Með aðalhlutverk fara Steindi Jr., Sverrir Þór Sverrisson, Saga Garðarsdóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Auðunn Blöndal og María Guðmundsdóttir.
Fyrsti þátturinn var í opinni dagskrá og fékk hann mjög góðar viðtökur ef marka má samfélagsmiðlana og þá sérstaklega Twitter.
Einn skemmtilegur karakter sló sérstaklega í gegn og var það Bjössi smiður sem elskar ekkert meira en að vera í vinnunni með strákunum, reyndar svo mikið að hann getur varla kvatt þá og grætur þegar hann saknar vinnufélaganna.