Katar gerði sér lítið fyrir og vann Evrópumeistara Þýskalands í 16 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í handbolta í Frakklandi í kvöld.
Dagur Sigurðsson sem gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum fyrir ári síðan þarf því að játa sig sigraðan í 16 liða úrslitum í síðasta leik sínum með þýska landsliðið líkt og Guðmundur Guðmundsson þurfti að gera fyrr í dag með Danmörku.
Katar var 12-10 yfir í hálfleik og var með yfirhöndina lengi vel. Þýskaland komst þó yfir þegar skammt var eftir og var tveimur mörkum yfir þegar fjórar mínútur voru eftir.
Katar skoraði þrjú síðustu mörk leiksins og tryggði sér þar með sæti í 8 liða úrslitum þar sem liðið mætir Slóveníu.
Svíþjóð er því eina liðið sem eftir er í keppninni sem þjálfað er af Íslending eftir að Ísland, Danmörk og Þýskaland féllu öll út í 16 liða úrslitum.
Holger Glandorf og Patrick Groetzki skoruðu 4 mörk hvor fyrir Þýskaland en Rafael Capote skoraði 9 mörk fyrir katar og Bertrand Roine 4.
Katar sló Evrópumeistara Dags úr leik á HM
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið



Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn

Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn





