Líkir Kúrdum við Íslamska ríkið Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2017 19:00 Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands. Vísir/AFP Vilji Bandaríkin bjóða sýrlenskum Kúrdum að samningaborðinu í Sýrlandi, er alveg eins hægt að bjóða Íslamska ríkinu. Þetta er viðhorf yfirvalda í Tyrklandi varðandi friðarviðræðurnar sem fara fram í Kasakstan þann 23. janúar næstkomandi. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna sagði í vikunni að Kúrdar yrðu á „einhverjum tímapunkti“ að koma að viðræðunum. Tyrkir urðu æfir yfir ummælunum. „Ef þú ætlar að bjóða hryðjuverkasamtökum að borðinu má alveg eins bjóða Al Nusra og Daesh,“ sagði Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrkja í dag. Þar vísar hann til samtaka sem kallast nú Jabat Fateh al-Sham og hétu áður Nusra Front og tengjast al-Qaeda annars vegar og Íslamska ríkisins hins vegar.Cavusoglu heimtaði að Bandaríkin myndu hætta að starfa með „hryðjuverkasamtökum“. Sýrlenskir Kúrdar hafa verið mjög afkastamiklir gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi og hafa, með stuðningi Bandaríkjanna, lagt undir sig stóran hluta landsins í norðri. Þeir sækja nú gegn borginni Raqqa, sem er höfuðvígi ISIS, en Tyrkir gerðu innrás í Sýrlandi í fyrra, til að stöðva sókn Kúrda til vesturs. Þeir óttast að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti verið sem olía á eld uppreisnar Kúrda í Tyrklandi, sem staðið hefur yfir í áratugi. Tyrkir hafa ítrekað lýst yfir reiði og vonbrigðum vegna samstarfs Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda. Fyrr í vikunni birtist yfirlýsing frá Kúrdum í Sýrlandi og bandamönnum þeirra, sem sögðust ekki tengjast Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi á nokkurn hátt. Yfirlýsingunni var tíst af U.S. Central Command. Tyrkir brugðust reiðir við og spurðu hvort að stjórnvöld í Washington hefðu „tapað vitinu“.SDF confirms that it has no affiliation or ties to PKK pic.twitter.com/mvENTcBpoQ— U.S. Central Command (@CENTCOM) January 11, 2017 Mið-Austurlönd Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira
Vilji Bandaríkin bjóða sýrlenskum Kúrdum að samningaborðinu í Sýrlandi, er alveg eins hægt að bjóða Íslamska ríkinu. Þetta er viðhorf yfirvalda í Tyrklandi varðandi friðarviðræðurnar sem fara fram í Kasakstan þann 23. janúar næstkomandi. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna sagði í vikunni að Kúrdar yrðu á „einhverjum tímapunkti“ að koma að viðræðunum. Tyrkir urðu æfir yfir ummælunum. „Ef þú ætlar að bjóða hryðjuverkasamtökum að borðinu má alveg eins bjóða Al Nusra og Daesh,“ sagði Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrkja í dag. Þar vísar hann til samtaka sem kallast nú Jabat Fateh al-Sham og hétu áður Nusra Front og tengjast al-Qaeda annars vegar og Íslamska ríkisins hins vegar.Cavusoglu heimtaði að Bandaríkin myndu hætta að starfa með „hryðjuverkasamtökum“. Sýrlenskir Kúrdar hafa verið mjög afkastamiklir gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi og hafa, með stuðningi Bandaríkjanna, lagt undir sig stóran hluta landsins í norðri. Þeir sækja nú gegn borginni Raqqa, sem er höfuðvígi ISIS, en Tyrkir gerðu innrás í Sýrlandi í fyrra, til að stöðva sókn Kúrda til vesturs. Þeir óttast að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti verið sem olía á eld uppreisnar Kúrda í Tyrklandi, sem staðið hefur yfir í áratugi. Tyrkir hafa ítrekað lýst yfir reiði og vonbrigðum vegna samstarfs Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda. Fyrr í vikunni birtist yfirlýsing frá Kúrdum í Sýrlandi og bandamönnum þeirra, sem sögðust ekki tengjast Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi á nokkurn hátt. Yfirlýsingunni var tíst af U.S. Central Command. Tyrkir brugðust reiðir við og spurðu hvort að stjórnvöld í Washington hefðu „tapað vitinu“.SDF confirms that it has no affiliation or ties to PKK pic.twitter.com/mvENTcBpoQ— U.S. Central Command (@CENTCOM) January 11, 2017
Mið-Austurlönd Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira