Alþingi kemur saman í skugga ágreinings um nefndaskipan Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. janúar 2017 08:15 Frá þingstörfum fyrir jól. Vísir/Anton Brink Alþingi kemur saman í fyrsta sinn í dag síðan ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók við völdum. Fundurinn hefst klukkan hálftvö en forseti þingsins verður kosinn auk þess sem kosið verður í fastanefndir Alþingis. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður kosin forseti þingsins enda sömdu stjórnarflokkarnir um það þegar verið var að mynda ríkisstjórn. Hins vegar hafa stjórn og stjórnarandstaða ekki komið sér saman um hvernig formennsku í fastanefndum þingsins verður skipt á milli flokkanna en stjórnarflokkarnir sjá fyrir sér að fá formennsku í sex af átta nefndum. Það getur stjórnarandstaðan ekki sætt sig við og fer fram á að fá formennsku í að minnsta kosti þremur nefndum. Stjórnarandstaðan var með tvo nefndarformenn á síðasta kjörtímabili en vísar nú til þingstyrks varðandi það hversu marga formenn hún vill fá. Stjórnarflokkarnir hafa aðeins eins manns meirihluta á þingi; eru með 32 þingmenn en stjórnarandstaðan 31. Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að samkvæmt heimildum fréttastofu hafa stjórnarflokkarnir boðið stjórnarandstöðunni formennsku í þremur nefndum og er þá rætt um stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd. Í gær var kynnt ný könnun Maskínu varðandi vinsældir ríkisstjórnarinnar en í henni kemur fram að innan fjórðungur þjóðarinnar er ánægður með stjórnina. Rösklega 47 prósent eru óánægð.Rætt var við þær Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, Vinstri grænum, og Theodóru Þorsteinsdóttur, Bjartri framtíð, um þingstörfin framundan í Bítinu í morgun. Hlusta má á það í spilaranum hér að neðan. Alþingi Tengdar fréttir Ekkert samkomulag um nefndaskipun Stjórnarflokkarnir bjóða stjórnarandstöðunni formennsku í tveimur nefndum en hún vill formennsku í fjórum. 19. janúar 2017 20:13 Ágreiningur uppi í aðdraganda nýs þings Tvö stór ágreiningsmál hafa komið upp milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi þótt þingstörf séu enn ekki hafin. Afar óheppilegt, segir formaður VG. Ráðherrar Bjartrar framtíðar ætla ekki að segja af sér þingmennsku um sinn. 19. janúar 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Alþingi kemur saman í fyrsta sinn í dag síðan ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók við völdum. Fundurinn hefst klukkan hálftvö en forseti þingsins verður kosinn auk þess sem kosið verður í fastanefndir Alþingis. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður kosin forseti þingsins enda sömdu stjórnarflokkarnir um það þegar verið var að mynda ríkisstjórn. Hins vegar hafa stjórn og stjórnarandstaða ekki komið sér saman um hvernig formennsku í fastanefndum þingsins verður skipt á milli flokkanna en stjórnarflokkarnir sjá fyrir sér að fá formennsku í sex af átta nefndum. Það getur stjórnarandstaðan ekki sætt sig við og fer fram á að fá formennsku í að minnsta kosti þremur nefndum. Stjórnarandstaðan var með tvo nefndarformenn á síðasta kjörtímabili en vísar nú til þingstyrks varðandi það hversu marga formenn hún vill fá. Stjórnarflokkarnir hafa aðeins eins manns meirihluta á þingi; eru með 32 þingmenn en stjórnarandstaðan 31. Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að samkvæmt heimildum fréttastofu hafa stjórnarflokkarnir boðið stjórnarandstöðunni formennsku í þremur nefndum og er þá rætt um stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd. Í gær var kynnt ný könnun Maskínu varðandi vinsældir ríkisstjórnarinnar en í henni kemur fram að innan fjórðungur þjóðarinnar er ánægður með stjórnina. Rösklega 47 prósent eru óánægð.Rætt var við þær Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, Vinstri grænum, og Theodóru Þorsteinsdóttur, Bjartri framtíð, um þingstörfin framundan í Bítinu í morgun. Hlusta má á það í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Ekkert samkomulag um nefndaskipun Stjórnarflokkarnir bjóða stjórnarandstöðunni formennsku í tveimur nefndum en hún vill formennsku í fjórum. 19. janúar 2017 20:13 Ágreiningur uppi í aðdraganda nýs þings Tvö stór ágreiningsmál hafa komið upp milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi þótt þingstörf séu enn ekki hafin. Afar óheppilegt, segir formaður VG. Ráðherrar Bjartrar framtíðar ætla ekki að segja af sér þingmennsku um sinn. 19. janúar 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Ekkert samkomulag um nefndaskipun Stjórnarflokkarnir bjóða stjórnarandstöðunni formennsku í tveimur nefndum en hún vill formennsku í fjórum. 19. janúar 2017 20:13
Ágreiningur uppi í aðdraganda nýs þings Tvö stór ágreiningsmál hafa komið upp milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi þótt þingstörf séu enn ekki hafin. Afar óheppilegt, segir formaður VG. Ráðherrar Bjartrar framtíðar ætla ekki að segja af sér þingmennsku um sinn. 19. janúar 2017 07:00