Alþingi kemur saman í skugga ágreinings um nefndaskipan Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. janúar 2017 08:15 Frá þingstörfum fyrir jól. Vísir/Anton Brink Alþingi kemur saman í fyrsta sinn í dag síðan ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók við völdum. Fundurinn hefst klukkan hálftvö en forseti þingsins verður kosinn auk þess sem kosið verður í fastanefndir Alþingis. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður kosin forseti þingsins enda sömdu stjórnarflokkarnir um það þegar verið var að mynda ríkisstjórn. Hins vegar hafa stjórn og stjórnarandstaða ekki komið sér saman um hvernig formennsku í fastanefndum þingsins verður skipt á milli flokkanna en stjórnarflokkarnir sjá fyrir sér að fá formennsku í sex af átta nefndum. Það getur stjórnarandstaðan ekki sætt sig við og fer fram á að fá formennsku í að minnsta kosti þremur nefndum. Stjórnarandstaðan var með tvo nefndarformenn á síðasta kjörtímabili en vísar nú til þingstyrks varðandi það hversu marga formenn hún vill fá. Stjórnarflokkarnir hafa aðeins eins manns meirihluta á þingi; eru með 32 þingmenn en stjórnarandstaðan 31. Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að samkvæmt heimildum fréttastofu hafa stjórnarflokkarnir boðið stjórnarandstöðunni formennsku í þremur nefndum og er þá rætt um stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd. Í gær var kynnt ný könnun Maskínu varðandi vinsældir ríkisstjórnarinnar en í henni kemur fram að innan fjórðungur þjóðarinnar er ánægður með stjórnina. Rösklega 47 prósent eru óánægð.Rætt var við þær Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, Vinstri grænum, og Theodóru Þorsteinsdóttur, Bjartri framtíð, um þingstörfin framundan í Bítinu í morgun. Hlusta má á það í spilaranum hér að neðan. Alþingi Tengdar fréttir Ekkert samkomulag um nefndaskipun Stjórnarflokkarnir bjóða stjórnarandstöðunni formennsku í tveimur nefndum en hún vill formennsku í fjórum. 19. janúar 2017 20:13 Ágreiningur uppi í aðdraganda nýs þings Tvö stór ágreiningsmál hafa komið upp milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi þótt þingstörf séu enn ekki hafin. Afar óheppilegt, segir formaður VG. Ráðherrar Bjartrar framtíðar ætla ekki að segja af sér þingmennsku um sinn. 19. janúar 2017 07:00 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Alþingi kemur saman í fyrsta sinn í dag síðan ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók við völdum. Fundurinn hefst klukkan hálftvö en forseti þingsins verður kosinn auk þess sem kosið verður í fastanefndir Alþingis. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður kosin forseti þingsins enda sömdu stjórnarflokkarnir um það þegar verið var að mynda ríkisstjórn. Hins vegar hafa stjórn og stjórnarandstaða ekki komið sér saman um hvernig formennsku í fastanefndum þingsins verður skipt á milli flokkanna en stjórnarflokkarnir sjá fyrir sér að fá formennsku í sex af átta nefndum. Það getur stjórnarandstaðan ekki sætt sig við og fer fram á að fá formennsku í að minnsta kosti þremur nefndum. Stjórnarandstaðan var með tvo nefndarformenn á síðasta kjörtímabili en vísar nú til þingstyrks varðandi það hversu marga formenn hún vill fá. Stjórnarflokkarnir hafa aðeins eins manns meirihluta á þingi; eru með 32 þingmenn en stjórnarandstaðan 31. Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að samkvæmt heimildum fréttastofu hafa stjórnarflokkarnir boðið stjórnarandstöðunni formennsku í þremur nefndum og er þá rætt um stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd. Í gær var kynnt ný könnun Maskínu varðandi vinsældir ríkisstjórnarinnar en í henni kemur fram að innan fjórðungur þjóðarinnar er ánægður með stjórnina. Rösklega 47 prósent eru óánægð.Rætt var við þær Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, Vinstri grænum, og Theodóru Þorsteinsdóttur, Bjartri framtíð, um þingstörfin framundan í Bítinu í morgun. Hlusta má á það í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Ekkert samkomulag um nefndaskipun Stjórnarflokkarnir bjóða stjórnarandstöðunni formennsku í tveimur nefndum en hún vill formennsku í fjórum. 19. janúar 2017 20:13 Ágreiningur uppi í aðdraganda nýs þings Tvö stór ágreiningsmál hafa komið upp milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi þótt þingstörf séu enn ekki hafin. Afar óheppilegt, segir formaður VG. Ráðherrar Bjartrar framtíðar ætla ekki að segja af sér þingmennsku um sinn. 19. janúar 2017 07:00 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Ekkert samkomulag um nefndaskipun Stjórnarflokkarnir bjóða stjórnarandstöðunni formennsku í tveimur nefndum en hún vill formennsku í fjórum. 19. janúar 2017 20:13
Ágreiningur uppi í aðdraganda nýs þings Tvö stór ágreiningsmál hafa komið upp milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi þótt þingstörf séu enn ekki hafin. Afar óheppilegt, segir formaður VG. Ráðherrar Bjartrar framtíðar ætla ekki að segja af sér þingmennsku um sinn. 19. janúar 2017 07:00