Kyrie Irving með fjóra „varamenn“ í Stjörnuleiknum | Svona eru liðin í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2017 09:30 Liðin í stjörnuleik NBA-deildarinnar eru nú fullmótuð eftir að NBA tilkynnti hvaða fjórtán varamenn munu bætast í hópinn við þá tíu byrjunarliðsmenn sem voru kosnir í leikinn. Það voru þjálfararnir í deildinni sem kusu um hvaða sjö leikmenn bættust við í hvort lið en allir þjálfararnir völdu sjö manna lista og þeir sem fengu flest stig komust inn. Það kom engum á óvart að Russell Westbrook var valinn að þessu sinni en mikla athygli vakti að hann komst ekki í byrjunarlið Vesturdeildarinnar þrátt fyrir að vera bæði með þrennu að meðaltali í leik og stigahæsti leikmaður deildarinnar. James Harden og Stephen Curry eru í byrjunarliði Vesturdeildarinnar í bakvarðarstöðunum en þeir fengu fleiri atkvæð en Westbrook i í netkosningunni. Sumir sakna þó að sjá nýliðann Joel Embiid ekki meðal stjörnuleikmanna Austurdeildarinnar en hann hefur spilaði mjög vel með Philadelphia 76ers í vetur og á mikinn þátt í því að liðið hefur bitið vel frá sér að undanförnu. Golden State Warriors á alls fjóra leikmenn í leiknum og er þetta aðeins í áttunda sinn sem eitt félag á svo marga leikmenn. Draymond Green og Klay Thompson bættust í hópinn í gær en áður höfðu þeir Curry og Kevin Durant verið kosnir í byrjunarlið Vesturdeildarinnar. Steve Kerr þjálfar svo liðið. Það er líka fróðlegt að sjá bekkinn hjá Austurdeildinni en það var ekki pláss fyrir hinn stóra og öfluga Joel Embiid því það þurfti að finna stað fyrir alla leikstjórnendur deildarinnar. Kyrie Irving hjá Cleveland Cavaliers var kosinn sem leikstjórnandi byrjunarliðsins en í nótt bættust við fjórir leikstjórnendur. Isaiah Thomas hjá Boston Celtics, John Wall hjá Washington Wizards, Kemba Walker hjá Charlotte Hornets og Kyle Lowry hjá Toronto Raptors fengu allir sæti í liðinu. Það verða því örugglega nokkrir leikstjórnendur inná á sama tíma. Hér fyrir neðan má sjá hvernig liðin í Stjörnuleiknum líta út. Leikurinn fer fram New Orleans 19. febrúar næstkomandi.Lið Austurdeildarinnar:- Byrjunarliðsmenn - Bakvörður Kyrie Irving, Cleveland Cavaliers (4. sinn) Bakvörður DeMar DeRozan, Toronto Raptors (3. sinn) Framherji LeBron James, Cleveland Cavaliers (13. sinn) Framherji Jimmy Butler, Chicago Bulls (3. sinn) Framherji Giannis Antetokounmpo, Milwaukee Bucks (Nýliði)- Varamenn - Bakvörður Isaiah Thomas, Boston Celtics (2. sinn) Bakvörður John Wall, Washington Wizards (4. sinn) Framherji Kevin Love, Cleveland Cavaliers (4. sinn) Bakvörður Kyle Lowry, Toronto Raptors (3. sinn) Framherji Paul George, Indiana Pacers (4. sinn) Bakvörður Kemba Walker, Charlotte Hornets (Nýliði) Framherji Paul Millsap, Atlanta Hawks (4. sinn) Lið Vesturdeildarinnar:- Byrjunarliðsmenn - Bakvörður Stephen Curry, Golden State Warriors (4. sinn) Bakvörður James Harden, Houston Rockets (5. sinn) Framherji Kevin Durant, Golden State Warriors (8. sinn) Framherji Kawhi Leonard, San Antonio Spurs (2. sinn) Framherji Anthony Davis, New Orleans Pelicans (4. sinn)- Varamenn - Bakvörður Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder (6. sinn) Bakvörður Klay Thompson, Golden State Warriors (3. sinn) Framherji Draymond Green, Golden State Warriors (2. sinn) Miðherji DeMarcus Cousins, Sacramento Kings (3. sinn) Miðherji Marc Gasol, Memphis Grizzlies (3. sinn) Miðherji DeAndre Jordan, Los Angeles Clippers (Nýliði) Framherji Gordon Hayward, Utah Jazz (Nýliði)Your NBA All-Star reserves. Who got snubbed? pic.twitter.com/NkNwaJNAWL— SportsCenter (@SportsCenter) January 27, 2017 NBA Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Sjá meira
Liðin í stjörnuleik NBA-deildarinnar eru nú fullmótuð eftir að NBA tilkynnti hvaða fjórtán varamenn munu bætast í hópinn við þá tíu byrjunarliðsmenn sem voru kosnir í leikinn. Það voru þjálfararnir í deildinni sem kusu um hvaða sjö leikmenn bættust við í hvort lið en allir þjálfararnir völdu sjö manna lista og þeir sem fengu flest stig komust inn. Það kom engum á óvart að Russell Westbrook var valinn að þessu sinni en mikla athygli vakti að hann komst ekki í byrjunarlið Vesturdeildarinnar þrátt fyrir að vera bæði með þrennu að meðaltali í leik og stigahæsti leikmaður deildarinnar. James Harden og Stephen Curry eru í byrjunarliði Vesturdeildarinnar í bakvarðarstöðunum en þeir fengu fleiri atkvæð en Westbrook i í netkosningunni. Sumir sakna þó að sjá nýliðann Joel Embiid ekki meðal stjörnuleikmanna Austurdeildarinnar en hann hefur spilaði mjög vel með Philadelphia 76ers í vetur og á mikinn þátt í því að liðið hefur bitið vel frá sér að undanförnu. Golden State Warriors á alls fjóra leikmenn í leiknum og er þetta aðeins í áttunda sinn sem eitt félag á svo marga leikmenn. Draymond Green og Klay Thompson bættust í hópinn í gær en áður höfðu þeir Curry og Kevin Durant verið kosnir í byrjunarlið Vesturdeildarinnar. Steve Kerr þjálfar svo liðið. Það er líka fróðlegt að sjá bekkinn hjá Austurdeildinni en það var ekki pláss fyrir hinn stóra og öfluga Joel Embiid því það þurfti að finna stað fyrir alla leikstjórnendur deildarinnar. Kyrie Irving hjá Cleveland Cavaliers var kosinn sem leikstjórnandi byrjunarliðsins en í nótt bættust við fjórir leikstjórnendur. Isaiah Thomas hjá Boston Celtics, John Wall hjá Washington Wizards, Kemba Walker hjá Charlotte Hornets og Kyle Lowry hjá Toronto Raptors fengu allir sæti í liðinu. Það verða því örugglega nokkrir leikstjórnendur inná á sama tíma. Hér fyrir neðan má sjá hvernig liðin í Stjörnuleiknum líta út. Leikurinn fer fram New Orleans 19. febrúar næstkomandi.Lið Austurdeildarinnar:- Byrjunarliðsmenn - Bakvörður Kyrie Irving, Cleveland Cavaliers (4. sinn) Bakvörður DeMar DeRozan, Toronto Raptors (3. sinn) Framherji LeBron James, Cleveland Cavaliers (13. sinn) Framherji Jimmy Butler, Chicago Bulls (3. sinn) Framherji Giannis Antetokounmpo, Milwaukee Bucks (Nýliði)- Varamenn - Bakvörður Isaiah Thomas, Boston Celtics (2. sinn) Bakvörður John Wall, Washington Wizards (4. sinn) Framherji Kevin Love, Cleveland Cavaliers (4. sinn) Bakvörður Kyle Lowry, Toronto Raptors (3. sinn) Framherji Paul George, Indiana Pacers (4. sinn) Bakvörður Kemba Walker, Charlotte Hornets (Nýliði) Framherji Paul Millsap, Atlanta Hawks (4. sinn) Lið Vesturdeildarinnar:- Byrjunarliðsmenn - Bakvörður Stephen Curry, Golden State Warriors (4. sinn) Bakvörður James Harden, Houston Rockets (5. sinn) Framherji Kevin Durant, Golden State Warriors (8. sinn) Framherji Kawhi Leonard, San Antonio Spurs (2. sinn) Framherji Anthony Davis, New Orleans Pelicans (4. sinn)- Varamenn - Bakvörður Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder (6. sinn) Bakvörður Klay Thompson, Golden State Warriors (3. sinn) Framherji Draymond Green, Golden State Warriors (2. sinn) Miðherji DeMarcus Cousins, Sacramento Kings (3. sinn) Miðherji Marc Gasol, Memphis Grizzlies (3. sinn) Miðherji DeAndre Jordan, Los Angeles Clippers (Nýliði) Framherji Gordon Hayward, Utah Jazz (Nýliði)Your NBA All-Star reserves. Who got snubbed? pic.twitter.com/NkNwaJNAWL— SportsCenter (@SportsCenter) January 27, 2017
NBA Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Sjá meira