Þetta gerðu Trump og teymi hans fyrstu dagana við völd atli ísleifsson skrifar 23. janúar 2017 11:54 Varaforsetinn Mike Pence og starfsmannastjórinn Reince Priebus fylgjast með Donald Trump undirrita fyrstu forsetatilskipun sína í Hvíta húsinu. Vísir/AFP Í skugga deilna um staðreyndir, fjölda þeirra sem sóttu innsetningarathöfn og fjölmiðlaumfjöllun, hefur Donald Trump og teymi hans síður en svo setið auðum höndum þessa fyrstu daga við völd. Norska blaðið Verdens Gang hefur tekið saman það helsta sem hefur gerst á fyrstu sólarhringum Trump-stjórnarinnar.Skömmu eftir að Trump hélt frá þinghúsinu og að Hvíta húsinu fór forsetinn inn á forsetaskrifstofuna og undirritaði sína fyrstu forsetatilskipun. Starfsmannastjórinn Reince Priebus segir tilskipunina ganga út á að „lágmarka þær efnahagslegu byrðar“ sem fylgja sjúkratryggingakerfinu sem gengur undir nafninu Obamacare, á meðan þess er beðið að kerfið verði afnumið.Innan við klukkustund eftir embættistöku Trump hafði heimasíða Hvíta hússins verið uppfærð. Sérstaka athygli vakti að undirsíður um réttindi hinsegin fólks og loftslagsbreytingar höfðu verið fjarlægðar.Trump skipaði starfsmönnum Þjóðgarðastofnunar Bandaríkjanna, National Park Service, að hætta notkun Twitter eftir að þeir deildu tísti þar sem mannfjöldinn við embættistöku Trump var borinn saman við fjöldann við embættistöku Barack Obama árið 2009.Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna á föstudaginn.Vísir/AFPTrump nýtti fyrsta heila dag sinn í embætti meðal annars í að hringja í leiðtoga nágrannaríkjanna Mexíkó og Kanada, þá Peña Nieto og Justin Trudeau. Greint var frá því að Peña Nieto muni heimsækja Trump síðasta dag janúarmánaðar.Talsmenn nýrrar Bandaríkjastjórnar hafa einnig greint frá því að Bandaríkin vilji endursemja um fríverslun Norður-Ameríkuríkja (NAFTA) líkt og Trump var tíðrætt um í kosningabaráttunni. Trump hefur áður lýst NAFTA sem „versta viðskiptasamningi sögunnar“.Trump hefur rætt við Benjamin Netanjahu, forsætisráðherra Ísraels, í síma og mun hann heimsækja Washington í byrjun febrúar. Fyrirhugaður flutningur bandaríska sendiráðsins frá Tel Aviv til Jerúsalem verður settur í forgang. Ekkert þeirra um áttatíu ríkja sem eru með sendiráð í Ísrael eru með þau í Jerúsalem af ótta við að fólk myndi líta á sendiráð í Jerúsalem sem viðurkenningu á landtökusvæðum Ísraela.Trumpstjórnin hefur greint frá því að fyrsti erlendi þjóðarleiðtoginn sem mun heimsækja Hvíta húsið verður Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.Á fyrsta degi sínum í embætti gerði Trump tilraun til að bæta samskipti sín við leyniþjónustuna CIA. Sagðist hann styðja CIA „1.000 prósent“.Dómsmálaráðuneytið hefur jafnframt staðfest að Trump sé heimilt að ráða tengdason sinn, Jared Kushner, sem einn af nánustu ráðgjöfum sínum. Deilt hafði verið um rétt Trump til að ráða svo nákominn mann í stöðuna. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira
Í skugga deilna um staðreyndir, fjölda þeirra sem sóttu innsetningarathöfn og fjölmiðlaumfjöllun, hefur Donald Trump og teymi hans síður en svo setið auðum höndum þessa fyrstu daga við völd. Norska blaðið Verdens Gang hefur tekið saman það helsta sem hefur gerst á fyrstu sólarhringum Trump-stjórnarinnar.Skömmu eftir að Trump hélt frá þinghúsinu og að Hvíta húsinu fór forsetinn inn á forsetaskrifstofuna og undirritaði sína fyrstu forsetatilskipun. Starfsmannastjórinn Reince Priebus segir tilskipunina ganga út á að „lágmarka þær efnahagslegu byrðar“ sem fylgja sjúkratryggingakerfinu sem gengur undir nafninu Obamacare, á meðan þess er beðið að kerfið verði afnumið.Innan við klukkustund eftir embættistöku Trump hafði heimasíða Hvíta hússins verið uppfærð. Sérstaka athygli vakti að undirsíður um réttindi hinsegin fólks og loftslagsbreytingar höfðu verið fjarlægðar.Trump skipaði starfsmönnum Þjóðgarðastofnunar Bandaríkjanna, National Park Service, að hætta notkun Twitter eftir að þeir deildu tísti þar sem mannfjöldinn við embættistöku Trump var borinn saman við fjöldann við embættistöku Barack Obama árið 2009.Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna á föstudaginn.Vísir/AFPTrump nýtti fyrsta heila dag sinn í embætti meðal annars í að hringja í leiðtoga nágrannaríkjanna Mexíkó og Kanada, þá Peña Nieto og Justin Trudeau. Greint var frá því að Peña Nieto muni heimsækja Trump síðasta dag janúarmánaðar.Talsmenn nýrrar Bandaríkjastjórnar hafa einnig greint frá því að Bandaríkin vilji endursemja um fríverslun Norður-Ameríkuríkja (NAFTA) líkt og Trump var tíðrætt um í kosningabaráttunni. Trump hefur áður lýst NAFTA sem „versta viðskiptasamningi sögunnar“.Trump hefur rætt við Benjamin Netanjahu, forsætisráðherra Ísraels, í síma og mun hann heimsækja Washington í byrjun febrúar. Fyrirhugaður flutningur bandaríska sendiráðsins frá Tel Aviv til Jerúsalem verður settur í forgang. Ekkert þeirra um áttatíu ríkja sem eru með sendiráð í Ísrael eru með þau í Jerúsalem af ótta við að fólk myndi líta á sendiráð í Jerúsalem sem viðurkenningu á landtökusvæðum Ísraela.Trumpstjórnin hefur greint frá því að fyrsti erlendi þjóðarleiðtoginn sem mun heimsækja Hvíta húsið verður Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.Á fyrsta degi sínum í embætti gerði Trump tilraun til að bæta samskipti sín við leyniþjónustuna CIA. Sagðist hann styðja CIA „1.000 prósent“.Dómsmálaráðuneytið hefur jafnframt staðfest að Trump sé heimilt að ráða tengdason sinn, Jared Kushner, sem einn af nánustu ráðgjöfum sínum. Deilt hafði verið um rétt Trump til að ráða svo nákominn mann í stöðuna.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira