Sverre vill að dansk-íslensku markverðirnir fái að sýna sig með landsliðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. janúar 2017 18:15 Sverre Jakobsson vill að Tomas Olason (efri) og Stephen Nielsen (neðri) fái tækifæri með íslenska landsliðinu. vísir/vilhelm/hanna/stefán Sverre Jakobsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta sem þjálfar Akureyri í Olís-deild karla, vill að fleiri markverðir fái tækifæri til að sýna sig í íslenska landsliðinu á næstu misserum. Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson hafa verið ósnertanlegir sem íslenska markvarðatvíeykið síðan á HM á Spáni árið 2013 og þeir stóðu vaktina á HM í Frakklandi þar sem strákarnir okkar kvöddu á laugardaginn eftir tap gegn heimamönnum. Þeir eru búnir að fara á fimm stórmót í röð. Björgvin Páll varði 36 prósent þeirra skota sem komu á markið á mótinu og Aron Rafn 33 prósent en samtals voru íslensku markverðirnir með 34,5 prósent hlutfallsmarkvörslu. Í uppgjöri á frammistöðu Íslands á HM í Frakklandi í viðtali á fimmeinn.is segir Sverre að honum finnist skrítið að fleiri markverðir séu ekki teknir til skoðunar. Fimm markverðir voru valdi í 28 manna hópinn sem Geir Sveinsson tilkynnti í desember en þeir Sveinbjörn Pétursson, Grétar Ari Guðjónsson og Hreiðar Levy Guðmundsson æfðu með íslenska hópnum framan af. Tveir danskir markverðir, Stephen Nielsen hjá ÍBV og Tomas Olason hjá Akureyri, hafa spilað í Olís-deildinni undanfarin ár og staðið sig vel. Báðir eru með íslenskt ríkisfang og gjaldgengir í landsliðið en Nielsen, sem er fæddur árið 1985, fékk tækifæri í B-landsleik á móti Portúgal í byrjun síðasta árs. Olason er fæddur 1992 og var valinn í afrekshóp HSÍ fyrir tveimur árum. Aðspurður hvort Ísland eigi ekki markverði sem eru að banka á dyrnar segir Sverre: „Jú, klárlega. Markverðir eins og Stephen Nielsen og Tomas okkar hér fyrir norðan. Ég eiginlega skil ekki af hverju maður eins og Tomas sé ekki tekinn til betri skoðunnar og leyft að sýna sig.“ Silfurmaðurinn er á því að markvarðaparið sem stendur vaktina í íslenska rammanum í dag sé það besta sem í boði er, en það megi nú skoða fleiri. „Tomas og báðir þessir markverðir eiga það fyllilega skilið að horft sé á þá til frambúðar. Mér finnst Björgvin og Aron okkar bestu markverðir í dag en það má taka fleiri inn til skoðunnar,“ segir Sverre Jakobsson. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Sverre Jakobsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta sem þjálfar Akureyri í Olís-deild karla, vill að fleiri markverðir fái tækifæri til að sýna sig í íslenska landsliðinu á næstu misserum. Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson hafa verið ósnertanlegir sem íslenska markvarðatvíeykið síðan á HM á Spáni árið 2013 og þeir stóðu vaktina á HM í Frakklandi þar sem strákarnir okkar kvöddu á laugardaginn eftir tap gegn heimamönnum. Þeir eru búnir að fara á fimm stórmót í röð. Björgvin Páll varði 36 prósent þeirra skota sem komu á markið á mótinu og Aron Rafn 33 prósent en samtals voru íslensku markverðirnir með 34,5 prósent hlutfallsmarkvörslu. Í uppgjöri á frammistöðu Íslands á HM í Frakklandi í viðtali á fimmeinn.is segir Sverre að honum finnist skrítið að fleiri markverðir séu ekki teknir til skoðunar. Fimm markverðir voru valdi í 28 manna hópinn sem Geir Sveinsson tilkynnti í desember en þeir Sveinbjörn Pétursson, Grétar Ari Guðjónsson og Hreiðar Levy Guðmundsson æfðu með íslenska hópnum framan af. Tveir danskir markverðir, Stephen Nielsen hjá ÍBV og Tomas Olason hjá Akureyri, hafa spilað í Olís-deildinni undanfarin ár og staðið sig vel. Báðir eru með íslenskt ríkisfang og gjaldgengir í landsliðið en Nielsen, sem er fæddur árið 1985, fékk tækifæri í B-landsleik á móti Portúgal í byrjun síðasta árs. Olason er fæddur 1992 og var valinn í afrekshóp HSÍ fyrir tveimur árum. Aðspurður hvort Ísland eigi ekki markverði sem eru að banka á dyrnar segir Sverre: „Jú, klárlega. Markverðir eins og Stephen Nielsen og Tomas okkar hér fyrir norðan. Ég eiginlega skil ekki af hverju maður eins og Tomas sé ekki tekinn til betri skoðunnar og leyft að sýna sig.“ Silfurmaðurinn er á því að markvarðaparið sem stendur vaktina í íslenska rammanum í dag sé það besta sem í boði er, en það megi nú skoða fleiri. „Tomas og báðir þessir markverðir eiga það fyllilega skilið að horft sé á þá til frambúðar. Mér finnst Björgvin og Aron okkar bestu markverðir í dag en það má taka fleiri inn til skoðunnar,“ segir Sverre Jakobsson.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira