Munu rannsaka tilkynningar FBI um tölvupóst Clinton Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. janúar 2017 20:48 Rannsóknin á tölvupóstamáli Hillary Clinton verður nú rannsökuð. vísir/getty Innra eftirlit bandaríska dómsmálaráðuneytisins mun hefja rannsókn á þeim ákvörðunum sem teknar voru hjá alríkislögreglunni þar í landi sem og í dómsmálaráðuneytinu sjálfu þegar rannsókn fór fram á tölvupóstsamskiptum Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrata fyrir forsetakosningarnar í nóvember. BBC greinir frá.Tölvupóstsmálið snerist í grunninn um að Clinton, í tíð sinni sem utanríkisráðherra, nýtti sér sitt eigið tölvupóstfang sem hýst var á einkavefþjóni hennar, en ekki tölvupóstfang sem skráð var á vefsvæði bandarísku ríkisstjórnarinnar. Meðferð leyniskjala, sem fundust í póstum hennar er ólögleg á slíkum einkavefþjónum auk þess sem slíkir vefþjónar eru ekki eins öryggir og ríkisvefþjónar.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary ClintonMálið kom sér afar illa fyrir Clinton í kosningabaráttunni og hefur hún meðal annars kennt því um að hún hafi tapað fyrir Donald Trump. Hann nýtti sér málið óspart til þess að mála Clinton upp sem glæpamann og hafði heitið stuðningsmönnum sínum því að hún yrði fangelsuð kæmist hann til valda. Alríkislögreglan lauk rannsókn á málinu í júlí 2016 og gaf það út að ekki ætti að ákæra Clinton. Þann 28. október 2016 tilkynnti James Comey, yfirmaður alríkislögreglunnar hins vegar bandaríska þinginu að málið yrði tekið upp að nýju þar sem FBI hafi fengið í té nýja tölvupósta sem þyrfti að rannsaka hvort í væru ríkisleyndarmál.Umræddir tölvupóstar komu frá Anthony Weiner, umdeildum fyrrum þingmanni og konu hans, Huma Abedin sem var lykilstarfsmaður í kosningabaráttu Clinton og einn af hennar nánustu ráðgjöfum. Þann 6. nóvember, tveimur dögum fyrir forsetakosningarnar tilkynnti Comey svo að FBI hefði komist að sömu niðurstöðu og í júlí, að ekki ætti að ákæra Clinton. Sjá einnig: Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstannaRannsókn innra eftirlitsins mun skoða sérstaklega verkferla í kringum blaðamannafundinn frá því í júlí þegar tilkynnt var að Clinton yrði ekki ákærð en einnig verkferla í kringum tilkynningu alríkislögreglunnar frá því í lok október þar sem James Comey tilkynnti bandaríska þinginu að tölvupóstsmálið yrði tekið upp að nýju. Að sögn Michael Horowitz, sem fara mun fyrir rannsókn innra eftirlitsins fer rannsóknin fram vegna ,,fjölda beiðna" frá almenningi sem og þingmönnum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sakar forstjóra FBI um lögbrot Leiðtogi Demókrata í bandarísku öldungadeildinni segir að forstjóri Alríkislögreglunnar FBI hafi mögulega gerst brotlegur við lögin þegar hann greindi frá því að stofnunin væri að rannsaka tölvupósta sem tengjast mögulega Hillary Clinton forsetaframbjóðanda. 31. október 2016 08:16 FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30 Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15 Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Innra eftirlit bandaríska dómsmálaráðuneytisins mun hefja rannsókn á þeim ákvörðunum sem teknar voru hjá alríkislögreglunni þar í landi sem og í dómsmálaráðuneytinu sjálfu þegar rannsókn fór fram á tölvupóstsamskiptum Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrata fyrir forsetakosningarnar í nóvember. BBC greinir frá.Tölvupóstsmálið snerist í grunninn um að Clinton, í tíð sinni sem utanríkisráðherra, nýtti sér sitt eigið tölvupóstfang sem hýst var á einkavefþjóni hennar, en ekki tölvupóstfang sem skráð var á vefsvæði bandarísku ríkisstjórnarinnar. Meðferð leyniskjala, sem fundust í póstum hennar er ólögleg á slíkum einkavefþjónum auk þess sem slíkir vefþjónar eru ekki eins öryggir og ríkisvefþjónar.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary ClintonMálið kom sér afar illa fyrir Clinton í kosningabaráttunni og hefur hún meðal annars kennt því um að hún hafi tapað fyrir Donald Trump. Hann nýtti sér málið óspart til þess að mála Clinton upp sem glæpamann og hafði heitið stuðningsmönnum sínum því að hún yrði fangelsuð kæmist hann til valda. Alríkislögreglan lauk rannsókn á málinu í júlí 2016 og gaf það út að ekki ætti að ákæra Clinton. Þann 28. október 2016 tilkynnti James Comey, yfirmaður alríkislögreglunnar hins vegar bandaríska þinginu að málið yrði tekið upp að nýju þar sem FBI hafi fengið í té nýja tölvupósta sem þyrfti að rannsaka hvort í væru ríkisleyndarmál.Umræddir tölvupóstar komu frá Anthony Weiner, umdeildum fyrrum þingmanni og konu hans, Huma Abedin sem var lykilstarfsmaður í kosningabaráttu Clinton og einn af hennar nánustu ráðgjöfum. Þann 6. nóvember, tveimur dögum fyrir forsetakosningarnar tilkynnti Comey svo að FBI hefði komist að sömu niðurstöðu og í júlí, að ekki ætti að ákæra Clinton. Sjá einnig: Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstannaRannsókn innra eftirlitsins mun skoða sérstaklega verkferla í kringum blaðamannafundinn frá því í júlí þegar tilkynnt var að Clinton yrði ekki ákærð en einnig verkferla í kringum tilkynningu alríkislögreglunnar frá því í lok október þar sem James Comey tilkynnti bandaríska þinginu að tölvupóstsmálið yrði tekið upp að nýju. Að sögn Michael Horowitz, sem fara mun fyrir rannsókn innra eftirlitsins fer rannsóknin fram vegna ,,fjölda beiðna" frá almenningi sem og þingmönnum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sakar forstjóra FBI um lögbrot Leiðtogi Demókrata í bandarísku öldungadeildinni segir að forstjóri Alríkislögreglunnar FBI hafi mögulega gerst brotlegur við lögin þegar hann greindi frá því að stofnunin væri að rannsaka tölvupósta sem tengjast mögulega Hillary Clinton forsetaframbjóðanda. 31. október 2016 08:16 FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30 Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15 Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Sakar forstjóra FBI um lögbrot Leiðtogi Demókrata í bandarísku öldungadeildinni segir að forstjóri Alríkislögreglunnar FBI hafi mögulega gerst brotlegur við lögin þegar hann greindi frá því að stofnunin væri að rannsaka tölvupósta sem tengjast mögulega Hillary Clinton forsetaframbjóðanda. 31. október 2016 08:16
FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30
Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15
Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30