Konan fannst klukkustund eftir að tilkynning barst Birgir Olgeirsson skrifar 10. janúar 2017 15:28 Frá Kirkjufjöru. Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á tildrögum banaslyss við Dyrhólaey í gær stendur enn yfir. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að fyrir liggur að mikið brim og sog var við ströndina þegar slysið átti sér stað. Aldan var breytileg þannig að hún náði á stundum tiltölulega skammt upp í fjöruna en síðan komu stærri fyllur sem lömdu á klettum eyjarinnar. Konan sem lést hafði farið ásamt eiginmanni sínu, syni á þrítugsaldri og fjórtán ára dóttur niður í svokallaða Kirkjufjöru austast á Dyrhólaey þegar stór alda felldi soninn og tók hann með sér. Móðirin lenti einnig í briminu og fer út með soginu. Sonurinn komst af sjálfsdáðum í land, ásamt föður sínum og systur í öruggt skjól. Öll fjölskyldan mun með einum eða öðrum hætti hafa lent í briminu en mis mikið þó.Konan fannst klukkutíma eftir að tilkynning barst Björgunarsveitir, sjúkralið og lögregla voru kölluð í Reynisfjöru en þess er getið í tilkynningu frá lögreglunni að samkvæmt landakorti nær Reynisfjara allt frá Reynisfjalli og vestur að Dyrhólaós. Um klukkustund eftir að tilkynning barst um slysið sást hvar konan rak á land í fjöruna skammt austan við Dyrahólaós. Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar flutti hana á sjúkrahús í Reykjavík en þá höfðu lífgunartilraunir áhafnar þyrlunnar ekki borið árangur og var hún úrskurðuð látin fljótlega eftir komu á slysadeild.Njóta aðstoðar sendiráðs Eiginmaður konunnar og börn voru flutt með sjúkrabifreið á slysadeild í Reykjavík en voru útskrifuð í gærkvöldi og aðstoðaði lögregla þau við að komast í náttstað. Þau njóta aðstoðar sendiráðs síns. Lögreglan segir að við Dyrhólaey séu skilti á þremur tungumálum auk íslensku sem vara meðal annars við hættu af sjógangi. Göngustígar eru víðast afmarkaðir með keðjum. Áfram er unnið að rannsókn málsins. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kirkjufjara lokuð en ekkert eftirlit Umhverfisstofnun vinnur nú að varanlegri lokun Kirkjufjöru. 10. janúar 2017 14:16 Konan sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru er látin Allt tiltækt lið lögreglu og björgunarsveita á Suðurlandi, auk þyrlu og björgunarskipsins Þórs, var kallað út um klukkan 13 í dag eftir að tilkynnt var um að konan hefði farið í sjóinn. 9. janúar 2017 18:30 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á tildrögum banaslyss við Dyrhólaey í gær stendur enn yfir. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að fyrir liggur að mikið brim og sog var við ströndina þegar slysið átti sér stað. Aldan var breytileg þannig að hún náði á stundum tiltölulega skammt upp í fjöruna en síðan komu stærri fyllur sem lömdu á klettum eyjarinnar. Konan sem lést hafði farið ásamt eiginmanni sínu, syni á þrítugsaldri og fjórtán ára dóttur niður í svokallaða Kirkjufjöru austast á Dyrhólaey þegar stór alda felldi soninn og tók hann með sér. Móðirin lenti einnig í briminu og fer út með soginu. Sonurinn komst af sjálfsdáðum í land, ásamt föður sínum og systur í öruggt skjól. Öll fjölskyldan mun með einum eða öðrum hætti hafa lent í briminu en mis mikið þó.Konan fannst klukkutíma eftir að tilkynning barst Björgunarsveitir, sjúkralið og lögregla voru kölluð í Reynisfjöru en þess er getið í tilkynningu frá lögreglunni að samkvæmt landakorti nær Reynisfjara allt frá Reynisfjalli og vestur að Dyrhólaós. Um klukkustund eftir að tilkynning barst um slysið sást hvar konan rak á land í fjöruna skammt austan við Dyrahólaós. Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar flutti hana á sjúkrahús í Reykjavík en þá höfðu lífgunartilraunir áhafnar þyrlunnar ekki borið árangur og var hún úrskurðuð látin fljótlega eftir komu á slysadeild.Njóta aðstoðar sendiráðs Eiginmaður konunnar og börn voru flutt með sjúkrabifreið á slysadeild í Reykjavík en voru útskrifuð í gærkvöldi og aðstoðaði lögregla þau við að komast í náttstað. Þau njóta aðstoðar sendiráðs síns. Lögreglan segir að við Dyrhólaey séu skilti á þremur tungumálum auk íslensku sem vara meðal annars við hættu af sjógangi. Göngustígar eru víðast afmarkaðir með keðjum. Áfram er unnið að rannsókn málsins.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kirkjufjara lokuð en ekkert eftirlit Umhverfisstofnun vinnur nú að varanlegri lokun Kirkjufjöru. 10. janúar 2017 14:16 Konan sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru er látin Allt tiltækt lið lögreglu og björgunarsveita á Suðurlandi, auk þyrlu og björgunarskipsins Þórs, var kallað út um klukkan 13 í dag eftir að tilkynnt var um að konan hefði farið í sjóinn. 9. janúar 2017 18:30 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira
Kirkjufjara lokuð en ekkert eftirlit Umhverfisstofnun vinnur nú að varanlegri lokun Kirkjufjöru. 10. janúar 2017 14:16
Konan sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru er látin Allt tiltækt lið lögreglu og björgunarsveita á Suðurlandi, auk þyrlu og björgunarskipsins Þórs, var kallað út um klukkan 13 í dag eftir að tilkynnt var um að konan hefði farið í sjóinn. 9. janúar 2017 18:30