Bandarískir embættismenn mótmæla tilskipun Trump Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. janúar 2017 22:07 Tilskipun Trumps hefur verið harðlega gagnrýnd um allan heim. vísir/epa Tugir embættismanna í bandarísku utanríkisþjónustunni hyggjast leggja fram formlega gagnrýni á tilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um takmarkanir á ferðum ríkisborgara sjö múslimaríkja til Bandaríkjanna. Tilskipunina undirritaði Trump síðastliðinn föstudag og sagði að um tímabundar aðgerðir væri að ræða. Hún meinar öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin og gildir slíkt einnig um fólk frá þessum ríkjum sem eru handhafar græna kortsins. Græna kortið er vegabréfsáritun sem veitir handhöfum þess varanlegt dvalar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Það gegnir að auki hlutverki skilríkis og er ótvíræð sönnun þess að handhafinn sé löglegur innflytjandi þar í landi. Bannið kemur til með að gilda í þrjá mánuði en markmiðið með aðgerðunum er að hindra flæði múslimskra hryðjuverkamanna til landsins. Bob Freguson, ríkissaksóknari Washington fylkis, hefur sagt að hann hyggist kæra Trump fyrir tilskipunina og segir hana ekki vera í samræmi við stjórnarskrá landsins.Fylgja eða fara Sean Spicer, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, hefur varið tilskipunina. Á blaðamannafundi gaf hann lítið fyrir fréttir af því að tilskipunin hafi skapað ringulreið á flugvöllum landsins. „Á einum sólarhring hafa 325 þúsund manns komið til landsins og við erum að tala um 109 manns frá þessum sjö löndum,“ sagði Spicer og sagði jafnframt tilskipunin væri byggð á stefnu Obamastjórnarinnar. „Og þessir embættismenn hafa eitthvað á móti því? Mér finnst að þeir ættu að fylgja áætluninni eða þeir geta farið.“Einangra vinaþjóðir Í uppkasti af yfirlýsingu embættismannanna, sem BBC hefur undir höndum, segir að takmarkanir á innflytjendum muni ekki auka öryggi Bandaríkjana og muni þess þó heldur senda röng skilaboð til múslimalanda og einangara þau lönd sem geta veitt liðsauka í baráttunni gegn hryðjuverkum. Þar segir einnig að flestar hryðjuverkaárásir í Bandaríkjunum hafa verið framdar af bandarískum ríkisborgurum. „Afleiðing þessa banns mun ekki vera færri hryðjuverka árásir í Bandaríkjunum, heldur mun velvild alþjóðasamfélagsins gagnvart Bandaríkjamönnum minnka og ógna efnahag okkar,“ segir í uppkastinu. Í yfirlýsingu sem Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sendi frá sér í dag gagnrýnir hann nýlega tilskipun Trump og segir að verið sé á mismuna einstaklingum á grunni trúar. „Bandarísk gildi eru í húfi,“ segir Obama.Í frétt Washington Post er haft eftir Kevin Lewis, talsmanni Obama, að forsetinn álíti mótmælin, sem nú eiga sér stað víðs vegar um landið, vera uppörvandi. Þá hafnaði hann jafnframt að tilskipun Trump hafi verið byggð á stefnu Obamastjórnarinnar. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump þvertekur fyrir að tilskipun hans hafi valdið ringulreið á flugvöllum Segir að bilun í kerfi flugfélagsins Delta og mótmælendur hafi skapað ástandið. 30. janúar 2017 15:11 Hvaðan fær Trump valdið til að setja forsetatilskipanir? Eitt af því sem fylgir því að vera forseti Bandaríkjanna er að geta sett tilskipanir sem ríkisstjórnin og ríkisstofnanir vinna eftir. 30. janúar 2017 14:00 Íslenskum ríkisborgara meinað að fara til Bandaríkjanna Meisam Rafiei, íslenskum ríkisborgara, var meinað að fara til Bandaríkjanna í gær vegna þess að hann er fæddur í Íran. 30. janúar 2017 19:32 Obama styður mótmælin gegn Trump: „Bandarísk gildi eru í húfi“ Barack Obama hefur sent frá sér sína fyrstu yfirlýsingu frá því að hann lét af embætti forseta Bandaríkjanna. 30. janúar 2017 20:02 Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00 Starbucks svarar Trump og ætlar að ráða þúsundir flóttamanna Starbucks segist ætla að leggja sig fram um að "bjóða velkomna og veita þeim sem flýja stríð, ofbeldi og ofsóknir tækifæri.“ 30. janúar 2017 11:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fleiri fréttir Framsókn í geðheilbrigðismálum Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Sjá meira
Tugir embættismanna í bandarísku utanríkisþjónustunni hyggjast leggja fram formlega gagnrýni á tilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um takmarkanir á ferðum ríkisborgara sjö múslimaríkja til Bandaríkjanna. Tilskipunina undirritaði Trump síðastliðinn föstudag og sagði að um tímabundar aðgerðir væri að ræða. Hún meinar öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin og gildir slíkt einnig um fólk frá þessum ríkjum sem eru handhafar græna kortsins. Græna kortið er vegabréfsáritun sem veitir handhöfum þess varanlegt dvalar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Það gegnir að auki hlutverki skilríkis og er ótvíræð sönnun þess að handhafinn sé löglegur innflytjandi þar í landi. Bannið kemur til með að gilda í þrjá mánuði en markmiðið með aðgerðunum er að hindra flæði múslimskra hryðjuverkamanna til landsins. Bob Freguson, ríkissaksóknari Washington fylkis, hefur sagt að hann hyggist kæra Trump fyrir tilskipunina og segir hana ekki vera í samræmi við stjórnarskrá landsins.Fylgja eða fara Sean Spicer, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, hefur varið tilskipunina. Á blaðamannafundi gaf hann lítið fyrir fréttir af því að tilskipunin hafi skapað ringulreið á flugvöllum landsins. „Á einum sólarhring hafa 325 þúsund manns komið til landsins og við erum að tala um 109 manns frá þessum sjö löndum,“ sagði Spicer og sagði jafnframt tilskipunin væri byggð á stefnu Obamastjórnarinnar. „Og þessir embættismenn hafa eitthvað á móti því? Mér finnst að þeir ættu að fylgja áætluninni eða þeir geta farið.“Einangra vinaþjóðir Í uppkasti af yfirlýsingu embættismannanna, sem BBC hefur undir höndum, segir að takmarkanir á innflytjendum muni ekki auka öryggi Bandaríkjana og muni þess þó heldur senda röng skilaboð til múslimalanda og einangara þau lönd sem geta veitt liðsauka í baráttunni gegn hryðjuverkum. Þar segir einnig að flestar hryðjuverkaárásir í Bandaríkjunum hafa verið framdar af bandarískum ríkisborgurum. „Afleiðing þessa banns mun ekki vera færri hryðjuverka árásir í Bandaríkjunum, heldur mun velvild alþjóðasamfélagsins gagnvart Bandaríkjamönnum minnka og ógna efnahag okkar,“ segir í uppkastinu. Í yfirlýsingu sem Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sendi frá sér í dag gagnrýnir hann nýlega tilskipun Trump og segir að verið sé á mismuna einstaklingum á grunni trúar. „Bandarísk gildi eru í húfi,“ segir Obama.Í frétt Washington Post er haft eftir Kevin Lewis, talsmanni Obama, að forsetinn álíti mótmælin, sem nú eiga sér stað víðs vegar um landið, vera uppörvandi. Þá hafnaði hann jafnframt að tilskipun Trump hafi verið byggð á stefnu Obamastjórnarinnar.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump þvertekur fyrir að tilskipun hans hafi valdið ringulreið á flugvöllum Segir að bilun í kerfi flugfélagsins Delta og mótmælendur hafi skapað ástandið. 30. janúar 2017 15:11 Hvaðan fær Trump valdið til að setja forsetatilskipanir? Eitt af því sem fylgir því að vera forseti Bandaríkjanna er að geta sett tilskipanir sem ríkisstjórnin og ríkisstofnanir vinna eftir. 30. janúar 2017 14:00 Íslenskum ríkisborgara meinað að fara til Bandaríkjanna Meisam Rafiei, íslenskum ríkisborgara, var meinað að fara til Bandaríkjanna í gær vegna þess að hann er fæddur í Íran. 30. janúar 2017 19:32 Obama styður mótmælin gegn Trump: „Bandarísk gildi eru í húfi“ Barack Obama hefur sent frá sér sína fyrstu yfirlýsingu frá því að hann lét af embætti forseta Bandaríkjanna. 30. janúar 2017 20:02 Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00 Starbucks svarar Trump og ætlar að ráða þúsundir flóttamanna Starbucks segist ætla að leggja sig fram um að "bjóða velkomna og veita þeim sem flýja stríð, ofbeldi og ofsóknir tækifæri.“ 30. janúar 2017 11:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fleiri fréttir Framsókn í geðheilbrigðismálum Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Sjá meira
Trump þvertekur fyrir að tilskipun hans hafi valdið ringulreið á flugvöllum Segir að bilun í kerfi flugfélagsins Delta og mótmælendur hafi skapað ástandið. 30. janúar 2017 15:11
Hvaðan fær Trump valdið til að setja forsetatilskipanir? Eitt af því sem fylgir því að vera forseti Bandaríkjanna er að geta sett tilskipanir sem ríkisstjórnin og ríkisstofnanir vinna eftir. 30. janúar 2017 14:00
Íslenskum ríkisborgara meinað að fara til Bandaríkjanna Meisam Rafiei, íslenskum ríkisborgara, var meinað að fara til Bandaríkjanna í gær vegna þess að hann er fæddur í Íran. 30. janúar 2017 19:32
Obama styður mótmælin gegn Trump: „Bandarísk gildi eru í húfi“ Barack Obama hefur sent frá sér sína fyrstu yfirlýsingu frá því að hann lét af embætti forseta Bandaríkjanna. 30. janúar 2017 20:02
Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00
Starbucks svarar Trump og ætlar að ráða þúsundir flóttamanna Starbucks segist ætla að leggja sig fram um að "bjóða velkomna og veita þeim sem flýja stríð, ofbeldi og ofsóknir tækifæri.“ 30. janúar 2017 11:30