Eftir frábæran fyrri hálfleik þar sem strákarnir voru yfir 12-10 kom slæmur kafli í seinni hálfleik sem gerði Spánverjunum kleift að komast yfir. Héldu þeir forystunni allt til loka leiksins sem fór 27-21.
Eins og svo oft áður létu Íslendingar vel í sér heyra á Twitter á meðan á leiknum stóð og varð mörgum tíðrætt um hinn alræmda slæma kafla sem gjarnan hefur reynst strákunum okkar fjötur um fót.
Hér að neðan má sjá brot af umræðunni.
Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
Knock Knock.. Slæmi kaflinn, góða kvöldið #hmrúv
— asgeirhg (@asgeirhg) January 12, 2017
Æji...ég var búinn að gleyma þessu "slæma-kafla-dæmi". #hmrúv
— Jóhann Helgason (@Joimar) January 12, 2017
Hvað er íslenskara en "slæmur kafli" í handbolta? #hmruv
— Guðni Tómasson (@Gydnid) January 12, 2017
"Vondi kaflinn" (skrásett vörumerki). #hmruv
— Stefán Hilmarsson (@stefanhilmars) January 12, 2017
Er ekki slæmi kaflinn bara búinn núna? Ha? #hmruv
— Íris Björnsdóttir (@Iris_ofcourse) January 12, 2017
Slæmi kaflinn #hmruv
— Þórður Helgi Þórðar (@Doddilitli) January 12, 2017
Greinilega MJÖG slæmi kaflinn! #hmruv
— Birgir Guðmundsson (@BirgirGumundsso) January 12, 2017
Gef skít í slæma kaflann. Flott ungt íslenskt handboltalið. Björt framtíð #hmrúv
— Einar Pétur (@EinarPetur1) January 12, 2017
Ég hef átt slæman kafla. Kalla hann "lífið mitt hingað til" #hmrúv
— ÞórhallurÞórhallsson (@thorhallur83) January 12, 2017