Rúnar: Þeir lásu okkur eins og opna bók Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. janúar 2017 21:38 Rúnar Kárason skoraði tvö mörk í sex skotum á móti Spáni. vísir/afp „Ég er persónulega mjög svekktur. Við vorum ekki að ná að leysa þetta í seinni hálfleik,“ sagði Rúnar Kárason, skytta íslenska landsliðsins í handbolta, við Vísi eftir 27-21 tapið gegn Spáni í fyrsta leik liðsins á HM 2017 í Frakklandi. Strákarnir okkar spiluðu vel í fyrri hálfleik og voru 12-10 yfir. Í síðari hálfleik tóku Spánverjar öll völd á vellinum og buðu upp á átta marka sveiflu sem tryggði þeim sex marka sigur. „Við þurftum að hafa rosalega mikið fyrir því að koma okkur í færi og stundum vorum við ekki einu sinni að koma okkur í færi, fannst mér,“ sagði Rúnar um seinni hálfleikinn þar sem lítið sem ekkert gekk upp hjá okkar mönnum. „Við vorum ekki að koma boltanum almennilega á markið en þegar það tókst þá var hann í markinu alveg hrikalega erfiður. Hann er augljóslega mjög góður markvörður en við þurfum að gera betur. Það er krafa á okkur.“ „Við þurfum að vera klókari að koma boltanum betur á markið. Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu í sókninni og það kostar rosalega orku. Þar af leiðandi verður erfiðara að verjast,“ sagði Rúnar. Rúnar átti erfitt með að útskýra hvers vegna leikur íslenska liðsins var svona slakur í síðari hálfleik á miðað við þann fyrri þar sem nánast allt gekk upp. „Það er erfitt að segja. Allt í einu kom einhver stund þar sem hlutirnir hættu að ganga upp. Þeir lásu okkur eins og opna bók í rauninni. Þetta eru auðvitað frábærir varnarmenn í spænska liðinu en við vorum ekki að koma með réttu lausnirnar og láta reyna almennilega á þá,“ sagði Rúnar. „Við sýndum okkar rétta andlit í fyrri hálfleik. Við fengum frábæra markvörslu frá Bjögga í dag - og mörk! Hann er að verja víti og svona og því var forskot okkar kannski aðeins of mikið en á þessu þurfum við að halda.“ „Við komum inn í klefa í hálfleik í þvílíkum gír og kannski óheppnir að vera ekki með meira forskot. Ég er alveg svakalega svekktur en lífið heldur áfram,“ sagði Rúnar. Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson kom sterkur inn í dag og skoraði fjögur mörk í fimm skotum í sínum fyrsta landsleik þannig það voru jákvæðir punktar. „Alveg klárlega. Arnar er að spila frábærlega í dag og Janus að fá mínútur og Ómar. Þetta eru strákar sem geta hjálpað okkur þannig við verðum bra að taka þessu og halda áfram,“ sagði Rúnar Kárason.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Björgvin Páll tryllir á Twitter: "Það fallegasta sem ég hef séð“ Nú er hálfleikur í leik Spánar og Íslands í B-riðli á HM 2017. 12. janúar 2017 20:26 Arnar Björnsson kíkti á barinn í Metz Nú styttist óðum í fyrsta leik Íslands á HM í Frakklandi. Þar mæta strákarnir okkar Spánverjum. 12. janúar 2017 19:15 Umfjöllun: Spánn - Ísland 27-21 | Skelfilegur seinni hálfleikur í tapi fyrir Spáni Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Sjá meira
„Ég er persónulega mjög svekktur. Við vorum ekki að ná að leysa þetta í seinni hálfleik,“ sagði Rúnar Kárason, skytta íslenska landsliðsins í handbolta, við Vísi eftir 27-21 tapið gegn Spáni í fyrsta leik liðsins á HM 2017 í Frakklandi. Strákarnir okkar spiluðu vel í fyrri hálfleik og voru 12-10 yfir. Í síðari hálfleik tóku Spánverjar öll völd á vellinum og buðu upp á átta marka sveiflu sem tryggði þeim sex marka sigur. „Við þurftum að hafa rosalega mikið fyrir því að koma okkur í færi og stundum vorum við ekki einu sinni að koma okkur í færi, fannst mér,“ sagði Rúnar um seinni hálfleikinn þar sem lítið sem ekkert gekk upp hjá okkar mönnum. „Við vorum ekki að koma boltanum almennilega á markið en þegar það tókst þá var hann í markinu alveg hrikalega erfiður. Hann er augljóslega mjög góður markvörður en við þurfum að gera betur. Það er krafa á okkur.“ „Við þurfum að vera klókari að koma boltanum betur á markið. Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu í sókninni og það kostar rosalega orku. Þar af leiðandi verður erfiðara að verjast,“ sagði Rúnar. Rúnar átti erfitt með að útskýra hvers vegna leikur íslenska liðsins var svona slakur í síðari hálfleik á miðað við þann fyrri þar sem nánast allt gekk upp. „Það er erfitt að segja. Allt í einu kom einhver stund þar sem hlutirnir hættu að ganga upp. Þeir lásu okkur eins og opna bók í rauninni. Þetta eru auðvitað frábærir varnarmenn í spænska liðinu en við vorum ekki að koma með réttu lausnirnar og láta reyna almennilega á þá,“ sagði Rúnar. „Við sýndum okkar rétta andlit í fyrri hálfleik. Við fengum frábæra markvörslu frá Bjögga í dag - og mörk! Hann er að verja víti og svona og því var forskot okkar kannski aðeins of mikið en á þessu þurfum við að halda.“ „Við komum inn í klefa í hálfleik í þvílíkum gír og kannski óheppnir að vera ekki með meira forskot. Ég er alveg svakalega svekktur en lífið heldur áfram,“ sagði Rúnar. Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson kom sterkur inn í dag og skoraði fjögur mörk í fimm skotum í sínum fyrsta landsleik þannig það voru jákvæðir punktar. „Alveg klárlega. Arnar er að spila frábærlega í dag og Janus að fá mínútur og Ómar. Þetta eru strákar sem geta hjálpað okkur þannig við verðum bra að taka þessu og halda áfram,“ sagði Rúnar Kárason.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Björgvin Páll tryllir á Twitter: "Það fallegasta sem ég hef séð“ Nú er hálfleikur í leik Spánar og Íslands í B-riðli á HM 2017. 12. janúar 2017 20:26 Arnar Björnsson kíkti á barinn í Metz Nú styttist óðum í fyrsta leik Íslands á HM í Frakklandi. Þar mæta strákarnir okkar Spánverjum. 12. janúar 2017 19:15 Umfjöllun: Spánn - Ísland 27-21 | Skelfilegur seinni hálfleikur í tapi fyrir Spáni Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Sjá meira
Björgvin Páll tryllir á Twitter: "Það fallegasta sem ég hef séð“ Nú er hálfleikur í leik Spánar og Íslands í B-riðli á HM 2017. 12. janúar 2017 20:26
Arnar Björnsson kíkti á barinn í Metz Nú styttist óðum í fyrsta leik Íslands á HM í Frakklandi. Þar mæta strákarnir okkar Spánverjum. 12. janúar 2017 19:15
Umfjöllun: Spánn - Ísland 27-21 | Skelfilegur seinni hálfleikur í tapi fyrir Spáni Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:00