Klaufalegustu meiðslin í NBA-deildinni í vetur | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2017 10:30 Enes Kanter. Vísir/AP Oklahoma City Thunder verður án hins öfluga Tyrkja Enes Kanter í allt að tvo mánuði eftir að leikmaðurinn handleggsbrotnaði i í leik á móti Dallas Mavericks í nótt. Það voru þó ekki meiðslin sjálf heldur en kringumstæðurnar sem voru mest svekkjandi fyrir leikmenn og stuðningsmenn Oklahoma City Thunder liðsins. Enes Kanter kom öskureiður á bekkinn í einu leikhléinu og barði í stól í miklu pirringskasti. Það var heldur betur afdrifaríkt því hann spilaði ekki meira í leiknum og fór strax inn í myndatöku. Myndatakan sýndi að hann var handleggbrotinn og verður nú frá í sex til átta vikur. ESPN segir meðal annars frá. „Það er erfitt að sætta sig við þetta ekki síst vegna þess hvernig þetta gerðist. Hann er sterkur maður og kemur betri til baka,“ sagði Russell Westbrook eftir leikinn. Enes Kanter fékk meiri ábyrgð eftir að Oklahoma City Thunder missti bæði Serge Ibaka og Kevin Durant í sumar og hann hefur komið sterkur inn af bekknum með 14,6 stig og 6,8 fráköst að meðaltali þrátt fyrir að spila bara í 21,9 mínútur í leik. Það er mikið á herðum Russell Westbrook hjá Oklahoma City Thunder í vetur og þessi fjarvera Enes Kanter verður ekki til að minnka það nú þegar liðið er að berjast fyrir sæti í úrslitkeppninni. Það er hægt að sjá myndband af þessum klaufalegu meiðslum Enes Kanter hér fyrir neðan.Enes Kanter exits game after punching chair; per @TheVertical 'there's a fear' of a fractured right handhttps://t.co/GX5oPndXOh pic.twitter.com/eW9T4LVkgX— Bleacher Report (@BleacherReport) January 27, 2017 Chuck called Enes Kanter the best big man off the bench in the NBAIf Kanter is out long, how will this impact OKC's playoff chances? pic.twitter.com/bEvj6YT56Q— NBA on TNT (@NBAonTNT) January 27, 2017 NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Oklahoma City Thunder verður án hins öfluga Tyrkja Enes Kanter í allt að tvo mánuði eftir að leikmaðurinn handleggsbrotnaði i í leik á móti Dallas Mavericks í nótt. Það voru þó ekki meiðslin sjálf heldur en kringumstæðurnar sem voru mest svekkjandi fyrir leikmenn og stuðningsmenn Oklahoma City Thunder liðsins. Enes Kanter kom öskureiður á bekkinn í einu leikhléinu og barði í stól í miklu pirringskasti. Það var heldur betur afdrifaríkt því hann spilaði ekki meira í leiknum og fór strax inn í myndatöku. Myndatakan sýndi að hann var handleggbrotinn og verður nú frá í sex til átta vikur. ESPN segir meðal annars frá. „Það er erfitt að sætta sig við þetta ekki síst vegna þess hvernig þetta gerðist. Hann er sterkur maður og kemur betri til baka,“ sagði Russell Westbrook eftir leikinn. Enes Kanter fékk meiri ábyrgð eftir að Oklahoma City Thunder missti bæði Serge Ibaka og Kevin Durant í sumar og hann hefur komið sterkur inn af bekknum með 14,6 stig og 6,8 fráköst að meðaltali þrátt fyrir að spila bara í 21,9 mínútur í leik. Það er mikið á herðum Russell Westbrook hjá Oklahoma City Thunder í vetur og þessi fjarvera Enes Kanter verður ekki til að minnka það nú þegar liðið er að berjast fyrir sæti í úrslitkeppninni. Það er hægt að sjá myndband af þessum klaufalegu meiðslum Enes Kanter hér fyrir neðan.Enes Kanter exits game after punching chair; per @TheVertical 'there's a fear' of a fractured right handhttps://t.co/GX5oPndXOh pic.twitter.com/eW9T4LVkgX— Bleacher Report (@BleacherReport) January 27, 2017 Chuck called Enes Kanter the best big man off the bench in the NBAIf Kanter is out long, how will this impact OKC's playoff chances? pic.twitter.com/bEvj6YT56Q— NBA on TNT (@NBAonTNT) January 27, 2017
NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira