NBA-meistararnir í Cleveland vildu ekki fá Carmelo Anthony Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2017 10:00 Carmelo Anthony, stórstjarna New York Knicks liðsins í NBA-deildinni í körfubolta, hefur átt betri daga en þessi öflugi leikmaður hefur aldrei komist langt í úrslitakeppninni á sínum ferli. Nú síðast sagði eitt besta lið deildarinnar „nei takk“ þegar því var boðið að fá til sín Melo. Von um að spila með meistaraliði vaknaði í stuttan tíma þegar New York Knicks var tilbúið að skipta honum til NBA-meistara Cleveland Cavaliers. Vandmálið fyrir Carmelo Anthony var hinsvegar það að forráðamenn Cleveland höfðu engan áhuga. Framtíð Carmelo Anthony í New York hefur verið mikið í umræðunni í bandarísku fjölmiðlum en lítið hefur gengið hjá honum í leiðtogahlutverki hjá liðinu. New York Knicks bauð Cleveland Cavaliers Carmelo Anthony í skiptum fyrir Kevin Love en Cavs hafði engan áhuga á slíkum skiptum. ESPN segir meðal annars frá. Carmelo Anthony er einn af þremur leikmönnum í NBA-deildinni í dag sem má ekki skipta nema með leyfi þeirra sjálfra. Hinir eru LeBron James hjá Cleveland Cavaliers og Dirk Nowitzki hjá Dallas Mavericks. New York hefði því þurft leyfi frá Melo til að skipta honum til Cleveland. LeBron James hefur gagnrýnt leikmannamál Cleveland-liðsins opinberlega og kallað eftir aðgerðum í yfirstjórn félagsins. Liðið missti bakvörðinn Matthew Dellavedova og miðherjann Timofey Mozgov úr meistaraliði sínu fyrir þetta tímabil og hefur gengið illa að fylla í vanmetin skörð þeirra. Það mun því örugglega eitthvað gerast áður en lokað verður fyrir félagskiptin í NBA-deildinni 23. Febrúar næstkomandi. Carmelo Anthony er 32 ára gamall og fjórum árum eldri en Kevin Love. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum við New York og fær næstum því 54 milljónir dollara fyrir þessi tvö ár eða rúma 6,2 milljarða íslenskra króna. Hinn 28 ára gamli Kevin Love á eftir þrjú ár af samningi sínum og mun fá um 72 milljónir dollara fyrir þessi þrjú tímabil eða rúma 8,3 milljarða íslenskra króna. Carmelo Anthony spilaði síðast í úrslitakeppninni árið 2013 en hann hefur spilað samtals 66 leiki í úrslitakeppni á fjórtán árum sínum í deildinni. LeBron James kom inn í deildina á sama tíma og hefur spilaði samtals 199 leiki í úrslitakeppni. Carmelo Anthony er með 22,6 stig, 6,0 fráköst og 3,1 stoðsendingu að meðaltali í leik á þessu tímabili en hann er með 43,5 prósent skotnýtingu og 37,1 prósent þriggja stiga skotnýtingu. Kevin Love er með 20,5 stig, 10,9 fráköst og 1,8 stoðsendingu að meðaltali í leik á þessu tímabili en hann er með 42,9 prósent skotnýtingu og 37,4 prósent þriggja stiga skotnýtingu. NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Carmelo Anthony, stórstjarna New York Knicks liðsins í NBA-deildinni í körfubolta, hefur átt betri daga en þessi öflugi leikmaður hefur aldrei komist langt í úrslitakeppninni á sínum ferli. Nú síðast sagði eitt besta lið deildarinnar „nei takk“ þegar því var boðið að fá til sín Melo. Von um að spila með meistaraliði vaknaði í stuttan tíma þegar New York Knicks var tilbúið að skipta honum til NBA-meistara Cleveland Cavaliers. Vandmálið fyrir Carmelo Anthony var hinsvegar það að forráðamenn Cleveland höfðu engan áhuga. Framtíð Carmelo Anthony í New York hefur verið mikið í umræðunni í bandarísku fjölmiðlum en lítið hefur gengið hjá honum í leiðtogahlutverki hjá liðinu. New York Knicks bauð Cleveland Cavaliers Carmelo Anthony í skiptum fyrir Kevin Love en Cavs hafði engan áhuga á slíkum skiptum. ESPN segir meðal annars frá. Carmelo Anthony er einn af þremur leikmönnum í NBA-deildinni í dag sem má ekki skipta nema með leyfi þeirra sjálfra. Hinir eru LeBron James hjá Cleveland Cavaliers og Dirk Nowitzki hjá Dallas Mavericks. New York hefði því þurft leyfi frá Melo til að skipta honum til Cleveland. LeBron James hefur gagnrýnt leikmannamál Cleveland-liðsins opinberlega og kallað eftir aðgerðum í yfirstjórn félagsins. Liðið missti bakvörðinn Matthew Dellavedova og miðherjann Timofey Mozgov úr meistaraliði sínu fyrir þetta tímabil og hefur gengið illa að fylla í vanmetin skörð þeirra. Það mun því örugglega eitthvað gerast áður en lokað verður fyrir félagskiptin í NBA-deildinni 23. Febrúar næstkomandi. Carmelo Anthony er 32 ára gamall og fjórum árum eldri en Kevin Love. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum við New York og fær næstum því 54 milljónir dollara fyrir þessi tvö ár eða rúma 6,2 milljarða íslenskra króna. Hinn 28 ára gamli Kevin Love á eftir þrjú ár af samningi sínum og mun fá um 72 milljónir dollara fyrir þessi þrjú tímabil eða rúma 8,3 milljarða íslenskra króna. Carmelo Anthony spilaði síðast í úrslitakeppninni árið 2013 en hann hefur spilað samtals 66 leiki í úrslitakeppni á fjórtán árum sínum í deildinni. LeBron James kom inn í deildina á sama tíma og hefur spilaði samtals 199 leiki í úrslitakeppni. Carmelo Anthony er með 22,6 stig, 6,0 fráköst og 3,1 stoðsendingu að meðaltali í leik á þessu tímabili en hann er með 43,5 prósent skotnýtingu og 37,1 prósent þriggja stiga skotnýtingu. Kevin Love er með 20,5 stig, 10,9 fráköst og 1,8 stoðsendingu að meðaltali í leik á þessu tímabili en hann er með 42,9 prósent skotnýtingu og 37,4 prósent þriggja stiga skotnýtingu.
NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira