Segir að Hollywood hafi lagt Trump í einelti Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. janúar 2017 21:37 Zoe Saldana telur að Donald Trump hafi farið með sigur af hólmi í forsetakosningunum vegna "hrekkjusvína.“ Vísir/Getty Leikkonan Zoe Saldana telur að Donald Trump hafi farið með sigur af hólmi í forsetakosningunum í nóvember síðastliðnum vegna „hrekkjusvína“ sem móðguðu hann í kosningabaráttunni. „Við urðum kokhraust og hrokafull og við urðum hrekkjusvín“ sagði Saldana í viðtali við AFP. Trump hefur margsinnis sjálfur verið sakaður um eineltistilburði í framkomu sinni, til að mynda þegar hann gerði grín að Serge Kovaleski, fötluðum fréttamanni. „Við einblíndum á það sem hann geði vitlaust og það skapaði samkennd hjá stórum hluta fólks í Ameríku sem vorkenndi honum og vildi trúa á loforð hans.“ Í kosningabaráttunni var Trump margoft sakaður um kynþáttafordóma og þá sérstaklega fordóma gegn múslimum og innflytjendum frá Mexíkó. Saldana segist þó vona að ekki verði afturhvarf til tíma aðskilnaðarstefnu í Bandaríkjunum. „Ég dreg lærdóm af sigri hans með mikilli auðmýkt,“ segir Saldana. „Ef við höldum áfram að vera sterk, mennta okkur og standa vörð um mannréttindi, þá munum við ekki sjá afturhvarf til þeirra tíma.“ Saldana er ekki ein á þessari skoðun en ástralska leikkonan Nicole Kidman sagði í vikunni að nú væri kominn tími á að Bandaríkjamenn stæðu með Trump. „Nú er hann kosinn og við sem þjóð verðum að styðja þann sem er forseti vegna þess að það er það sem þetta land byggir á. Hvernig sem það gerðist þá er hann þarna og við þurfum að halda áfram,“ sagði Kidman í samtali við BBC í vikunni. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira
Leikkonan Zoe Saldana telur að Donald Trump hafi farið með sigur af hólmi í forsetakosningunum í nóvember síðastliðnum vegna „hrekkjusvína“ sem móðguðu hann í kosningabaráttunni. „Við urðum kokhraust og hrokafull og við urðum hrekkjusvín“ sagði Saldana í viðtali við AFP. Trump hefur margsinnis sjálfur verið sakaður um eineltistilburði í framkomu sinni, til að mynda þegar hann gerði grín að Serge Kovaleski, fötluðum fréttamanni. „Við einblíndum á það sem hann geði vitlaust og það skapaði samkennd hjá stórum hluta fólks í Ameríku sem vorkenndi honum og vildi trúa á loforð hans.“ Í kosningabaráttunni var Trump margoft sakaður um kynþáttafordóma og þá sérstaklega fordóma gegn múslimum og innflytjendum frá Mexíkó. Saldana segist þó vona að ekki verði afturhvarf til tíma aðskilnaðarstefnu í Bandaríkjunum. „Ég dreg lærdóm af sigri hans með mikilli auðmýkt,“ segir Saldana. „Ef við höldum áfram að vera sterk, mennta okkur og standa vörð um mannréttindi, þá munum við ekki sjá afturhvarf til þeirra tíma.“ Saldana er ekki ein á þessari skoðun en ástralska leikkonan Nicole Kidman sagði í vikunni að nú væri kominn tími á að Bandaríkjamenn stæðu með Trump. „Nú er hann kosinn og við sem þjóð verðum að styðja þann sem er forseti vegna þess að það er það sem þetta land byggir á. Hvernig sem það gerðist þá er hann þarna og við þurfum að halda áfram,“ sagði Kidman í samtali við BBC í vikunni.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira