Alþingi kemur saman í skugga ágreinings um nefndaskipan Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. janúar 2017 08:15 Frá þingstörfum fyrir jól. Vísir/Anton Brink Alþingi kemur saman í fyrsta sinn í dag síðan ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók við völdum. Fundurinn hefst klukkan hálftvö en forseti þingsins verður kosinn auk þess sem kosið verður í fastanefndir Alþingis. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður kosin forseti þingsins enda sömdu stjórnarflokkarnir um það þegar verið var að mynda ríkisstjórn. Hins vegar hafa stjórn og stjórnarandstaða ekki komið sér saman um hvernig formennsku í fastanefndum þingsins verður skipt á milli flokkanna en stjórnarflokkarnir sjá fyrir sér að fá formennsku í sex af átta nefndum. Það getur stjórnarandstaðan ekki sætt sig við og fer fram á að fá formennsku í að minnsta kosti þremur nefndum. Stjórnarandstaðan var með tvo nefndarformenn á síðasta kjörtímabili en vísar nú til þingstyrks varðandi það hversu marga formenn hún vill fá. Stjórnarflokkarnir hafa aðeins eins manns meirihluta á þingi; eru með 32 þingmenn en stjórnarandstaðan 31. Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að samkvæmt heimildum fréttastofu hafa stjórnarflokkarnir boðið stjórnarandstöðunni formennsku í þremur nefndum og er þá rætt um stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd. Í gær var kynnt ný könnun Maskínu varðandi vinsældir ríkisstjórnarinnar en í henni kemur fram að innan fjórðungur þjóðarinnar er ánægður með stjórnina. Rösklega 47 prósent eru óánægð.Rætt var við þær Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, Vinstri grænum, og Theodóru Þorsteinsdóttur, Bjartri framtíð, um þingstörfin framundan í Bítinu í morgun. Hlusta má á það í spilaranum hér að neðan. Alþingi Tengdar fréttir Ekkert samkomulag um nefndaskipun Stjórnarflokkarnir bjóða stjórnarandstöðunni formennsku í tveimur nefndum en hún vill formennsku í fjórum. 19. janúar 2017 20:13 Ágreiningur uppi í aðdraganda nýs þings Tvö stór ágreiningsmál hafa komið upp milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi þótt þingstörf séu enn ekki hafin. Afar óheppilegt, segir formaður VG. Ráðherrar Bjartrar framtíðar ætla ekki að segja af sér þingmennsku um sinn. 19. janúar 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Alþingi kemur saman í fyrsta sinn í dag síðan ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók við völdum. Fundurinn hefst klukkan hálftvö en forseti þingsins verður kosinn auk þess sem kosið verður í fastanefndir Alþingis. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður kosin forseti þingsins enda sömdu stjórnarflokkarnir um það þegar verið var að mynda ríkisstjórn. Hins vegar hafa stjórn og stjórnarandstaða ekki komið sér saman um hvernig formennsku í fastanefndum þingsins verður skipt á milli flokkanna en stjórnarflokkarnir sjá fyrir sér að fá formennsku í sex af átta nefndum. Það getur stjórnarandstaðan ekki sætt sig við og fer fram á að fá formennsku í að minnsta kosti þremur nefndum. Stjórnarandstaðan var með tvo nefndarformenn á síðasta kjörtímabili en vísar nú til þingstyrks varðandi það hversu marga formenn hún vill fá. Stjórnarflokkarnir hafa aðeins eins manns meirihluta á þingi; eru með 32 þingmenn en stjórnarandstaðan 31. Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að samkvæmt heimildum fréttastofu hafa stjórnarflokkarnir boðið stjórnarandstöðunni formennsku í þremur nefndum og er þá rætt um stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd. Í gær var kynnt ný könnun Maskínu varðandi vinsældir ríkisstjórnarinnar en í henni kemur fram að innan fjórðungur þjóðarinnar er ánægður með stjórnina. Rösklega 47 prósent eru óánægð.Rætt var við þær Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, Vinstri grænum, og Theodóru Þorsteinsdóttur, Bjartri framtíð, um þingstörfin framundan í Bítinu í morgun. Hlusta má á það í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Ekkert samkomulag um nefndaskipun Stjórnarflokkarnir bjóða stjórnarandstöðunni formennsku í tveimur nefndum en hún vill formennsku í fjórum. 19. janúar 2017 20:13 Ágreiningur uppi í aðdraganda nýs þings Tvö stór ágreiningsmál hafa komið upp milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi þótt þingstörf séu enn ekki hafin. Afar óheppilegt, segir formaður VG. Ráðherrar Bjartrar framtíðar ætla ekki að segja af sér þingmennsku um sinn. 19. janúar 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Ekkert samkomulag um nefndaskipun Stjórnarflokkarnir bjóða stjórnarandstöðunni formennsku í tveimur nefndum en hún vill formennsku í fjórum. 19. janúar 2017 20:13
Ágreiningur uppi í aðdraganda nýs þings Tvö stór ágreiningsmál hafa komið upp milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi þótt þingstörf séu enn ekki hafin. Afar óheppilegt, segir formaður VG. Ráðherrar Bjartrar framtíðar ætla ekki að segja af sér þingmennsku um sinn. 19. janúar 2017 07:00