikilvæg vítaskot á lokasekúndunum. „Hann var ótrúlega flottur og dró vagninn sóknarlega. Ég var líka ánægður með það hvað hann sem leikstjórnandi var líka að finna menn eins og Ragnar og Maciej á blokkinni sem reyndist þeim erfitt.“ Þórsarar eru nú á leið í bikarúrslit gegn KR-ingum annað árið í röð en þeir biðu lægri hlut í fyrra. Einar Árni sagðist telja að liðið væri betur undirbúið í ár heldur en í fyrra. „Mér finnst Þórsliðið betra í dag, reynslunni ríkara og við erum kannski, eftir mannabreytingar, með fjölhæfara lið. Það sést á strákunum í aðstæðunum í dag hverju það hefur skilað að hafa verið hér áður. Við ætluðum okkur auðvitað að vinna í fyrra en ég held að trúin sé meiri núna,“ sagði Einar Árni en bætti við að þeir væru ekki að fara að mæta neinum aukvisum. "Við erum að fara að spila við besta lið landsins sem átti ekki góðan leik í dag, við fáum þá beitta. Við spiluðum við þá á föstudaginn var í hörkuleik og við þurfum að gera ákveðna hluti betur í leiknum á laugardag til að ná í sigur en við höfum fulla trú á verkefninu,“ bætti Einar Andri við og kallaði eftir því að hver einasti maður í Ölfusi myndi mæta á úrslitaleikinn á laugardag. „Það voru töluvert fleiri úr Þorlákshöfn fyrir ári síðan en voru hér í dag. Ég kalla eftir því að hver einasti maður mæti og ég reyndar trúi því að það sé ansi stór partur þjóðarinnar sem væri til í að taka þátt í því með okkur að vinna KR,“ sagði Einar Árni að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Sjá meira