Bandaríkin teljast ekki lengur vera fullnuma lýðræðisríki Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. janúar 2017 23:30 Bandaríkin flokkast nú sem gallað lýðræðisríki, samkvæmt mælikvörðum EIU. Vísir/EPA Samkvæmt nýjustu skýrslu breska rannsóknafyrirtækisins Economist Intelligence Unit (EIU), fyrir árið 2016, geta Bandaríkin ekki lengur talist vera fullnuma lýðræðisríki. Hægt er að nálgast skýrsluna hér.EIU notar fimm flokka til þess að meta heilbrigði lýðræðis í ríkjum heimsins. EIU metur þannig framkvæmd kosninga í hverju ríki fyrir sig, frelsi borgara, stjórnmálaþátttöku og stjórnmálamenningu, auk þess sem fyrirtækið metur hversu virkar og starfhæfar stofnanir ríkisins eru. Með þessum hætti flokkar EIU ríki heims í fernt; í fullnuma lýðræðisríki, í gölluð lýðræðisríki, í blönduð ríki og loks í einræðisríki. Til þess að flokkast sem fullnuma lýðræðisríki þurfa ríki að vera með 8,0 stig á kvörðum EIU. Bandaríkin voru með 8,05 stig árið 2015 en samkvæmt nýjustu skýrslu EIU er landið með 7,98 stig eftir árið 2016 og teljast Bandaríkin því nú vera gallað lýðræðisríki, í fyrsta skipti. Samkvæmt mælikvörðum EIU eru gölluð lýðræðisríki svokölluð ríki þar sem fara fram frjálsar kosningar, sem líða þrátt fyrir það fyrir veikar stofnanir, óþroskaða stjórnmálamenningu og lága stjórnmálaþátttöku almennings. Önnur ríki sem einnig flokkast undir gölluð lýðræðisríki samkvæmt stöðlum EIU, eru til að mynda Japan, Frakkland, Singapúr, Suður-Kórea og Indland. Að sögn skýrsluhöfunda EIU er þó ekki hægt að kenna orðum og gjörðum nýkjörins forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, um hrakandi lýðræði í landinu, en Bandaríkin hefðu fengið færri stig jafnvel ef engar kosningar hefðu verið haldnar árið 2016. Er um að kenna að almenningur í Bandaríkjunum treystir stofnunum þar í landi, stjórnmálaflokkum og kjörnum fulltrúum, í stöðugt minna mæli. Ísland er í öðru sæti á lista EIU fyrir árið 2016, rétt á eftir Noregi og telst því vera fullnuma lýðræðisríki. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Samkvæmt nýjustu skýrslu breska rannsóknafyrirtækisins Economist Intelligence Unit (EIU), fyrir árið 2016, geta Bandaríkin ekki lengur talist vera fullnuma lýðræðisríki. Hægt er að nálgast skýrsluna hér.EIU notar fimm flokka til þess að meta heilbrigði lýðræðis í ríkjum heimsins. EIU metur þannig framkvæmd kosninga í hverju ríki fyrir sig, frelsi borgara, stjórnmálaþátttöku og stjórnmálamenningu, auk þess sem fyrirtækið metur hversu virkar og starfhæfar stofnanir ríkisins eru. Með þessum hætti flokkar EIU ríki heims í fernt; í fullnuma lýðræðisríki, í gölluð lýðræðisríki, í blönduð ríki og loks í einræðisríki. Til þess að flokkast sem fullnuma lýðræðisríki þurfa ríki að vera með 8,0 stig á kvörðum EIU. Bandaríkin voru með 8,05 stig árið 2015 en samkvæmt nýjustu skýrslu EIU er landið með 7,98 stig eftir árið 2016 og teljast Bandaríkin því nú vera gallað lýðræðisríki, í fyrsta skipti. Samkvæmt mælikvörðum EIU eru gölluð lýðræðisríki svokölluð ríki þar sem fara fram frjálsar kosningar, sem líða þrátt fyrir það fyrir veikar stofnanir, óþroskaða stjórnmálamenningu og lága stjórnmálaþátttöku almennings. Önnur ríki sem einnig flokkast undir gölluð lýðræðisríki samkvæmt stöðlum EIU, eru til að mynda Japan, Frakkland, Singapúr, Suður-Kórea og Indland. Að sögn skýrsluhöfunda EIU er þó ekki hægt að kenna orðum og gjörðum nýkjörins forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, um hrakandi lýðræði í landinu, en Bandaríkin hefðu fengið færri stig jafnvel ef engar kosningar hefðu verið haldnar árið 2016. Er um að kenna að almenningur í Bandaríkjunum treystir stofnunum þar í landi, stjórnmálaflokkum og kjörnum fulltrúum, í stöðugt minna mæli. Ísland er í öðru sæti á lista EIU fyrir árið 2016, rétt á eftir Noregi og telst því vera fullnuma lýðræðisríki.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira