Selja innflutt Pepsi Max á lægra verði en það sem blandað er á Íslandi nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 14. janúar 2017 11:37 Verðmunurinn er nokkur. vísir/grv Eflaust hafa margir neytendur rekið upp stór augu þegar þeir sáu Pepsi Max frá Bretlandi til sölu í verslunum Bónuss og það á hagstæðara verði en Pepsi Max sem blandað er hér á landi. Verð á hálfs lítra flösku af Pepsi Max sem flutt er inn frá Bretlandi er 98 krónur á meðan Pepsi Max frá Ölgerðinni kostar 130 krónur. Því spara neytendur sér rúmar 30 krónur með því að kaupa breskt Pepsi Max. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, telur að ýmsar ástæður séu fyrir því að ódýrara sé að kaupa Pepsi Max frá Bretlandi. „Við erum að kaupa þetta af markaði sem telur 65 milljónir manna og ég hugsa að framleiðslan sé öllu hagkvæmari. Svo er gengi pundsins hagstætt. Eins og staðan er núna þá er þetta hagkvæmara,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu Vísis.Bragðið er öðruvísiAð sögn Guðmundar er hið breska Pepsi Max aðeins öðruvísi á bragðið en það sem blandað er hér á landi. Helsti munurinn sé sá að meira gos er í íslensku Pepsi Max. „Það er aðeins minni kolsýra [í því breska]. Íslendingar sem eru vanir því að drekka gos með mikilli kolsýru finna mun.“ Hann segir að það séu helst útlendingarnir sem taka vel í breska drykkinn. „Útlendingarnir eru vanir þessu bragði.“ Aðspurður að því hvort til greina komi að skipta íslensku Pepsi Max alfarið út segir Guðmundur að slíkt komi ekki til greina. „Þetta er fyrst og fremst valkostur og mun ekki koma í staðinn fyrir íslensku framleiðsluna. Við munum ekki hætta í viðskiptum við Ölgerðina eða neitt svoleiðis. Pepsi frá Bretlandi eða Pepsi frá Íslandi? Kúnninn hefur bara val,“ segir Guðmundur.Skoða hvort innflutningur á öðrum vörum borgi sigGuðmundur segir að vel kæmi til greina að flytja aðrar vörur, til dæmis annars konar gosdrykki, til landsins ef slíkt myndi reynast hagkvæmara. „Þetta væri þó alltaf bara valkostur við innlenda framleiðslu,“ segir hann. Í þessu samhengi má nefna að í íslenskum stórmörkuðum eru nú seldir ísmolar sem fluttir eru inn frá Noregi, Bretlandi og Bandaríkjunum þrátt fyrir að Íslendinga skorti hvorki vatn né ís. Í samtali við Rúv fullyrti Rannveig Magnúsdóttir, líffræðingur hjá Landvernd, að innflutningur á ísmolum skildi eftir sig „stórt kolefnisspor“ og að neytendur þyrftu að sýna ábyrgð. Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira
Eflaust hafa margir neytendur rekið upp stór augu þegar þeir sáu Pepsi Max frá Bretlandi til sölu í verslunum Bónuss og það á hagstæðara verði en Pepsi Max sem blandað er hér á landi. Verð á hálfs lítra flösku af Pepsi Max sem flutt er inn frá Bretlandi er 98 krónur á meðan Pepsi Max frá Ölgerðinni kostar 130 krónur. Því spara neytendur sér rúmar 30 krónur með því að kaupa breskt Pepsi Max. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, telur að ýmsar ástæður séu fyrir því að ódýrara sé að kaupa Pepsi Max frá Bretlandi. „Við erum að kaupa þetta af markaði sem telur 65 milljónir manna og ég hugsa að framleiðslan sé öllu hagkvæmari. Svo er gengi pundsins hagstætt. Eins og staðan er núna þá er þetta hagkvæmara,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu Vísis.Bragðið er öðruvísiAð sögn Guðmundar er hið breska Pepsi Max aðeins öðruvísi á bragðið en það sem blandað er hér á landi. Helsti munurinn sé sá að meira gos er í íslensku Pepsi Max. „Það er aðeins minni kolsýra [í því breska]. Íslendingar sem eru vanir því að drekka gos með mikilli kolsýru finna mun.“ Hann segir að það séu helst útlendingarnir sem taka vel í breska drykkinn. „Útlendingarnir eru vanir þessu bragði.“ Aðspurður að því hvort til greina komi að skipta íslensku Pepsi Max alfarið út segir Guðmundur að slíkt komi ekki til greina. „Þetta er fyrst og fremst valkostur og mun ekki koma í staðinn fyrir íslensku framleiðsluna. Við munum ekki hætta í viðskiptum við Ölgerðina eða neitt svoleiðis. Pepsi frá Bretlandi eða Pepsi frá Íslandi? Kúnninn hefur bara val,“ segir Guðmundur.Skoða hvort innflutningur á öðrum vörum borgi sigGuðmundur segir að vel kæmi til greina að flytja aðrar vörur, til dæmis annars konar gosdrykki, til landsins ef slíkt myndi reynast hagkvæmara. „Þetta væri þó alltaf bara valkostur við innlenda framleiðslu,“ segir hann. Í þessu samhengi má nefna að í íslenskum stórmörkuðum eru nú seldir ísmolar sem fluttir eru inn frá Noregi, Bretlandi og Bandaríkjunum þrátt fyrir að Íslendinga skorti hvorki vatn né ís. Í samtali við Rúv fullyrti Rannveig Magnúsdóttir, líffræðingur hjá Landvernd, að innflutningur á ísmolum skildi eftir sig „stórt kolefnisspor“ og að neytendur þyrftu að sýna ábyrgð.
Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira