Janus Daði: Hættum að geta skorað Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. janúar 2017 21:36 Janus Daði tekur á móti Daniel Sarmiento. vísir/afp Janus Daði Smárason þreytti frumraun sína á stórmóti þegar Ísland tapaði 27-21 fyrir Spáni á HM í Frakklandi í kvöld. „Við erum hundsvekktir og okkur langaði að fá meira út úr þessum leik. En svo fór sem fór og við ætlum að taka fullt af góðum hlutum út úr leiknum,“ sagði Janus í samtali við Vísi eftir leik. En hvernig leið honum inni á vellinum í fyrsta leiknum á stórmóti? „Mjög vel. Þetta var æðislegt og stúkan var frábær. Ég fékk mín tækifæri og fór illa með nokkur dauðafæri sem telja. En ég mæti betri í næsta leik og get lært helling af þessum leik,“ sagði Janus sem var ánægður með sóknarleik Íslands í fyrri hálfleik. „Við spiluðum agað og héldum pressu á þeim,“ sagði Haukamaðurinn sem kvaðst ekki hafa verið stressaður inni á vellinum. „Ég held að maður sé stressaðri þegar maður horfir á leikinn uppi í stúku. Maður er að æfa þetta á hverjum degi og þetta eru bara sex á móti sex,“ sagði Janus. Ísland leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 10-12, en í seinni hálfleik hallaði undan fæti hjá íslenska liðinu, sóknin hrökk í baklás og Spánverjarnir gengu á lagið. „Við hættum að geta skorað. Við fórum illa með dauðafæri og fórum svo að flýta okkur. Þeir þéttu pakkann og markvörðurinn þeirra var frábær,“ sagði Janus og bætti því við að íslensku strákarnir gætu tekið margt jákvætt út úr leiknum í kvöld. „Helling, fyrri hálfleikurinn var flottur í vörn og sókn. Svo var viðhorfið til fyrirmyndar,“ sagði Janus að lokum.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Björgvin Páll tryllir á Twitter: "Það fallegasta sem ég hef séð“ Nú er hálfleikur í leik Spánar og Íslands í B-riðli á HM 2017. 12. janúar 2017 20:26 Umfjöllun: Spánn - Ísland 27-21 | Skelfilegur seinni hálfleikur í tapi fyrir Spáni Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:00 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira
Janus Daði Smárason þreytti frumraun sína á stórmóti þegar Ísland tapaði 27-21 fyrir Spáni á HM í Frakklandi í kvöld. „Við erum hundsvekktir og okkur langaði að fá meira út úr þessum leik. En svo fór sem fór og við ætlum að taka fullt af góðum hlutum út úr leiknum,“ sagði Janus í samtali við Vísi eftir leik. En hvernig leið honum inni á vellinum í fyrsta leiknum á stórmóti? „Mjög vel. Þetta var æðislegt og stúkan var frábær. Ég fékk mín tækifæri og fór illa með nokkur dauðafæri sem telja. En ég mæti betri í næsta leik og get lært helling af þessum leik,“ sagði Janus sem var ánægður með sóknarleik Íslands í fyrri hálfleik. „Við spiluðum agað og héldum pressu á þeim,“ sagði Haukamaðurinn sem kvaðst ekki hafa verið stressaður inni á vellinum. „Ég held að maður sé stressaðri þegar maður horfir á leikinn uppi í stúku. Maður er að æfa þetta á hverjum degi og þetta eru bara sex á móti sex,“ sagði Janus. Ísland leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 10-12, en í seinni hálfleik hallaði undan fæti hjá íslenska liðinu, sóknin hrökk í baklás og Spánverjarnir gengu á lagið. „Við hættum að geta skorað. Við fórum illa með dauðafæri og fórum svo að flýta okkur. Þeir þéttu pakkann og markvörðurinn þeirra var frábær,“ sagði Janus og bætti því við að íslensku strákarnir gætu tekið margt jákvætt út úr leiknum í kvöld. „Helling, fyrri hálfleikurinn var flottur í vörn og sókn. Svo var viðhorfið til fyrirmyndar,“ sagði Janus að lokum.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Björgvin Páll tryllir á Twitter: "Það fallegasta sem ég hef séð“ Nú er hálfleikur í leik Spánar og Íslands í B-riðli á HM 2017. 12. janúar 2017 20:26 Umfjöllun: Spánn - Ísland 27-21 | Skelfilegur seinni hálfleikur í tapi fyrir Spáni Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:00 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira
Björgvin Páll tryllir á Twitter: "Það fallegasta sem ég hef séð“ Nú er hálfleikur í leik Spánar og Íslands í B-riðli á HM 2017. 12. janúar 2017 20:26
Umfjöllun: Spánn - Ísland 27-21 | Skelfilegur seinni hálfleikur í tapi fyrir Spáni Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:00