Sjokkerandi töp Guðmundar og Dags í gær í sögulegu ljósi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2017 12:00 Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson. Vísir/Samsett/WPA Heimsmeistarakeppnin endaði snögglega fyrir íslensku þjálfaranna Guðmund Guðmundsson og Dag Sigurðsson þegar landslið þeirra duttu óvænt út úr sextán liða úrslitum HM í handbolta í gær. Danmörk, lið Guðmundar Guðmundssonar, tapaði fyrir Ungverjalandi, og Þýskaland, landslið Dags Sigurðssonar, tapaði fyrir Katar. Bæði lið Ungverjalands og Katar enduðu í 4. sæti í sínum riðli, eins og Ísland, og bæði lið Þýskalands og Danmerkur voru búin að vinna fimm fyrstu leiki sína á HM í Frakklandi. Það sem meira er landsliðin unnu hvor um sig einn stóran titil á síðasta ári. Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar í Póllandi fyrir ári síðan og Danir unnu Ólympíugullið í Ríó í ágúst. Þegar bæði Evrópumeistararnir og Ólympíumeistararnir detta út úr sextán liða úrslitum á sama degi er ekki úr vegi að skoða hvernig landsliðum í sömu sporum hefur gengið á HM undanfarna áratugi. Það þarf ekki að koma mörgum á óvart að þetta er söguleg slæmt. Þjóðverjar enda í 9. sæti á HM í ár eða í nákvæmlega sama sæti og þegar þeir komu síðast á heimsmeistaramót sem ríkjandi Evrópumeistarar í Túnis 2005. Aðeins einum Evrópumeisturum hefur gengið verr en Evrópumeistarar Svía urðu aðeins í 13. sæti á HM 2003. Svíar voru þá að fara í gegnum risastór kynslóðarskipti en Þjóðverjar eru með sitt Evrópumeistaralið á besta aldri. Danir enda í 10. sæti á HM og aðeins eitt landslið hefur mætt á HM eftir sigur á Ólympíuleikum og ekki náð betri árangri. Króatar urðu aðeins í þrettánda sæti á HM í Kumamoto 1997, ári eftir á þeir unnu Ólympíugullið í Atlanta. Á síðustu tuttugu árum hafði versti árangur Ólympíumeistara verið sjötta sæti hjá Frökkum á HM 2013 og hjá Rússum á HM 2001.Ólympíumeistarar og næsta HM á eftir: Danmörk á HM 2017 - 10. sæti (16 liða úrslit) Frakkland á HM 2013 - 6. sæti (8 liða úrslit) Frakkland á HM 2009 - Heimsmeistarar Króatía á HM 2005 - Silfurverðlaun Rússland á HM 2001 - 6. sæti (8 liða úrsliti) Króatía á HM 1997 - 13. sæti (16 liða úrslit) Rússland (Samveldið) á HM 1993 - Heimsmeistarar Sovétríkin á HM 1990 - Silfurverðlaun Júgóslavía á HM 1986 - Heimsmeistarar Austur-Þýskaland á HM 1982 - 6. sæti (milliriðill) Sovétríkin á HM 1978 - Silfurverðlaun Júgóslavía á HM 1974 - BronsverðlaunEvrópumeistarar og næsta HM á eftir: Þýskaland á HM 2017 - 9. sæti (16 liða úrslit) Frakkland á HM 2015 - Heimsmeistarar Danmörk á HM 2013 - Silfurverðlaun Frakkland á HM 2011 - Heimsmeistarar Danmörk á HM 2009 - 4. sæti Frakkland á HM 2007 - 4. sæti Þýskaland á HM 2005 - 9. sæti (milliriðill) Svíþjóð á HM 2003 - 13. sæti (milliriðill) Svíþjóð á HM 2001 - Silfurverðlaun Svíþjóð á HM 1999 - Heimsmeistarar Rússland á HM 1997 - Heimsmeistarar Svíþjóð á HM 1995 - Bronsverðlaun HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Heimsmeistarakeppnin endaði snögglega fyrir íslensku þjálfaranna Guðmund Guðmundsson og Dag Sigurðsson þegar landslið þeirra duttu óvænt út úr sextán liða úrslitum HM í handbolta í gær. Danmörk, lið Guðmundar Guðmundssonar, tapaði fyrir Ungverjalandi, og Þýskaland, landslið Dags Sigurðssonar, tapaði fyrir Katar. Bæði lið Ungverjalands og Katar enduðu í 4. sæti í sínum riðli, eins og Ísland, og bæði lið Þýskalands og Danmerkur voru búin að vinna fimm fyrstu leiki sína á HM í Frakklandi. Það sem meira er landsliðin unnu hvor um sig einn stóran titil á síðasta ári. Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar í Póllandi fyrir ári síðan og Danir unnu Ólympíugullið í Ríó í ágúst. Þegar bæði Evrópumeistararnir og Ólympíumeistararnir detta út úr sextán liða úrslitum á sama degi er ekki úr vegi að skoða hvernig landsliðum í sömu sporum hefur gengið á HM undanfarna áratugi. Það þarf ekki að koma mörgum á óvart að þetta er söguleg slæmt. Þjóðverjar enda í 9. sæti á HM í ár eða í nákvæmlega sama sæti og þegar þeir komu síðast á heimsmeistaramót sem ríkjandi Evrópumeistarar í Túnis 2005. Aðeins einum Evrópumeisturum hefur gengið verr en Evrópumeistarar Svía urðu aðeins í 13. sæti á HM 2003. Svíar voru þá að fara í gegnum risastór kynslóðarskipti en Þjóðverjar eru með sitt Evrópumeistaralið á besta aldri. Danir enda í 10. sæti á HM og aðeins eitt landslið hefur mætt á HM eftir sigur á Ólympíuleikum og ekki náð betri árangri. Króatar urðu aðeins í þrettánda sæti á HM í Kumamoto 1997, ári eftir á þeir unnu Ólympíugullið í Atlanta. Á síðustu tuttugu árum hafði versti árangur Ólympíumeistara verið sjötta sæti hjá Frökkum á HM 2013 og hjá Rússum á HM 2001.Ólympíumeistarar og næsta HM á eftir: Danmörk á HM 2017 - 10. sæti (16 liða úrslit) Frakkland á HM 2013 - 6. sæti (8 liða úrslit) Frakkland á HM 2009 - Heimsmeistarar Króatía á HM 2005 - Silfurverðlaun Rússland á HM 2001 - 6. sæti (8 liða úrsliti) Króatía á HM 1997 - 13. sæti (16 liða úrslit) Rússland (Samveldið) á HM 1993 - Heimsmeistarar Sovétríkin á HM 1990 - Silfurverðlaun Júgóslavía á HM 1986 - Heimsmeistarar Austur-Þýskaland á HM 1982 - 6. sæti (milliriðill) Sovétríkin á HM 1978 - Silfurverðlaun Júgóslavía á HM 1974 - BronsverðlaunEvrópumeistarar og næsta HM á eftir: Þýskaland á HM 2017 - 9. sæti (16 liða úrslit) Frakkland á HM 2015 - Heimsmeistarar Danmörk á HM 2013 - Silfurverðlaun Frakkland á HM 2011 - Heimsmeistarar Danmörk á HM 2009 - 4. sæti Frakkland á HM 2007 - 4. sæti Þýskaland á HM 2005 - 9. sæti (milliriðill) Svíþjóð á HM 2003 - 13. sæti (milliriðill) Svíþjóð á HM 2001 - Silfurverðlaun Svíþjóð á HM 1999 - Heimsmeistarar Rússland á HM 1997 - Heimsmeistarar Svíþjóð á HM 1995 - Bronsverðlaun
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni