Ferðamenn hætt komnir í Reynisfjöru: „Þetta er næstum því daglegur viðburður“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. janúar 2017 21:45 Aldan kom mjög skyndilega og hrifsaði manninn með sér. Tveir ferðamenn voru hætt komnir í Reynisfjöru í dag þegar alda kom skyndilega að landi. Annar þeirra lenti í öldunni en kom sér að landi með herkjum. Hinn lá í flæðamálinu en brást snaggaralega við. Leiðsögumaðurinn Teitur Þorkelsson var staddur með hóp í fjörunni og tók myndskeiðið sem sjá má hér að neðan. Hann segist hafa verið í Reynisfjöru í um klukkutíma í dag og að minnsta kosti fimm ferðamenn hafi blotnað eftir að hafa lent í öldu. „Þetta er næstum því daglegur viðburður,“ segir Teitur sem kemur reglulega í Reynisfjöru með hópa. Hann leggur sjálfur áherslu á að fræða sína hópa vel um hætturnar sem leynast í fjörunni.Það er ýmislegt gert fyrir hina fullkomnu mynd.Mynd/Teitur Þorkelsson„Maður tekur alltaf ræðuna og varar fólk við. Svo þarf maður að fylgjast með þeim því að þetta getur komið úr öllum áttum. Maður varar fólk við og segir þeim hryllingssögur,“ segir Teitur. Það er hans upplifun að ferðamenn sem séu á eigin vegum séu líklegri til þess að gera sér ekki grein fyrir þeim hættum sem eru fyrir hendi í Reynisfjöru. Sjá einnig: Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“Þýsk kona lést fyrr í mánuðinum í Kirkjufjöru skammt frá Reynisfjöru. Stór alda féll á hana og fjölskyldu hennar. Móðirin lenti í briminu og fer út með soginu. Sett hafa verið upp skilti til þess að vara þá sem koma í Reynisfjöru við þeim hættum sem eru fyrir hendi og að mati Teits er allur gangur á því hvort að ferðamenn skoði skiltin eða ekki. „Það eru mörg skilti á leiðinni niður og svo eru margir sem skoða þetta ekki. Ég sá fólk skoða skiltin þar sem meðal annars stendur recent tourist death en það eru alltaf einhverjir sem skoða þetta ekki neitt.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segir erfitt að meta hvort að viðvörunarskiltin geri sitt gagn Víðir Reynisson lögreglufulltrúi og verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi segir það mjög spennandi að sjá niðurstöður rannsóknar sem þær Þórdís Pétursdóttir og Sigurlaug Rúnarsdóttir nemendur í ferðamálafræði við Háskóla Íslands vinna að en lokaverkefni þeirra í náminu snýr að öryggi ferðamanna í Reynisfjöru. 18. október 2016 15:08 Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“ Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug. 9. janúar 2017 19:30 Konan fannst klukkustund eftir að tilkynning barst Fjölskyldan hennar komst af sjálfsdáðum í land. 10. janúar 2017 15:28 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Tveir ferðamenn voru hætt komnir í Reynisfjöru í dag þegar alda kom skyndilega að landi. Annar þeirra lenti í öldunni en kom sér að landi með herkjum. Hinn lá í flæðamálinu en brást snaggaralega við. Leiðsögumaðurinn Teitur Þorkelsson var staddur með hóp í fjörunni og tók myndskeiðið sem sjá má hér að neðan. Hann segist hafa verið í Reynisfjöru í um klukkutíma í dag og að minnsta kosti fimm ferðamenn hafi blotnað eftir að hafa lent í öldu. „Þetta er næstum því daglegur viðburður,“ segir Teitur sem kemur reglulega í Reynisfjöru með hópa. Hann leggur sjálfur áherslu á að fræða sína hópa vel um hætturnar sem leynast í fjörunni.Það er ýmislegt gert fyrir hina fullkomnu mynd.Mynd/Teitur Þorkelsson„Maður tekur alltaf ræðuna og varar fólk við. Svo þarf maður að fylgjast með þeim því að þetta getur komið úr öllum áttum. Maður varar fólk við og segir þeim hryllingssögur,“ segir Teitur. Það er hans upplifun að ferðamenn sem séu á eigin vegum séu líklegri til þess að gera sér ekki grein fyrir þeim hættum sem eru fyrir hendi í Reynisfjöru. Sjá einnig: Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“Þýsk kona lést fyrr í mánuðinum í Kirkjufjöru skammt frá Reynisfjöru. Stór alda féll á hana og fjölskyldu hennar. Móðirin lenti í briminu og fer út með soginu. Sett hafa verið upp skilti til þess að vara þá sem koma í Reynisfjöru við þeim hættum sem eru fyrir hendi og að mati Teits er allur gangur á því hvort að ferðamenn skoði skiltin eða ekki. „Það eru mörg skilti á leiðinni niður og svo eru margir sem skoða þetta ekki. Ég sá fólk skoða skiltin þar sem meðal annars stendur recent tourist death en það eru alltaf einhverjir sem skoða þetta ekki neitt.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segir erfitt að meta hvort að viðvörunarskiltin geri sitt gagn Víðir Reynisson lögreglufulltrúi og verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi segir það mjög spennandi að sjá niðurstöður rannsóknar sem þær Þórdís Pétursdóttir og Sigurlaug Rúnarsdóttir nemendur í ferðamálafræði við Háskóla Íslands vinna að en lokaverkefni þeirra í náminu snýr að öryggi ferðamanna í Reynisfjöru. 18. október 2016 15:08 Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“ Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug. 9. janúar 2017 19:30 Konan fannst klukkustund eftir að tilkynning barst Fjölskyldan hennar komst af sjálfsdáðum í land. 10. janúar 2017 15:28 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Segir erfitt að meta hvort að viðvörunarskiltin geri sitt gagn Víðir Reynisson lögreglufulltrúi og verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi segir það mjög spennandi að sjá niðurstöður rannsóknar sem þær Þórdís Pétursdóttir og Sigurlaug Rúnarsdóttir nemendur í ferðamálafræði við Háskóla Íslands vinna að en lokaverkefni þeirra í náminu snýr að öryggi ferðamanna í Reynisfjöru. 18. október 2016 15:08
Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“ Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug. 9. janúar 2017 19:30
Konan fannst klukkustund eftir að tilkynning barst Fjölskyldan hennar komst af sjálfsdáðum í land. 10. janúar 2017 15:28