Einn besti þjálfari NBA lætur Donald Trump heyra það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2017 19:00 Gregg Popovich og Donald Trump. Vísir/Getty Gregg Popovich, þjálfari San Antionio Spurs, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna og einn besti þjálfari sögunnar í NBA-deildinni, er ekki meðlimur í aðdáendaklúbbi forseta Bandaríkjanna og meira segja langt frá því. Gregg Popovich hefur gagnrýnt Donald Trump áður en þeir sem héldu að hljóðið í Popovich myndi breytast nú þegar Donald Trump væri tekinn við sem forseti, fengu skýr svör við því í gær. Popovich hefur lýst yfir furðu sinni að bandaríska þjóðin hafi kosið sér forseta sem talar fyrir fyrir útlendingahatri, kynþóttahatri, karlrembu og hatri á hinsegin fólki í ræðum sínum. Popovich talaði um hinn hörundssára forseta sem er einbeita sér að umræðunni um hversu margir mættu á inntökuathöfn hans í stað þess að beina kröftum sínum í að sameina þjóðin sem hann hefur sundrað. „Þú getur í rauninni ekki trúað einu orði sem kemur upp úr honum,“ sagði Gregg Popovich og hann er að tala um núverandi háttsettasta mann bandarísku þjóðarinnar. Popovich notaði tækifærið og hrósaði kröfugöngunni „Women’s Marches across North America“ sem fór fram um helgina en hún var mjög fjölmenn og vel heppnuð. „Mér leið vel við það að sjá fólk sameinast við að mótmæla því hvernig hann hefur hagað sér því það segir mér að það sé til fullt af fólki sem er ekki sama," sagði Popovich. Það verður að teljast ólíklegt að Gregg Popovich taki boði forsetans verði hann NBA-meistari í forsetatíð Donald Trump en það er hefð fyrir því að NBA-meistararnir heimsæki Hvíta húsið tímabilið eftir. Gregg Popovich er ekki þekktur fyrir að tala of mikið þegar kemur að fjölmiðlum en hann lét þarna mása um Donald Trump. Þeir sem vilja lesa allt það sem Popovich sagði um Trump geta séð alla „ræðuna“ hans hér á Twittersíðu Rachel Nichols hér fyrir neðan.Spurs' Gregg Popovich on Donald Trump: "you really can't believe anything that comes out of his mouth."Oh...and there was more. A lot more: pic.twitter.com/UIVL0FYtf7— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) January 22, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Gregg Popovich, þjálfari San Antionio Spurs, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna og einn besti þjálfari sögunnar í NBA-deildinni, er ekki meðlimur í aðdáendaklúbbi forseta Bandaríkjanna og meira segja langt frá því. Gregg Popovich hefur gagnrýnt Donald Trump áður en þeir sem héldu að hljóðið í Popovich myndi breytast nú þegar Donald Trump væri tekinn við sem forseti, fengu skýr svör við því í gær. Popovich hefur lýst yfir furðu sinni að bandaríska þjóðin hafi kosið sér forseta sem talar fyrir fyrir útlendingahatri, kynþóttahatri, karlrembu og hatri á hinsegin fólki í ræðum sínum. Popovich talaði um hinn hörundssára forseta sem er einbeita sér að umræðunni um hversu margir mættu á inntökuathöfn hans í stað þess að beina kröftum sínum í að sameina þjóðin sem hann hefur sundrað. „Þú getur í rauninni ekki trúað einu orði sem kemur upp úr honum,“ sagði Gregg Popovich og hann er að tala um núverandi háttsettasta mann bandarísku þjóðarinnar. Popovich notaði tækifærið og hrósaði kröfugöngunni „Women’s Marches across North America“ sem fór fram um helgina en hún var mjög fjölmenn og vel heppnuð. „Mér leið vel við það að sjá fólk sameinast við að mótmæla því hvernig hann hefur hagað sér því það segir mér að það sé til fullt af fólki sem er ekki sama," sagði Popovich. Það verður að teljast ólíklegt að Gregg Popovich taki boði forsetans verði hann NBA-meistari í forsetatíð Donald Trump en það er hefð fyrir því að NBA-meistararnir heimsæki Hvíta húsið tímabilið eftir. Gregg Popovich er ekki þekktur fyrir að tala of mikið þegar kemur að fjölmiðlum en hann lét þarna mása um Donald Trump. Þeir sem vilja lesa allt það sem Popovich sagði um Trump geta séð alla „ræðuna“ hans hér á Twittersíðu Rachel Nichols hér fyrir neðan.Spurs' Gregg Popovich on Donald Trump: "you really can't believe anything that comes out of his mouth."Oh...and there was more. A lot more: pic.twitter.com/UIVL0FYtf7— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) January 22, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum