Sláandi myndband frá slysstaðnum í gær Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2017 17:00 Einn fórst og má telja mildi að enn verr hafi ekki farið í Kirkjufjöru, Reynisfjöru og Víkurfjöru í gær þegar ferðamenn komust í lífsháska. Íbúi í Vík í Mýrdal hefur birt myndband úr Kirkjufjöru í gær, sama stað og erlendan ferðamann tók út með briminu í gær, þar sem sjá má lítið barn á leik í afar háu brimi. Myndbandið var tekið aðeins einni til tveimur klukkustundum eftir að þýsku konuna tók út. Ítarlega hefur verið fjallað um þýska móður sem lenti í briminu við Dyrhólaey í gær ásamt fjölskyldu sinni. Faðirinn og tvö börn, annað uppkomið en hitt á táningsaldri, náðu að komast í land en konan fannst þar sem hana rak á land um klukkustund síðar. Hún var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og var hún úrskurðuð látin í kjölfarið.Um er að ræða þriðja banaslysið á áratug í fjörunni en í öllum tilfellum hafa erlendir ferðamenn látist.Bjargað á seinustu stunduVísir fjallaði í gær um ungt barn frá Austurlöndum sem var hætt komið við stuðlabergið í Reynisfjöru. Leiðsögumaðurinn Hugi R. Ingibjartsson hafði nokkrum mínútum fyrr verið í beinni útsendingu á Facebook og myndað konu með börn sín tvö. Rétt eftir að hann lauk upptöku sá hann hvar fullorðinn maður náði á síðustu stundu að grípa í handlegg unga barnsins þar sem það var hætt komið í ölduganginum.Líklega var þar á ferðinni Ívar Guðnason, björgunarsveitarmaður hjá Víkverja, sem hafði varað föðurinn við öldunum áður en þær náðu til dætra hans. RÚV ræddi við Ívar í gær sem fór á bólakaf í sjónum við björgunaraðgerðirnar.Móðir Ívars, sem rekur Svörtu Perluna í Reynisfjöru, kom sömuleiðis fullorðinni konu til bjargar í fjörunni í gær en konan var hætt komin. Vera má að enn fleiri tilvik hafi komið upp í fjörunni í gærdag en þetta eru þau sem fréttastofa hefur upplýsingar um. Alla jafna er engin vakt með fólki í fjörunni. Hætti upptöku af ótta við slysÞórir Kjartansson, íbúi í Vík í Mýrdal, var við Dyrhólaey í gær, rétt austan við Kirkjufjöru. Þar náði hann myndbandi af fjölskyldu í fjörunni þar sem eitt barn var sannarlega hætt komið. Svo hætt komið að Þórir hætti upptöku því hann ætlaði að stökkva til og reyna að koma barninu til bjargar.„Ég var að leggja af stað en þá stökk pabbinn til. Hann fattaði loksins að það væri ekki allt í góðu lagi,“ segir Þórir í samtali við Vísi.Kirkjufjöru hefur verið lokað eins og Vísir greindi frá í dag en þar er þó ekkert eftirlit með mannaferðum. Fjallað var ítarlega um stöðu mála í Kirkjufjöru og Reynisfjöru í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Barn á leikskólaaldri hársbreidd frá því að hafna í sjónum í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn munu standa vaktina fram á kvöld. 9. janúar 2017 15:47 Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“ Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug. 9. janúar 2017 19:30 Öll fjölskyldan fór í sjóinn við Kirkjufjöru Verið er að flytja konu á fimmtugsaldri, sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru, á Landspítalann. 9. janúar 2017 14:46 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Einn fórst og má telja mildi að enn verr hafi ekki farið í Kirkjufjöru, Reynisfjöru og Víkurfjöru í gær þegar ferðamenn komust í lífsháska. Íbúi í Vík í Mýrdal hefur birt myndband úr Kirkjufjöru í gær, sama stað og erlendan ferðamann tók út með briminu í gær, þar sem sjá má lítið barn á leik í afar háu brimi. Myndbandið var tekið aðeins einni til tveimur klukkustundum eftir að þýsku konuna tók út. Ítarlega hefur verið fjallað um þýska móður sem lenti í briminu við Dyrhólaey í gær ásamt fjölskyldu sinni. Faðirinn og tvö börn, annað uppkomið en hitt á táningsaldri, náðu að komast í land en konan fannst þar sem hana rak á land um klukkustund síðar. Hún var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og var hún úrskurðuð látin í kjölfarið.Um er að ræða þriðja banaslysið á áratug í fjörunni en í öllum tilfellum hafa erlendir ferðamenn látist.Bjargað á seinustu stunduVísir fjallaði í gær um ungt barn frá Austurlöndum sem var hætt komið við stuðlabergið í Reynisfjöru. Leiðsögumaðurinn Hugi R. Ingibjartsson hafði nokkrum mínútum fyrr verið í beinni útsendingu á Facebook og myndað konu með börn sín tvö. Rétt eftir að hann lauk upptöku sá hann hvar fullorðinn maður náði á síðustu stundu að grípa í handlegg unga barnsins þar sem það var hætt komið í ölduganginum.Líklega var þar á ferðinni Ívar Guðnason, björgunarsveitarmaður hjá Víkverja, sem hafði varað föðurinn við öldunum áður en þær náðu til dætra hans. RÚV ræddi við Ívar í gær sem fór á bólakaf í sjónum við björgunaraðgerðirnar.Móðir Ívars, sem rekur Svörtu Perluna í Reynisfjöru, kom sömuleiðis fullorðinni konu til bjargar í fjörunni í gær en konan var hætt komin. Vera má að enn fleiri tilvik hafi komið upp í fjörunni í gærdag en þetta eru þau sem fréttastofa hefur upplýsingar um. Alla jafna er engin vakt með fólki í fjörunni. Hætti upptöku af ótta við slysÞórir Kjartansson, íbúi í Vík í Mýrdal, var við Dyrhólaey í gær, rétt austan við Kirkjufjöru. Þar náði hann myndbandi af fjölskyldu í fjörunni þar sem eitt barn var sannarlega hætt komið. Svo hætt komið að Þórir hætti upptöku því hann ætlaði að stökkva til og reyna að koma barninu til bjargar.„Ég var að leggja af stað en þá stökk pabbinn til. Hann fattaði loksins að það væri ekki allt í góðu lagi,“ segir Þórir í samtali við Vísi.Kirkjufjöru hefur verið lokað eins og Vísir greindi frá í dag en þar er þó ekkert eftirlit með mannaferðum. Fjallað var ítarlega um stöðu mála í Kirkjufjöru og Reynisfjöru í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Barn á leikskólaaldri hársbreidd frá því að hafna í sjónum í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn munu standa vaktina fram á kvöld. 9. janúar 2017 15:47 Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“ Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug. 9. janúar 2017 19:30 Öll fjölskyldan fór í sjóinn við Kirkjufjöru Verið er að flytja konu á fimmtugsaldri, sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru, á Landspítalann. 9. janúar 2017 14:46 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Barn á leikskólaaldri hársbreidd frá því að hafna í sjónum í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn munu standa vaktina fram á kvöld. 9. janúar 2017 15:47
Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“ Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug. 9. janúar 2017 19:30
Öll fjölskyldan fór í sjóinn við Kirkjufjöru Verið er að flytja konu á fimmtugsaldri, sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru, á Landspítalann. 9. janúar 2017 14:46