Samgönguráðherra segir ekki koma til greina að flytja innanlandsflug til Keflavíkur Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. janúar 2017 14:38 Jón Gunnarsson, samgönguráðherra vill leita lausna í deilunni um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Vísir/Anton Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir það ekki koma til greina að flytja innanlandsflug til Keflavíkur og vill leita lausna í deilunni um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Hann segir það jafnframt ekki sjálfsagt að opna NA/SV braut flugvallarins, sem oft er kölluð neyðarbrautin, á nýjan leik. Jón var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Málið er ekkert flókið í mínum huga. Reykjavíkurflugvöllur er miðstöð innanlandsflugs. Almennt er sú skoðun viðurkennd að það sé nauðsynlegt, og meira að segja hefur maður heyrt það frá borgaryfirvöldum, að það sé nauðsynlegt að flugvöllurinn, til að geta sinnt þessu hlutverki, sé hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Jón aðspurður um næstu skref í málefnum Reykjavíkurflugvallar. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um að byggja flugvöll einhversstaðar annars staðar á þessu svæði. Ég tel það ekki koma til greina að fara með hann til Keflavíkur, svo það sé sagt. Vegna þess að ég tel að miðað við samgönguaðstæður eins og þær eru í dag og það hafa útreikningar sýnt og skýrslur sýnt, það mun draga verulega úr starfsemi innanlandsflugsins. Þannig að mér finnst það ekki koma til greina.“Vill ekki loka á framtíðarmöguleika Jón segist vilja setjast niður með borgaryfirvöldum og fara yfir málefni Reykjavíkurflugvallar. „Þá höfum við bara þessa einföldu mynd fyrir framan okkur. Völlurinn er í Vatnsmýrinni. Hann á að þjóna, sem miðstöð innanlandsflugs í landinu, sem þetta mikilvæga samgöngutæki. Og þar til ákvörðun hefur verið tekin um að flytja hann eitthvað annað þá verður hann þarna. Ég trúi ekki öðru en að ég geti náð að setjast niður með yfirvöldum í borginni og við förum sameiginlega yfir þessa staðreynd málsins.“ Hann segist þó ekki vilja loka á aðra framtíðarmöguleika. Hann segir áhugaverðar hugmyndir vera um miðstöð flutningastarfsemi í landinu fyrir vestan Hafnarfjörð, en að slíkt verði ekki framkvæmt fyrr en eftir um tíu ár í fyrsta lagi „En við þurfum auðvitað að horfa til þess tíma. Icelandair er að vinna rannsóknir núna í Hvassahrauni. Menn hafa velt upp alls konar möguleikum í fjármögnunarleiðum á því að byggja mögulega annan völl og svo framvegis. Ég er opinn fyrir öllum svona pælingum og skoðunum en ég vil eyða óvissunni um Reykjavíkurflugvöll þangað til önnur ákvörðun hefur verið tekin. Ég tel mjög mikilvægt að við hefjumst þegar handa við að byggja miðstöð fyrir innanlandsflugið þar sem við bjóðum farþegum og starfsfólki upp a´sómasamlega aðstöðu.“Ekki sjálfsagt að opna NA/SV brautina á ný Varðandi málefni NA/SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, sem oft er nefnd neyðarbrautin, segir hann ekki sjálfsagt að hún sé opnuð á nýjan leik. „Það er að mínu mati ekkert sjálfsagt að við getum opnað neyðarbrautina aftur á þessum stað. Þessi mál þróuðumst með þeim hætti að þetta lenti fyrir dómstólum og Ólof Nordal lét reyna á þetta alla leið og eftir að það lá fyrir, niðurstaða dómstóla í því máli, þá var þessari neyðarbraut eins og hún hefur verið kölluð lokað. Við erum að leita annarra leiða til að tryggja sjúkraflug til og frá þessu svæði.“Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Nýr samgönguráðherra: Engin önnur lausn í stöðunni en að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Jón Gunnarsson segir nauðsynlegt að sátt náist í málefnum Reykjavíkurflugvallar á kjörtímabilinu. 11. janúar 2017 09:55 Borgarstjóri um framtíð Reykjavíkurflugvallar: „Miðað við stjórnarsáttmálann erum við býsna samstíga“ Borgarstjóri segist telja að málið sé á borði innanríkisráðuneytisins. 12. janúar 2017 16:35 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir það ekki koma til greina að flytja innanlandsflug til Keflavíkur og vill leita lausna í deilunni um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Hann segir það jafnframt ekki sjálfsagt að opna NA/SV braut flugvallarins, sem oft er kölluð neyðarbrautin, á nýjan leik. Jón var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Málið er ekkert flókið í mínum huga. Reykjavíkurflugvöllur er miðstöð innanlandsflugs. Almennt er sú skoðun viðurkennd að það sé nauðsynlegt, og meira að segja hefur maður heyrt það frá borgaryfirvöldum, að það sé nauðsynlegt að flugvöllurinn, til að geta sinnt þessu hlutverki, sé hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Jón aðspurður um næstu skref í málefnum Reykjavíkurflugvallar. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um að byggja flugvöll einhversstaðar annars staðar á þessu svæði. Ég tel það ekki koma til greina að fara með hann til Keflavíkur, svo það sé sagt. Vegna þess að ég tel að miðað við samgönguaðstæður eins og þær eru í dag og það hafa útreikningar sýnt og skýrslur sýnt, það mun draga verulega úr starfsemi innanlandsflugsins. Þannig að mér finnst það ekki koma til greina.“Vill ekki loka á framtíðarmöguleika Jón segist vilja setjast niður með borgaryfirvöldum og fara yfir málefni Reykjavíkurflugvallar. „Þá höfum við bara þessa einföldu mynd fyrir framan okkur. Völlurinn er í Vatnsmýrinni. Hann á að þjóna, sem miðstöð innanlandsflugs í landinu, sem þetta mikilvæga samgöngutæki. Og þar til ákvörðun hefur verið tekin um að flytja hann eitthvað annað þá verður hann þarna. Ég trúi ekki öðru en að ég geti náð að setjast niður með yfirvöldum í borginni og við förum sameiginlega yfir þessa staðreynd málsins.“ Hann segist þó ekki vilja loka á aðra framtíðarmöguleika. Hann segir áhugaverðar hugmyndir vera um miðstöð flutningastarfsemi í landinu fyrir vestan Hafnarfjörð, en að slíkt verði ekki framkvæmt fyrr en eftir um tíu ár í fyrsta lagi „En við þurfum auðvitað að horfa til þess tíma. Icelandair er að vinna rannsóknir núna í Hvassahrauni. Menn hafa velt upp alls konar möguleikum í fjármögnunarleiðum á því að byggja mögulega annan völl og svo framvegis. Ég er opinn fyrir öllum svona pælingum og skoðunum en ég vil eyða óvissunni um Reykjavíkurflugvöll þangað til önnur ákvörðun hefur verið tekin. Ég tel mjög mikilvægt að við hefjumst þegar handa við að byggja miðstöð fyrir innanlandsflugið þar sem við bjóðum farþegum og starfsfólki upp a´sómasamlega aðstöðu.“Ekki sjálfsagt að opna NA/SV brautina á ný Varðandi málefni NA/SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, sem oft er nefnd neyðarbrautin, segir hann ekki sjálfsagt að hún sé opnuð á nýjan leik. „Það er að mínu mati ekkert sjálfsagt að við getum opnað neyðarbrautina aftur á þessum stað. Þessi mál þróuðumst með þeim hætti að þetta lenti fyrir dómstólum og Ólof Nordal lét reyna á þetta alla leið og eftir að það lá fyrir, niðurstaða dómstóla í því máli, þá var þessari neyðarbraut eins og hún hefur verið kölluð lokað. Við erum að leita annarra leiða til að tryggja sjúkraflug til og frá þessu svæði.“Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Nýr samgönguráðherra: Engin önnur lausn í stöðunni en að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Jón Gunnarsson segir nauðsynlegt að sátt náist í málefnum Reykjavíkurflugvallar á kjörtímabilinu. 11. janúar 2017 09:55 Borgarstjóri um framtíð Reykjavíkurflugvallar: „Miðað við stjórnarsáttmálann erum við býsna samstíga“ Borgarstjóri segist telja að málið sé á borði innanríkisráðuneytisins. 12. janúar 2017 16:35 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Nýr samgönguráðherra: Engin önnur lausn í stöðunni en að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Jón Gunnarsson segir nauðsynlegt að sátt náist í málefnum Reykjavíkurflugvallar á kjörtímabilinu. 11. janúar 2017 09:55
Borgarstjóri um framtíð Reykjavíkurflugvallar: „Miðað við stjórnarsáttmálann erum við býsna samstíga“ Borgarstjóri segist telja að málið sé á borði innanríkisráðuneytisins. 12. janúar 2017 16:35