Breivik sýndi enga iðrun fyrir áfrýjunardómstól Heimir Már Pétursson skrifar 12. janúar 2017 19:21 Anders Behring Breivik sem myrti sjötíu og sjö manns í Osló og Útey árið 2011 sýndi enga iðrun fyrir norskum dómstól í dag þar sem kvartanir hans vegna aðbúnaðar í fangelsinu voru teknar fyrir. Hann viðurkennir að umkvartanir hans hafi verið settar fram til að fá vettvang til að koma róttækum þjóðernisskoðunum sínum á framfæri. Anders Behring Breivik sprengdi bíl við norsku stjórnarráðsbygginguna hinn 22. júlí árið 2011 þar sem átta manns létust og mikill fjöldi særðist. Eftir það hélt hann út í Útey, litla eyju í eigu norska Jafnaðarmannaflokksins, þar sem hann skaut 69 manns til bana. Flestir þeirra sem hann myrti í eynni voru mjög ungir að árum enda stóð þar yfir samkoma ungra jafnaðarmanna. Breivik kom fyrir áfrýjunardómstól í Osló í gær og var réttarhöldum framhaldið í dag. En ákæruvaldið áfrýjaði úrskurði lægra dómstigs frá því árið 2015 sem komst að þeirri niðurstöðu að einangrun Breiviks frá öðrum föngum í fangelsi bryti gegn ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu og væri ómannleg og niðurlægjandi. Oeystein Storrvik lögmaður Breivik segir alla sem tengist málinu með einhverjum hætti séu snortnir af því. „Þannig að þetta er alvarleg staða sem gæti hafa leitt til þess að skilyrðin varðandi fangelsun hans séu of ströng. Þetta er áríðandi hluti af málinu og nú hefur Breivik í fyrsta sinn í langan tíma fengið tækifæri til að koma kvörtunum sínum á framfæri,“ segir Storrvik. Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi með möguleika á framlengingu sem er þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp í Noregi eftir stríð enda var um að ræða mestu fjöldamorð í sögu Norðurlandanna. Breivik hefur sagt lögmanni sínum að einangrunin hafi gert hann skrýtnari og róttækari í þjóðernis- og kynþáttamálum. En Fredrik Sejersted ríkissaksóknari segir hann snúa málum á haus og hann sé einungis að reyna að komast í samband við aðra hægriöfgamenn í fangelsinu. „Við vorum búin undir að hann myndi hefja málsvörn sína með sama hætti og síðast. Með hugmyndafræðilegri ræðu. Þess í stað hóf hann mál sitt á því að taka undir þá skoðun mína að hann hefði herst í öfgaskoðunum sínum í fangelsinu. Síðan reyndi hann auðvitað að snúa orsakasamhenginu við og sagði einangrunina hafa gert hann róttækari. Þá erum við komin að kjarna málsins. Kjarni málsins er að hann sýndi enga yðrun vegna þess sem hann gerði,“ sagði Sejersted. Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Breivik heilsaði að nasistasið í réttarsal Réttarhöld hófust í máli Anders Behring Breivik gegn norska ríkinu í morgun. 10. janúar 2017 13:18 Breivik hefur skipst á bréfum við sænska konu frá 2012 Fram kom fyrir dómi í morgun að Anders Behring Breivik sé með fjölda mynda af konum á korktöflu í klefa sínum. 11. janúar 2017 13:59 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Anders Behring Breivik sem myrti sjötíu og sjö manns í Osló og Útey árið 2011 sýndi enga iðrun fyrir norskum dómstól í dag þar sem kvartanir hans vegna aðbúnaðar í fangelsinu voru teknar fyrir. Hann viðurkennir að umkvartanir hans hafi verið settar fram til að fá vettvang til að koma róttækum þjóðernisskoðunum sínum á framfæri. Anders Behring Breivik sprengdi bíl við norsku stjórnarráðsbygginguna hinn 22. júlí árið 2011 þar sem átta manns létust og mikill fjöldi særðist. Eftir það hélt hann út í Útey, litla eyju í eigu norska Jafnaðarmannaflokksins, þar sem hann skaut 69 manns til bana. Flestir þeirra sem hann myrti í eynni voru mjög ungir að árum enda stóð þar yfir samkoma ungra jafnaðarmanna. Breivik kom fyrir áfrýjunardómstól í Osló í gær og var réttarhöldum framhaldið í dag. En ákæruvaldið áfrýjaði úrskurði lægra dómstigs frá því árið 2015 sem komst að þeirri niðurstöðu að einangrun Breiviks frá öðrum föngum í fangelsi bryti gegn ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu og væri ómannleg og niðurlægjandi. Oeystein Storrvik lögmaður Breivik segir alla sem tengist málinu með einhverjum hætti séu snortnir af því. „Þannig að þetta er alvarleg staða sem gæti hafa leitt til þess að skilyrðin varðandi fangelsun hans séu of ströng. Þetta er áríðandi hluti af málinu og nú hefur Breivik í fyrsta sinn í langan tíma fengið tækifæri til að koma kvörtunum sínum á framfæri,“ segir Storrvik. Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi með möguleika á framlengingu sem er þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp í Noregi eftir stríð enda var um að ræða mestu fjöldamorð í sögu Norðurlandanna. Breivik hefur sagt lögmanni sínum að einangrunin hafi gert hann skrýtnari og róttækari í þjóðernis- og kynþáttamálum. En Fredrik Sejersted ríkissaksóknari segir hann snúa málum á haus og hann sé einungis að reyna að komast í samband við aðra hægriöfgamenn í fangelsinu. „Við vorum búin undir að hann myndi hefja málsvörn sína með sama hætti og síðast. Með hugmyndafræðilegri ræðu. Þess í stað hóf hann mál sitt á því að taka undir þá skoðun mína að hann hefði herst í öfgaskoðunum sínum í fangelsinu. Síðan reyndi hann auðvitað að snúa orsakasamhenginu við og sagði einangrunina hafa gert hann róttækari. Þá erum við komin að kjarna málsins. Kjarni málsins er að hann sýndi enga yðrun vegna þess sem hann gerði,“ sagði Sejersted.
Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Breivik heilsaði að nasistasið í réttarsal Réttarhöld hófust í máli Anders Behring Breivik gegn norska ríkinu í morgun. 10. janúar 2017 13:18 Breivik hefur skipst á bréfum við sænska konu frá 2012 Fram kom fyrir dómi í morgun að Anders Behring Breivik sé með fjölda mynda af konum á korktöflu í klefa sínum. 11. janúar 2017 13:59 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Breivik heilsaði að nasistasið í réttarsal Réttarhöld hófust í máli Anders Behring Breivik gegn norska ríkinu í morgun. 10. janúar 2017 13:18
Breivik hefur skipst á bréfum við sænska konu frá 2012 Fram kom fyrir dómi í morgun að Anders Behring Breivik sé með fjölda mynda af konum á korktöflu í klefa sínum. 11. janúar 2017 13:59