Frábær árangur náðist á kraftlyftingamóti WOW Reykjavik International Games í Laugardalshöllinni í dag. Þrír keppendur settu heimsmet á mótinu og tveir Íslendingar Evrópumet.
Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í dag og tók meðfylgjandi myndir.
Kimperly Walford frá Bandaríkjunum bætti eigið met í réttstöðulyftu í -71 kg flokki þegar hún lyfti 243 kg.
Joy Nnamani frá Bretlandi setti einnig heimsmet í réttstöðulyftu en hún er í -57 kg flokki og lyfti 190,5 kg.
Jennifer Thompson frá Bandaríkjunum, sem er í -72 kg flokki, setti bæði heimsmet í stakri bekkpressu og bekkpressu þríþraut en hún lyfti 125 kg, 140 kg og 144 kg.
Tveir Íslendingar settu Evrópumet á mótinu. Júlían J. K Jóhannsson setti Evrópumet í réttstöðulyftu í +120 kg flokki þegar hann lyfti 365 kg og Sóley Jónsdóttir setti Evrópumet stúlkna í +84 kg flokki í hnébeygju þegar hún lyfti 170 kg.
Keppt var í stigakeppni með svokölluðum Wilksstigum sem er ákveðin formúla sem byggir á líkamsþyngd keppenda og þeirri heildarþyngd sem lyft er.
Stigameistarar urðu Kimbery Walford frá Bandaríkjunum og Sami Nieminen frá Finnlandi en eftirfarandi unnu til verðlauna:
Karlar:
1. Sami Nieminen, Finnland
2. Júlían J. K. Jóhannsson, Ísland
3. Viktor Samúelsson, Ísland
Konur:
1. Kimberly Walford, Bandaríkin
2. Jennifer Thompson, Bandaríkin
3. Joy Nnamani, Bretland
Júlían setti Evrópumet í réttstöðulyftu | Myndir
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham
Enski boltinn


ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni
Íslenski boltinn

Brentford bætti við algjöra martröð Leicester
Enski boltinn



Jón Dagur í frystiklefa í Berlín
Fótbolti


