„Við vorum ekkert langt frá þessu, vorum inn í leiknum allan tímann og þetta hefði getað dottið báðum megin,“ segir Ólafur Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir svekkkjandi tap gegn Slóvenum á HM í handbolta í Frakklandi.
„Þetta er svekkjandi, rosalega svekkjandi. Við börðumst, það vantaði ekki og við lögðum okkur alla fram allan leikinn. Svo er þetta bara í lokin sem þetta dettur bara fyrir þá, svona stöngin inn, stöngin út.“
Ólafur segir að liði hafi verið slakkt sóknarlega í fyrri hálfleiknum.
„Í síðari hálfleik spilum við flotta sókn og fína vörn. Við fengum of mörg mörk á okkur eftir hraða miðju hjá þeim, og það var dýrt. Við þurfum bara að fara yfir þessi mál og svo er bara strax annar leikur á morgun og við getum ekki verið að svekkja okkur mikið og þurfum bara að byrja hugsa um leikinn gegn Túnis.“

