Trump styður notkun pyndinga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. janúar 2017 23:05 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er opinn fyrir pyndingum. Vísir/AFP Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, segir að hann vilji „láta hart mæta hörðu,“ þegar kemur að aðferðum í baráttunni við hryðjuverk. Hann segist vera opinn fyrir því að leyfa hernum og leyniþjónustunni að nýtast við pyndingar, sem hann segist „algjörlega“ trúa að geri gagn. CNN greinir frá. Að sögn Trump hefur fólk „innan æðstu metorða innan leyniþjónustunnar,“ sagt honum að pyndingar virki, en sérfræðingar á vegum bandaríska hersins hafa áður sagt að slíkar aðferðir dugi skammt í baráttunni við hryðjuverk. Hann segir að miðað við grimmd hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Ríki Íslams, sé það ekkert mál að leyfa svokallaða „vatnsbretta-aðferð.“ „Þegar ISIS er að gera hluti sem enginn hefur heyrt um, síðan á miðöldum, myndi mér finnast erfitt að leyfa vatnsbretta-aðferðina? Að mínu mati eigum við að láta hart mæta hörðu.“ Þar á hann meðal annars við þau tilvik þar sem samtökin hafa afhöfðað saklausa borgara. Trump segir að sér finnist svo vera að Bandaríkin geti ekki barist við Ríki Íslams á jöfnum grundvelli. „Þetta er ekki jafn leikur, ég vil gera allt sem er mögulegt innan lagalegs ramma. Held ég að það virki? Ég held algjörlega að það virki,“ segir Trump, sem á þar við pyndingar. Demókratar, sem og Repúblikanar hafa gagnrýnt hugmyndir Trump um að leyfa pyndingar á ný, sem ítrekað voru notaðar af leyniþjónustunni eftir hryðjuverkaárásirnar þann 11. september 2001. Trump hefur þó tekið fram að hann ætli sér að hlusta á skoðanir meðlima ríkisstjórnar sinnar, en Mike Pompeo, sem brátt verður varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt að hann sé mótfallinn því að taka upp pyndingar á ný. „Ég get ekki trúað því að ég yrði beðinn um það, af hálfu verðandi forseta,“ sagði Pompeo meðal annars við fulltrúa varnarmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, þegar hann var spurður út í afstöðu sína til málsins.President Trump tells ABC News he believes waterboarding works – but will "rely" on his Cabinet to determine if the policy is resurrected. pic.twitter.com/0nCFAfhlK1— World News Tonight (@ABCWorldNews) January 25, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, segir að hann vilji „láta hart mæta hörðu,“ þegar kemur að aðferðum í baráttunni við hryðjuverk. Hann segist vera opinn fyrir því að leyfa hernum og leyniþjónustunni að nýtast við pyndingar, sem hann segist „algjörlega“ trúa að geri gagn. CNN greinir frá. Að sögn Trump hefur fólk „innan æðstu metorða innan leyniþjónustunnar,“ sagt honum að pyndingar virki, en sérfræðingar á vegum bandaríska hersins hafa áður sagt að slíkar aðferðir dugi skammt í baráttunni við hryðjuverk. Hann segir að miðað við grimmd hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Ríki Íslams, sé það ekkert mál að leyfa svokallaða „vatnsbretta-aðferð.“ „Þegar ISIS er að gera hluti sem enginn hefur heyrt um, síðan á miðöldum, myndi mér finnast erfitt að leyfa vatnsbretta-aðferðina? Að mínu mati eigum við að láta hart mæta hörðu.“ Þar á hann meðal annars við þau tilvik þar sem samtökin hafa afhöfðað saklausa borgara. Trump segir að sér finnist svo vera að Bandaríkin geti ekki barist við Ríki Íslams á jöfnum grundvelli. „Þetta er ekki jafn leikur, ég vil gera allt sem er mögulegt innan lagalegs ramma. Held ég að það virki? Ég held algjörlega að það virki,“ segir Trump, sem á þar við pyndingar. Demókratar, sem og Repúblikanar hafa gagnrýnt hugmyndir Trump um að leyfa pyndingar á ný, sem ítrekað voru notaðar af leyniþjónustunni eftir hryðjuverkaárásirnar þann 11. september 2001. Trump hefur þó tekið fram að hann ætli sér að hlusta á skoðanir meðlima ríkisstjórnar sinnar, en Mike Pompeo, sem brátt verður varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt að hann sé mótfallinn því að taka upp pyndingar á ný. „Ég get ekki trúað því að ég yrði beðinn um það, af hálfu verðandi forseta,“ sagði Pompeo meðal annars við fulltrúa varnarmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, þegar hann var spurður út í afstöðu sína til málsins.President Trump tells ABC News he believes waterboarding works – but will "rely" on his Cabinet to determine if the policy is resurrected. pic.twitter.com/0nCFAfhlK1— World News Tonight (@ABCWorldNews) January 25, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira