Franska landsliðið í handbolta er heimsmeistari á ný eftir 33-26 sigur á Noregi á heimavelli í dag en þetta í fjórða skiptið sem þetta ógnarsterka franska landslið hampar heimsmeistaratitlinum á aðeins tíu ára tímabili.
Það voru miklar væntingar gerðar til franska liðsins á heimavelli fyrir mótið og brugðust þeir ekki tæplega 16.000 áhorfendum sem mættu í höllina í París í kvöld.
Norðmenn sem léku til úrslita á HM í fyrsta sinn í sögu handboltalandsliðsins byrjuðu leikinn betur og voru með frumkvæðið framan af.
Það virtist vera einhver hrollur í Frökkum og leiddi Noregur nánast allan fyrri hálfleikinn með 2-3 mörkum sama hvað franska liðið reyndi.
Undir lok fyrri hálfleiks virtust Frakkar loksins vakna til lífsins og góður gerði það að verkum að Frakkar leiddu með einu í hálfleik 18-17.
Eftir það var ekki aftur snúið fyrir Frakka, náðu þeir fljótlega fimm marka forskoti og hleyptu þeir gestunum frá Noregi aldrei aftur inn í leikinn.
Munaði um að Vincent Gérard, varamarkvörður liðsins, átti stórkostlegan leik og steig heldur betur upp fyrir Thierry Omeyer sem náði sér ekki á strik í leiknum.
Þegar mest var fór munurinn upp í átta mörk en leiknum lauk með sjö marka sigri Frakka. Er þetta í annað skiptið sem Frakkar vinna mótið og vinna alla leikina sína á leiðinni en síðast gerðist það árið 2001, einmitt í Frakklandi.
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-10-05T144457.831Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-10-05T144408.023Z-keflavik.png)