NFL: Green Bay Packers vann Dallas í stórkostlegum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2017 08:48 Sparkarinn Mason Crosby var hetja Green Bay Packers í nótt. Vísir/AP Green Bay Packers og Pittsburgh Steelers tryggðu sér bæði sæti í úrslitum sinna deilda í NFL-deildinni í nótt og þar með er ljóst hvaða lið spila til úrslita í bæði Ameríkudeildinni og Þjóðardeildinni í ár. Ólíkt laugardagsleikjunum þar sem Atlanta Falcons og New England Patriots komust bæði áfram eftir örugga heimasigra unnust báðir leikirnir í nótt á útivelli og eftir mikla spennu. Þetta voru því mjög ólíkir leikir þar sem annar bauð upp á stórkostlega sýningu tveggja frábærra leikstjórnenda en í hinum komu flest stigin frá spörkurunum. Pittsburgh Steelers vann þá 18-16 seiglusigur á útivelli á móti Kansas City Chiefs og Green Bay Packers vann dramatískan 34-31 sigur á Dallas Cowboys í hinum magnaða AT&T leikvangi í Arlington í Texas.Leikur Dallas Cowboys og Green Bay Packers var frábær skemmtun enda buðu bæði lið upp á mikil tilþrif. Green Bay Packers komst 21-3 yfir í leiknum en Dallas-menn náðu að jafna í bæði 28-28 og 31-31. Mason Crosby, sparkari Green Bay Packers, var hetja sinna manna en hann skoraði tvö vallarmörk af yfir 50 jarda færi á síðustu tveimur mínútunum. Það síðara tryggði Packers sigurinn um leið og leiktíminn rann út. Flestir héldu að leikurinn væri á leiðinni í framlengingu eftir að Dan Bailey jafnaði fyrir Dallas með vallarmarki en þá voru aðeins 40 sekúndur eftir. Aaron Rodgers, leikstjórnenda Green Bay Packers, tókst hinsvegar að koma boltanum upp völlinn þegar hann náði ótrúlegu 35 jarda kasti á innherjann Jared Cook þegar aðeins þrjár sekúndur voru eftir. Sá tími nægði Mason Crosby til að tryggja sínu liði sigur og sæti í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar.Kansas City Chiefs fékk tækifæri til að jafna metin og tryggja sér framlengingu í lokin á móti Pittsburgh Steelers en varnarmenn Steelers voru vel á verði og komu í veg fyrir að leikstjórnandinn Alex Smith kæmi boltanum á liðsfélaga sinn í endamarkinu. Spencer Ware hafði þá minnkað muninn í 18-16 með snertimarki tveimur mínútum og 43 sekúndum fyrir leikslok og Chiefs liðið tók áhættuna á því að reyna að skora tvö stig og jafna í stað þess að sparka og fá hið vanalega eina stig. Það tókst ekki enda hjálpaði það ekki til að liðið fékk á sig víti og þurfti því að byrja kerfið af lengra færi. Travis Kelce, lykilmaður Kansas City Chiefs, var svo óánægður með þann dóm að hann sagði að dómarinn hefði ekki einu sinni fengið vinnu í Foot Locker. Chris Boswell, sparkari Pittsburgh Steelers, setti nýtt met í úrslitkeppni með því að skora sex vallarmörk í leiknum en spörk frá honum skiluðu liðinu öllum átján stigum sínum í leiknum.Atlanta Falcons tekur á móti Green Bay Packers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar og New England Patriots fær Pittsburgh Steelers í heimsókn í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar en báðir leikirnir fara fram næsta sunnudag. Það lið sem vinnur þá leiki kemst í Super Bowl leikinn sem fer fram 5. febrúar næstkomandi. NFL Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Sjá meira
Green Bay Packers og Pittsburgh Steelers tryggðu sér bæði sæti í úrslitum sinna deilda í NFL-deildinni í nótt og þar með er ljóst hvaða lið spila til úrslita í bæði Ameríkudeildinni og Þjóðardeildinni í ár. Ólíkt laugardagsleikjunum þar sem Atlanta Falcons og New England Patriots komust bæði áfram eftir örugga heimasigra unnust báðir leikirnir í nótt á útivelli og eftir mikla spennu. Þetta voru því mjög ólíkir leikir þar sem annar bauð upp á stórkostlega sýningu tveggja frábærra leikstjórnenda en í hinum komu flest stigin frá spörkurunum. Pittsburgh Steelers vann þá 18-16 seiglusigur á útivelli á móti Kansas City Chiefs og Green Bay Packers vann dramatískan 34-31 sigur á Dallas Cowboys í hinum magnaða AT&T leikvangi í Arlington í Texas.Leikur Dallas Cowboys og Green Bay Packers var frábær skemmtun enda buðu bæði lið upp á mikil tilþrif. Green Bay Packers komst 21-3 yfir í leiknum en Dallas-menn náðu að jafna í bæði 28-28 og 31-31. Mason Crosby, sparkari Green Bay Packers, var hetja sinna manna en hann skoraði tvö vallarmörk af yfir 50 jarda færi á síðustu tveimur mínútunum. Það síðara tryggði Packers sigurinn um leið og leiktíminn rann út. Flestir héldu að leikurinn væri á leiðinni í framlengingu eftir að Dan Bailey jafnaði fyrir Dallas með vallarmarki en þá voru aðeins 40 sekúndur eftir. Aaron Rodgers, leikstjórnenda Green Bay Packers, tókst hinsvegar að koma boltanum upp völlinn þegar hann náði ótrúlegu 35 jarda kasti á innherjann Jared Cook þegar aðeins þrjár sekúndur voru eftir. Sá tími nægði Mason Crosby til að tryggja sínu liði sigur og sæti í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar.Kansas City Chiefs fékk tækifæri til að jafna metin og tryggja sér framlengingu í lokin á móti Pittsburgh Steelers en varnarmenn Steelers voru vel á verði og komu í veg fyrir að leikstjórnandinn Alex Smith kæmi boltanum á liðsfélaga sinn í endamarkinu. Spencer Ware hafði þá minnkað muninn í 18-16 með snertimarki tveimur mínútum og 43 sekúndum fyrir leikslok og Chiefs liðið tók áhættuna á því að reyna að skora tvö stig og jafna í stað þess að sparka og fá hið vanalega eina stig. Það tókst ekki enda hjálpaði það ekki til að liðið fékk á sig víti og þurfti því að byrja kerfið af lengra færi. Travis Kelce, lykilmaður Kansas City Chiefs, var svo óánægður með þann dóm að hann sagði að dómarinn hefði ekki einu sinni fengið vinnu í Foot Locker. Chris Boswell, sparkari Pittsburgh Steelers, setti nýtt met í úrslitkeppni með því að skora sex vallarmörk í leiknum en spörk frá honum skiluðu liðinu öllum átján stigum sínum í leiknum.Atlanta Falcons tekur á móti Green Bay Packers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar og New England Patriots fær Pittsburgh Steelers í heimsókn í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar en báðir leikirnir fara fram næsta sunnudag. Það lið sem vinnur þá leiki kemst í Super Bowl leikinn sem fer fram 5. febrúar næstkomandi.
NFL Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Sjá meira