Kveðjuræða Obama: „Lýðræðinu ógnað þegar því er tekið sem gefnum hlut“ atli ísleifsson skrifar 11. janúar 2017 08:27 Hinn 55 ára Obama tók við forsetaembættinu árið 2008 en Donald Trump mun taka við því þann 20. janúar næstkomandi. Vísir/AFP Barack Obama, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hélt tilfinningaþrungna þakkarræðu í heimaborg sinni Chicago í gærkvöldi þar sem hann fór yfir síðustu átta ár sín í Hvíta húsinu. Obama sagði meðal annars að samkvæmt langflestum mælikvörðum væru Bandaríkin betra og sterkara land en áður. Forsetinn varaði einnig við því að lýðræðinu væri ógnað um leið og fólk fari að taka því sem gefnum hlut. Þúsundir gesta voru viðstaddir ræðuhöld forsetans sem hvatti Bandaríkjamenn, hvar sem þeir standa í þjóðfélaginu, að reyna að setja sig í spor annarra og bæta sig í því að veita öðrum sjónarmiðum athygli. Gestir hrópuðu „fjögur ár til viðbótar“ þar sem Obama stóð í pontu. Forsetinn brosti og sagðist ekki geta orðið við því, en stjórnarskrá Bandaríkjanna kemur í veg fyrir að forseti geti setið lengur en tvö kjörtímabil.Púað á Trump „Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði forsetinn þegar gestir púuðu eftir að minnst var á að Trump tæki senn við embættinu. Sagði Obama að friðsamleg valdaskipti væri aðalsmerki bandarísks lýðræðis. Áfram hélt hann og sagði lýðræðinu stafa hætta af þremur hlutum – efnahagslegum ójöfnuði, aðgreining kynþátta og að ákveðnir hópar samfélagsins einangruðu sig þar sem skoðanir byggðust ekki á staðreyndum.„Ef þú ert orðinn þreyttur á að rífast við ókunnuga á netinu, reyndu þá að ræða við einhvern augliti til auglitis,“ sagði Obama við mikinn fögnuð viðstaddra, þar sem forsetinn var líklegast að vísa í eftirmann sinn sem þekktur er fyrir Twitter-notkun sína. Hinn 55 ára Obama tók við forsetaembættinu árið 2008 en Donald Trump mun taka við því þann 20. janúar næstkomandi.Sjá má ræðuna í heild sinni að neðan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira
Barack Obama, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hélt tilfinningaþrungna þakkarræðu í heimaborg sinni Chicago í gærkvöldi þar sem hann fór yfir síðustu átta ár sín í Hvíta húsinu. Obama sagði meðal annars að samkvæmt langflestum mælikvörðum væru Bandaríkin betra og sterkara land en áður. Forsetinn varaði einnig við því að lýðræðinu væri ógnað um leið og fólk fari að taka því sem gefnum hlut. Þúsundir gesta voru viðstaddir ræðuhöld forsetans sem hvatti Bandaríkjamenn, hvar sem þeir standa í þjóðfélaginu, að reyna að setja sig í spor annarra og bæta sig í því að veita öðrum sjónarmiðum athygli. Gestir hrópuðu „fjögur ár til viðbótar“ þar sem Obama stóð í pontu. Forsetinn brosti og sagðist ekki geta orðið við því, en stjórnarskrá Bandaríkjanna kemur í veg fyrir að forseti geti setið lengur en tvö kjörtímabil.Púað á Trump „Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði forsetinn þegar gestir púuðu eftir að minnst var á að Trump tæki senn við embættinu. Sagði Obama að friðsamleg valdaskipti væri aðalsmerki bandarísks lýðræðis. Áfram hélt hann og sagði lýðræðinu stafa hætta af þremur hlutum – efnahagslegum ójöfnuði, aðgreining kynþátta og að ákveðnir hópar samfélagsins einangruðu sig þar sem skoðanir byggðust ekki á staðreyndum.„Ef þú ert orðinn þreyttur á að rífast við ókunnuga á netinu, reyndu þá að ræða við einhvern augliti til auglitis,“ sagði Obama við mikinn fögnuð viðstaddra, þar sem forsetinn var líklegast að vísa í eftirmann sinn sem þekktur er fyrir Twitter-notkun sína. Hinn 55 ára Obama tók við forsetaembættinu árið 2008 en Donald Trump mun taka við því þann 20. janúar næstkomandi.Sjá má ræðuna í heild sinni að neðan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira