Aumingja íslenskan Óttar Guðmundsson skrifar 28. janúar 2017 07:00 Málvísindamenn eru almennt sammála um að íslenskan sé deyjandi tungumál og muni týnast endanlega á næstu 50-100 árum. Tungutak þjóðarinnar verður æ enskuskotnara og gæti smám saman þróast í ensk-íslenska málblöndu. Líklegast er að enskan muni síðan taka öll völd. Með íslenskunni deyr 1000 ára menning þjóðarinnar auk nokkurra tonna af íslenskum bókum sem verða ólæsilegar öðrum en sérvitringum og málrannsóknarmönnum. Flestir eru reyndar sammála um að farið hafi fé betra. Þjóðin mun njóta internets og samfélagsmiðla á ensku og fagna því að vera laus við flókið beygingakerfi og málfræði íslenskunnar. Málverndunarmenn eru réttilega úthrópaðir af allri alþýðu sem elliærir afturhaldsseggir. Útrýming íslenskunnar er þjóðþrifamál sem mun auðvelda öll samskipti við ferðamenn og útlönd. Íslendingar verða enskumælandi heimsborgarar og geta sagt sig úr lögum og öllum samskiptum við Norðurlöndin. Ríkisútvarpinu var alltaf ætlað að standa vörð um viðgang tungunnar. Menn hafa sem betur fer horfið frá þeirri stefnu og ráðið til starfa þáttagerðarmenn sem eru miklir meistarar í ensk-íslensku. Þeim tekst að flétta tungumálin saman á aðdáunarverðan hátt. Stundum virðast þeir reyndar ekki skilja sjálfa sig fullkomlega en hverjum er ekki sama um það? Sunnudagsþátturinn Fangar er þó meistarastykki stofnunarinnar. Handritshöfundum tekst listilega að líkja eftir talsmáta amerískra rappara og láta nokkrar höfuðpersónur segja fokk eða fokking í annarri hverri setningu algjörlega áreynslulaust. Enskunni er gert hátt undir höfði í Föngum og íslenskunni misþyrmt í nafni raunsæis. Á þessum tímamótum í þróun tungumálsins er hollt að vitna í mesta stjórnmálamann aldarinnar. Hann sagði á ögurstund í sögu þjóðarinnar þessa fleygu setningu: „You ain’t seen nothing yet.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun
Málvísindamenn eru almennt sammála um að íslenskan sé deyjandi tungumál og muni týnast endanlega á næstu 50-100 árum. Tungutak þjóðarinnar verður æ enskuskotnara og gæti smám saman þróast í ensk-íslenska málblöndu. Líklegast er að enskan muni síðan taka öll völd. Með íslenskunni deyr 1000 ára menning þjóðarinnar auk nokkurra tonna af íslenskum bókum sem verða ólæsilegar öðrum en sérvitringum og málrannsóknarmönnum. Flestir eru reyndar sammála um að farið hafi fé betra. Þjóðin mun njóta internets og samfélagsmiðla á ensku og fagna því að vera laus við flókið beygingakerfi og málfræði íslenskunnar. Málverndunarmenn eru réttilega úthrópaðir af allri alþýðu sem elliærir afturhaldsseggir. Útrýming íslenskunnar er þjóðþrifamál sem mun auðvelda öll samskipti við ferðamenn og útlönd. Íslendingar verða enskumælandi heimsborgarar og geta sagt sig úr lögum og öllum samskiptum við Norðurlöndin. Ríkisútvarpinu var alltaf ætlað að standa vörð um viðgang tungunnar. Menn hafa sem betur fer horfið frá þeirri stefnu og ráðið til starfa þáttagerðarmenn sem eru miklir meistarar í ensk-íslensku. Þeim tekst að flétta tungumálin saman á aðdáunarverðan hátt. Stundum virðast þeir reyndar ekki skilja sjálfa sig fullkomlega en hverjum er ekki sama um það? Sunnudagsþátturinn Fangar er þó meistarastykki stofnunarinnar. Handritshöfundum tekst listilega að líkja eftir talsmáta amerískra rappara og láta nokkrar höfuðpersónur segja fokk eða fokking í annarri hverri setningu algjörlega áreynslulaust. Enskunni er gert hátt undir höfði í Föngum og íslenskunni misþyrmt í nafni raunsæis. Á þessum tímamótum í þróun tungumálsins er hollt að vitna í mesta stjórnmálamann aldarinnar. Hann sagði á ögurstund í sögu þjóðarinnar þessa fleygu setningu: „You ain’t seen nothing yet.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun