Sessions sagði að af sér væri gerð skrípamynd Guðsteinn Bjarnason skrifar 11. janúar 2017 07:00 Jeff Sessions sór eið frammi fyrir þingnefnd. Nordicphotos/Getty Jeff Sessions, verðandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í gær ekki haldinn neinum kynþáttafordómum er hann var spurður út í fyrri ummæli í þá veru. Sessions sagðist jafnframt fyrirlíta Ku Klux Klan samtökin og hugmyndafræði þeirra. Ásakanir um að hann hafi einhvern tímann stutt þessi samtök hvítra kynþáttasinna séu úr lausu lofti gripnar. Þetta sagði Sessions í yfirheyrslu á fundi þingnefndar sem hefur það hlutverk að staðfesta eða hafna tilnefningum í ráðherraembætti. Fjórtán hundruð lagaprófessorar höfðu undirritað yfirlýsingu þar sem þeir hvöttu nefndina til að hafna Sessions, þannig að hann verði ekki dómsmálaráðherra. Árið 1986 var honum hafnað í embætti dómara vegna gruns um að hann teldi hvítt fólk hafa yfirburði yfir annað fólk. Þingnefndarfundurinn í gær var nokkrum sinnum truflaður af fólki í salnum sem gerði hróp að Sessions, sagði hann kynþáttahatara og fasista sem ætti ekki heima í ríkisstjórn. Þá fullyrti Sessions að hann styðji fullt trúfrelsi og telji alls ekki að torvelda eigi múslimum sérstaklega að flytja til Bandaríkjanna. Session sagði að árið 1986 hafi hann ekki mætt vel undirbúinn til þess að svara ásökunum um að hann sé haldinn kynþáttafordómum. Sú mynd sem dregin hafi verið upp af honum hafi verið skrípamynd og það hafi verið mjög sársaukafullt. Hann sagðist gera sér fulla grein fyrir því að í Suðurríkjum Bandaríkjanna hafi verið stunduð kerfisbundin mismunun gegn þeldökku fólki: „Ég veit að það var rangt. Ég veit að við verðum að gera betur. Við getum aldrei snúið til baka.“ Sessions sagðist jafnframt ekki mundu taka þátt í málshöfðun gegn Hillary Clinton, sem bæði hann sjálfur og Donald Trump höfðu boðað fyrir kosningarnar í nóvember. „Ég tel að það væri rétt að ég taki ekki þátt í neinum umræðum um slíkar rannsóknir á hendur Clinton,“ sagði hann við þingnefndina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Jeff Sessions, verðandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í gær ekki haldinn neinum kynþáttafordómum er hann var spurður út í fyrri ummæli í þá veru. Sessions sagðist jafnframt fyrirlíta Ku Klux Klan samtökin og hugmyndafræði þeirra. Ásakanir um að hann hafi einhvern tímann stutt þessi samtök hvítra kynþáttasinna séu úr lausu lofti gripnar. Þetta sagði Sessions í yfirheyrslu á fundi þingnefndar sem hefur það hlutverk að staðfesta eða hafna tilnefningum í ráðherraembætti. Fjórtán hundruð lagaprófessorar höfðu undirritað yfirlýsingu þar sem þeir hvöttu nefndina til að hafna Sessions, þannig að hann verði ekki dómsmálaráðherra. Árið 1986 var honum hafnað í embætti dómara vegna gruns um að hann teldi hvítt fólk hafa yfirburði yfir annað fólk. Þingnefndarfundurinn í gær var nokkrum sinnum truflaður af fólki í salnum sem gerði hróp að Sessions, sagði hann kynþáttahatara og fasista sem ætti ekki heima í ríkisstjórn. Þá fullyrti Sessions að hann styðji fullt trúfrelsi og telji alls ekki að torvelda eigi múslimum sérstaklega að flytja til Bandaríkjanna. Session sagði að árið 1986 hafi hann ekki mætt vel undirbúinn til þess að svara ásökunum um að hann sé haldinn kynþáttafordómum. Sú mynd sem dregin hafi verið upp af honum hafi verið skrípamynd og það hafi verið mjög sársaukafullt. Hann sagðist gera sér fulla grein fyrir því að í Suðurríkjum Bandaríkjanna hafi verið stunduð kerfisbundin mismunun gegn þeldökku fólki: „Ég veit að það var rangt. Ég veit að við verðum að gera betur. Við getum aldrei snúið til baka.“ Sessions sagðist jafnframt ekki mundu taka þátt í málshöfðun gegn Hillary Clinton, sem bæði hann sjálfur og Donald Trump höfðu boðað fyrir kosningarnar í nóvember. „Ég tel að það væri rétt að ég taki ekki þátt í neinum umræðum um slíkar rannsóknir á hendur Clinton,“ sagði hann við þingnefndina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira