Skotsilfur Markaðarins: Afnema bónusa, en hækka launin Ritstjórn Markaðarins skrifar 27. janúar 2017 13:26 Mikið er um mannabreytingar á bankamarkaði um þessar mundir. Þremenningarnir Jón Gunnar Sæmundsen og Jónas Guðmundsson, fyrrverandi starfsmenn Íslandsbanka, og Sigurður Hreiðar Jónsson, sem var síðast verðbréfamiðlari hjá Kviku banka, sögðu þannig allir upp störfum undir lok síðasta árs. Þeir hafa í kjölfarið nýverið stofnað í sameiningu félagið Klettar Capital sem annast eignastýringu fyrir hönd viðskiptavina. Allir eiga þeir að baki áralanga reynslu sem verðbréfamiðlarar á fjármálamarkaði en Jón Gunnar er sonur Gríms Sæmundsens, forstjóra og eins stærsta hluthafa Bláa lónsins.Enn og aftur seinkun Forsvarsmenn Silicor Materials sömdu nýverið við Faxaflóahafnir um seinkun á gildistöku samninga um hafnaraðstöðu og lóð á Grundartanga til septembermánaðar. Samningarnir áttu að taka gildi í apríl í fyrra en fjármögnun verkefnisins hefur dregist. Fréttablaðið hafði áður greint frá því að nokkrir af þeim íslensku einkafjárfestum sem tóku þátt í hlutafjársöfnun sólarkísilversins séu ósáttir við tafirnar. Í næsta mánuði verða liðin þrjú ár síðan Davíð Stefánsson, stjórnarmaður og talsmaður Silicor Materials, greindi frá áformum fyrirtækisins og eitt og hálft ár síðan fjárfestarnir fóru inn í hluthafahópinn.Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.Enginn bónus, en hærri laun Eftir að Íslandsbanki endaði í faðmi ríkisins var ákveðið af nýrri stjórn bankans að frá og með þessu ári yrðu ekki lengur greiddir bónusar til starfsmanna. Á árinu 2015 höfðu um hundrað starfsmenn bankans fengið bónus að fjárhæð samtals 736 milljónir. Ekki er hins vegar víst að sú ráðstöfun muni hjálpa Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, mikið við að halda aftur af auknum launakostnaði. Þannig eru dæmi þess að bankinn hafi þurft að bregðast við þessari nýju stöðu með því að hækka nokkuð laun sumra lykilstarfsmanna til að koma í veg fyrir að þeir færu yfir til helstu keppinauta bankans.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Skotsilfur Mest lesið „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Sjá meira
Mikið er um mannabreytingar á bankamarkaði um þessar mundir. Þremenningarnir Jón Gunnar Sæmundsen og Jónas Guðmundsson, fyrrverandi starfsmenn Íslandsbanka, og Sigurður Hreiðar Jónsson, sem var síðast verðbréfamiðlari hjá Kviku banka, sögðu þannig allir upp störfum undir lok síðasta árs. Þeir hafa í kjölfarið nýverið stofnað í sameiningu félagið Klettar Capital sem annast eignastýringu fyrir hönd viðskiptavina. Allir eiga þeir að baki áralanga reynslu sem verðbréfamiðlarar á fjármálamarkaði en Jón Gunnar er sonur Gríms Sæmundsens, forstjóra og eins stærsta hluthafa Bláa lónsins.Enn og aftur seinkun Forsvarsmenn Silicor Materials sömdu nýverið við Faxaflóahafnir um seinkun á gildistöku samninga um hafnaraðstöðu og lóð á Grundartanga til septembermánaðar. Samningarnir áttu að taka gildi í apríl í fyrra en fjármögnun verkefnisins hefur dregist. Fréttablaðið hafði áður greint frá því að nokkrir af þeim íslensku einkafjárfestum sem tóku þátt í hlutafjársöfnun sólarkísilversins séu ósáttir við tafirnar. Í næsta mánuði verða liðin þrjú ár síðan Davíð Stefánsson, stjórnarmaður og talsmaður Silicor Materials, greindi frá áformum fyrirtækisins og eitt og hálft ár síðan fjárfestarnir fóru inn í hluthafahópinn.Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.Enginn bónus, en hærri laun Eftir að Íslandsbanki endaði í faðmi ríkisins var ákveðið af nýrri stjórn bankans að frá og með þessu ári yrðu ekki lengur greiddir bónusar til starfsmanna. Á árinu 2015 höfðu um hundrað starfsmenn bankans fengið bónus að fjárhæð samtals 736 milljónir. Ekki er hins vegar víst að sú ráðstöfun muni hjálpa Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, mikið við að halda aftur af auknum launakostnaði. Þannig eru dæmi þess að bankinn hafi þurft að bregðast við þessari nýju stöðu með því að hækka nokkuð laun sumra lykilstarfsmanna til að koma í veg fyrir að þeir færu yfir til helstu keppinauta bankans.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Skotsilfur Mest lesið „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Sjá meira