Breivik fékk að faðma móður sína áður en hún lést atli ísleifsson skrifar 13. janúar 2017 11:17 Hinn 37 ára Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi árið 2012 þó að ólíklegt þykir að hann muni nokkurn tímann verða sleppt. Vísir/AFP Norski hryðjuverkamaðurinn og fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik fékk leyfi til að faðma móður sína þegar hún heimsótti hann í fangelsið í síðasta sinn, skömmu áður en hún lést. Frank Eide, deildarstjóri í Ila-fangelsinu, greindi frá þessu fyrir rétti í morgun þar sem mál Breivik gegn norska ríkinu er nú tekið fyrir. Í frétt VG segir að þetta sé í eina skiptið frá því að Breivik var handtekinn í Útey þann 22. júlí 2011 sem hann hafi fengið að hitta aðra manneskju án þess að glerveggur eða rimlar skilji þá að. Eide segir ákvörðunina hafa verið tekna til að Wenche Breivik, sem þá var dauðvona, fengi leyfi til að kveðja þennan heim eftir að hafa fengið að faðma son sinn í síðasta sinn. „Hann kunni vel að meta þetta,“ sagði Eide, en Wenche Breivik lést 22. mars 2013. Øystein Storrvik, lögmaður Breivik, vildi vita hvort að um undantekningartilvik hafi verið að ræða eða hvort að fangelsisyfirvöld ætli sér að rýmka reglurnar þegar kemur að samskiptum Breivik við annað fólk. Fyrr í vikunni kom fram að Breivik eigi í bréfasamskiptum við fjölda kvenna. Þannig fái hann reglulega sendar erótískar smásögur með Breivik og konunum sjálfum í aðalhlutverkum. Þá hafi hann skipst á bréfum við konu frá Svíþjóð frá árinu 2012. Konan hefur sent Breivik rúmlega 130 bréf frá 2012 og hann hafi sjálfur sent henni um þrjátíu bréf. Fyrir dómi var rætt um konuna sem „M“. Dómstóll dæmdi í vor að norska ríkið hafi brotið á mannréttindum Breivik í fangelsi. Dómnum var áfrýjað og er málið nú tekið fyrir á æðra dómstigi. Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Breivik sýndi enga iðrun fyrir áfrýjunardómstól Anders Behring Breivik sem myrti sjötíu og sjö manns í Osló og Útey árið 2011 sýndi enga iðrun fyrir norskum dómstól í dag þar sem kvartanir hans vegna aðbúnaðar í fangelsinu voru teknar fyrir. Hann viðurkennir að umkvartanir hans hafi verið settar fram til að fá vettvang til að koma róttækum þjóðernisskoðunum sínum á framfæri. 12. janúar 2017 19:21 Breivik heilsaði að nasistasið í réttarsal Réttarhöld hófust í máli Anders Behring Breivik gegn norska ríkinu í morgun. 10. janúar 2017 13:18 Breivik hefur skipst á bréfum við sænska konu frá 2012 Fram kom fyrir dómi í morgun að Anders Behring Breivik sé með fjölda mynda af konum á korktöflu í klefa sínum. 11. janúar 2017 13:59 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Sjá meira
Norski hryðjuverkamaðurinn og fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik fékk leyfi til að faðma móður sína þegar hún heimsótti hann í fangelsið í síðasta sinn, skömmu áður en hún lést. Frank Eide, deildarstjóri í Ila-fangelsinu, greindi frá þessu fyrir rétti í morgun þar sem mál Breivik gegn norska ríkinu er nú tekið fyrir. Í frétt VG segir að þetta sé í eina skiptið frá því að Breivik var handtekinn í Útey þann 22. júlí 2011 sem hann hafi fengið að hitta aðra manneskju án þess að glerveggur eða rimlar skilji þá að. Eide segir ákvörðunina hafa verið tekna til að Wenche Breivik, sem þá var dauðvona, fengi leyfi til að kveðja þennan heim eftir að hafa fengið að faðma son sinn í síðasta sinn. „Hann kunni vel að meta þetta,“ sagði Eide, en Wenche Breivik lést 22. mars 2013. Øystein Storrvik, lögmaður Breivik, vildi vita hvort að um undantekningartilvik hafi verið að ræða eða hvort að fangelsisyfirvöld ætli sér að rýmka reglurnar þegar kemur að samskiptum Breivik við annað fólk. Fyrr í vikunni kom fram að Breivik eigi í bréfasamskiptum við fjölda kvenna. Þannig fái hann reglulega sendar erótískar smásögur með Breivik og konunum sjálfum í aðalhlutverkum. Þá hafi hann skipst á bréfum við konu frá Svíþjóð frá árinu 2012. Konan hefur sent Breivik rúmlega 130 bréf frá 2012 og hann hafi sjálfur sent henni um þrjátíu bréf. Fyrir dómi var rætt um konuna sem „M“. Dómstóll dæmdi í vor að norska ríkið hafi brotið á mannréttindum Breivik í fangelsi. Dómnum var áfrýjað og er málið nú tekið fyrir á æðra dómstigi.
Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Breivik sýndi enga iðrun fyrir áfrýjunardómstól Anders Behring Breivik sem myrti sjötíu og sjö manns í Osló og Útey árið 2011 sýndi enga iðrun fyrir norskum dómstól í dag þar sem kvartanir hans vegna aðbúnaðar í fangelsinu voru teknar fyrir. Hann viðurkennir að umkvartanir hans hafi verið settar fram til að fá vettvang til að koma róttækum þjóðernisskoðunum sínum á framfæri. 12. janúar 2017 19:21 Breivik heilsaði að nasistasið í réttarsal Réttarhöld hófust í máli Anders Behring Breivik gegn norska ríkinu í morgun. 10. janúar 2017 13:18 Breivik hefur skipst á bréfum við sænska konu frá 2012 Fram kom fyrir dómi í morgun að Anders Behring Breivik sé með fjölda mynda af konum á korktöflu í klefa sínum. 11. janúar 2017 13:59 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Sjá meira
Breivik sýndi enga iðrun fyrir áfrýjunardómstól Anders Behring Breivik sem myrti sjötíu og sjö manns í Osló og Útey árið 2011 sýndi enga iðrun fyrir norskum dómstól í dag þar sem kvartanir hans vegna aðbúnaðar í fangelsinu voru teknar fyrir. Hann viðurkennir að umkvartanir hans hafi verið settar fram til að fá vettvang til að koma róttækum þjóðernisskoðunum sínum á framfæri. 12. janúar 2017 19:21
Breivik heilsaði að nasistasið í réttarsal Réttarhöld hófust í máli Anders Behring Breivik gegn norska ríkinu í morgun. 10. janúar 2017 13:18
Breivik hefur skipst á bréfum við sænska konu frá 2012 Fram kom fyrir dómi í morgun að Anders Behring Breivik sé með fjölda mynda af konum á korktöflu í klefa sínum. 11. janúar 2017 13:59