Tek menn ekki af velli eftir fyrstu mistök Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. janúar 2017 06:30 Geir Sveinsson hugsi yfir gangi mála í leiknum gegn Túnis. vísir/epa Geir Sveinsson landsliðsþjálfari var rólegur og yfirvegaður eftir leikinn gegn Túnis í gær sem var mikill spennuleikur eins og þjóðin ætti nú að vita. Þjálfarinn eðlilega drullusvekktur yfir að hafa ekki fengið tvö stig en fyrsta stigið kom þó í hús eftir mikil læti. „Auðvitað gleðst maður yfir því að fá eitt stig. Það er betra en ekki neitt en auðvitað vildum við bæði stigin. Hvert stig er mikilvægt. Þetta var leikur sem þeir máttu alls ekki tapa og leikurinn bar þess merki. Gríðarleg barátta í þeim og leikurinn virkilega harður. Við fórum oft út af og það tók sinn toll. Ég var ánægður með margt. Þetta hefði getað dottið okkar megin en í svona leikjum eru það litlu atriðin sem ráða oft úrslitum,“ sagði Geir yfirvegaður en hann var nokkuð ánægður með sitt lið í leiknum. Þetta var mjög skrautlegur leikur en liðin töpuðu boltanum samtals 29 sinnum í leiknum. Ísland tapaði boltanum þar af 13 sinnum sem er það mesta hjá liðinu það sem af er móti. Þrátt fyrir alla tæknifeilana hefðu strákarnir hæglega getað tekið bæði stigin. „Eftir 20 mínútur voru komnir sjö tæknifeilar hjá okkur og það er auðvitað allt of mikið. Við reyndum að leggja leikinn þannig upp að hann væri ekki alveg upp á líf og dauða en hann bar þess merki engu að síður. Maður sá það hjá mörgum leikmönnum. Við náðum að snúa þessu við eftir að hafa byrjað illa,“ sagði Geir en drengirnir hans komust síðan yfir og fengu tækifæri til þess að stinga Túnisana af. Það gerðu þeir aftur á móti ekki. Því er nú verr og miður. „Það var pínu svekkjandi að ná ekki að fylgja fyrsta korterinu í síðari hálfleik eftir. Við vorum búnir að snúa leiknum okkur í hag og hefðum kannski átt að hafa náð því. Túnisarnir hætta aldrei. Þeir hafa sýnt það í öllum leikjunum að þeir koma alltaf til baka. Kannski var þetta bara sanngjarnt á endanum.“ Það er verið að blóðga nokkra nýja menn á þessu móti og aðrir eru að taka á sig meiri ábyrgð en áður. Geir fer ekkert af þeirri áætlun sinni að leyfa nýliðum að spila og að þeir fái að gera sín mistök. Eins og í tilviki Ómars Inga sem hefði líklega verið tekinn af velli hjá mörgum þjálfurum er hann gerði sín mistök. „Ég er ekki þjálfarinn sem tekur menn af velli eftir fyrstu mistök. Drengirnir verða að fá að gera sín mistök og læra af þeim. Auðvitað reynir maður að fækka mistökunum eins og hægt er,“ segir Geir en hann vildi sjá stíganda í leik liðsins á þessu móti. Er hann nokkuð sáttur við það sem hann hefur fengið frá drengjunum í Metz? „Varnarleikurinn er búinn að vera til fyrirmyndar á þessu móti. Aron Rafn kom gríðarlega sterkur inn í dag og það var mjög jákvætt. Það hafa komið jákvæðir punktar líka frá mörgum öðrum. Við eigum samt meira inni í sóknarleiknum. Það er vinna áfram að reyna að bæta hann eins og hægt er. Það er gott að fá frí núna eftir erfiða helgi. Markmiðið er enn að halda áfram að hala inn stig og fara áfram í þessu móti.“ HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Geir Sveinsson landsliðsþjálfari var rólegur og yfirvegaður eftir leikinn gegn Túnis í gær sem var mikill spennuleikur eins og þjóðin ætti nú að vita. Þjálfarinn eðlilega drullusvekktur yfir að hafa ekki fengið tvö stig en fyrsta stigið kom þó í hús eftir mikil læti. „Auðvitað gleðst maður yfir því að fá eitt stig. Það er betra en ekki neitt en auðvitað vildum við bæði stigin. Hvert stig er mikilvægt. Þetta var leikur sem þeir máttu alls ekki tapa og leikurinn bar þess merki. Gríðarleg barátta í þeim og leikurinn virkilega harður. Við fórum oft út af og það tók sinn toll. Ég var ánægður með margt. Þetta hefði getað dottið okkar megin en í svona leikjum eru það litlu atriðin sem ráða oft úrslitum,“ sagði Geir yfirvegaður en hann var nokkuð ánægður með sitt lið í leiknum. Þetta var mjög skrautlegur leikur en liðin töpuðu boltanum samtals 29 sinnum í leiknum. Ísland tapaði boltanum þar af 13 sinnum sem er það mesta hjá liðinu það sem af er móti. Þrátt fyrir alla tæknifeilana hefðu strákarnir hæglega getað tekið bæði stigin. „Eftir 20 mínútur voru komnir sjö tæknifeilar hjá okkur og það er auðvitað allt of mikið. Við reyndum að leggja leikinn þannig upp að hann væri ekki alveg upp á líf og dauða en hann bar þess merki engu að síður. Maður sá það hjá mörgum leikmönnum. Við náðum að snúa þessu við eftir að hafa byrjað illa,“ sagði Geir en drengirnir hans komust síðan yfir og fengu tækifæri til þess að stinga Túnisana af. Það gerðu þeir aftur á móti ekki. Því er nú verr og miður. „Það var pínu svekkjandi að ná ekki að fylgja fyrsta korterinu í síðari hálfleik eftir. Við vorum búnir að snúa leiknum okkur í hag og hefðum kannski átt að hafa náð því. Túnisarnir hætta aldrei. Þeir hafa sýnt það í öllum leikjunum að þeir koma alltaf til baka. Kannski var þetta bara sanngjarnt á endanum.“ Það er verið að blóðga nokkra nýja menn á þessu móti og aðrir eru að taka á sig meiri ábyrgð en áður. Geir fer ekkert af þeirri áætlun sinni að leyfa nýliðum að spila og að þeir fái að gera sín mistök. Eins og í tilviki Ómars Inga sem hefði líklega verið tekinn af velli hjá mörgum þjálfurum er hann gerði sín mistök. „Ég er ekki þjálfarinn sem tekur menn af velli eftir fyrstu mistök. Drengirnir verða að fá að gera sín mistök og læra af þeim. Auðvitað reynir maður að fækka mistökunum eins og hægt er,“ segir Geir en hann vildi sjá stíganda í leik liðsins á þessu móti. Er hann nokkuð sáttur við það sem hann hefur fengið frá drengjunum í Metz? „Varnarleikurinn er búinn að vera til fyrirmyndar á þessu móti. Aron Rafn kom gríðarlega sterkur inn í dag og það var mjög jákvætt. Það hafa komið jákvæðir punktar líka frá mörgum öðrum. Við eigum samt meira inni í sóknarleiknum. Það er vinna áfram að reyna að bæta hann eins og hægt er. Það er gott að fá frí núna eftir erfiða helgi. Markmiðið er enn að halda áfram að hala inn stig og fara áfram í þessu móti.“
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira