„Þjálfarateymið þarf að slá hnefanum í borðið, hingað og ekki lengra!“ Tómas Þór Þórðarso skrifar 16. janúar 2017 17:00 Geir Sveinsson og þjálfarateymi hans er undir pressu í Metz. vísir/epa „Mér finnst alltaf jákvætt þegar menn eru pirraðir. Það hvetur menn oftar en ekki til betri og góðra verka.“ Þetta sagði íþróttafréttamaðurinn og handboltasérfræðingurinn Guðjón Guðmundsson, Gaupi, í Akraborginni á X977 í dag aðspurður um tvö viðtöl við strákana okkar á HM 2017 í Frakklandi sem hafa vakið nokkra athygli. Það fyrra tók Þorkell Gunnar Sigubjörnsson, íþróttafréttamaður RÚV, við fyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson eftir tapið gegn Spáni í fyrsta leik. Fyrirliðinn brást illur við spurningu um hinn víðfræga „slæma kafla“ landsliðsins en hann baðst svo afsökunar daginn eftir. Það síðara tók Guðmundur Hilmarsson, íþróttafréttamaður Morgunblaðsins, við landsliðsþjálfarann Geir Sveinsson. Geir var ekki skemmt þegar Guðmundur spurði hvort það væri nú ekki brekka framundan eftir tapið gegn Slóveníu en Geir baðst einnig afsökunar á viðbrögðum sínum. Strákarnir okkar fengu eitt stig í þriðja leik liðsins á HM gegn Túnis í gær og þurfa líklega að vinna næstu tvo leiki til að komast áfram. Hafni íslenska liðið í fimmta eða sjötta sæti riðilsins fer það með smáþjóðunum í Forsetabikarinn sem stærri handboltaþjóðir eins og Ísland vilja helst ekki vita af. „Auðvitað eru menn pirraðir. Þeir sjá náttúrlega stöðuna fyrir sér. Handan við hornið er Forsetabikar í Brest ef við náum ekki að klára þessa tvo leiki sem við eigum eftir í riðlinum. Það er býsna erfiður biti að kyngja, ekki síst fyrir þjálfarann og ég tala nú ekki um leikmennina,“ sagði Guðjón. „Ég er gríðarlega ánægður með það þegar að menn setja hnefann í borðið. Ég er bara alinn þannig upp í boltanum að stundum þurfti að nota hnefann. Nú erum við bara á þeim stað í keppninni að þjálfarateymið þarf að taka liðið og slá hnefanum í borðið: Hingað og ekki lengra!“ sagði Guðjón Guðmundsson. Strákarnir okkar mæta Angóla annað kvöld klukkan 19.45. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Geir: Ef við erum ekki klárir þá verður þetta vesen Það er hvíldardagur hjá strákunum okkar í dag eftir erfiða helgi. Það var fundað í morgun og svo verður æfing seinni partinn. 16. janúar 2017 13:42 Guðni hitti umdeildan forseta IHF Egyptinn Hassan Moustafa er ekki allra en hann fundaði með forseta Íslands á dögunum. 16. janúar 2017 16:30 Ásgeir Örn: Ég þarf að rífa mig upp "Það eru blendnar tilfinningar eftir helgina,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson en íslenska liðið fékk eitt stig út úr tveimur hörkuleikjum gegn Slóveníu og Túnis. 16. janúar 2017 15:00 Guðmundur er örugglega ekki búinn að gleyma síðasta leik á móti Svíum Nágrannaþjóðirnar Danmörk og Svíþjóð mætast í kvöld á heimsmeistaramótinu í handbolta en bæði lið hafa byrjað mótið mjög vel. 16. janúar 2017 16:00 Kári: Ég verð að grípa boltann Kári Kristján Kristjánsson hefur ekki fundið fjölina sína á HM og er ekki enn kominn á blað. Hann er eðlilega ekki nógu sáttur við það. 16. janúar 2017 15:30 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Sjá meira
„Mér finnst alltaf jákvætt þegar menn eru pirraðir. Það hvetur menn oftar en ekki til betri og góðra verka.“ Þetta sagði íþróttafréttamaðurinn og handboltasérfræðingurinn Guðjón Guðmundsson, Gaupi, í Akraborginni á X977 í dag aðspurður um tvö viðtöl við strákana okkar á HM 2017 í Frakklandi sem hafa vakið nokkra athygli. Það fyrra tók Þorkell Gunnar Sigubjörnsson, íþróttafréttamaður RÚV, við fyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson eftir tapið gegn Spáni í fyrsta leik. Fyrirliðinn brást illur við spurningu um hinn víðfræga „slæma kafla“ landsliðsins en hann baðst svo afsökunar daginn eftir. Það síðara tók Guðmundur Hilmarsson, íþróttafréttamaður Morgunblaðsins, við landsliðsþjálfarann Geir Sveinsson. Geir var ekki skemmt þegar Guðmundur spurði hvort það væri nú ekki brekka framundan eftir tapið gegn Slóveníu en Geir baðst einnig afsökunar á viðbrögðum sínum. Strákarnir okkar fengu eitt stig í þriðja leik liðsins á HM gegn Túnis í gær og þurfa líklega að vinna næstu tvo leiki til að komast áfram. Hafni íslenska liðið í fimmta eða sjötta sæti riðilsins fer það með smáþjóðunum í Forsetabikarinn sem stærri handboltaþjóðir eins og Ísland vilja helst ekki vita af. „Auðvitað eru menn pirraðir. Þeir sjá náttúrlega stöðuna fyrir sér. Handan við hornið er Forsetabikar í Brest ef við náum ekki að klára þessa tvo leiki sem við eigum eftir í riðlinum. Það er býsna erfiður biti að kyngja, ekki síst fyrir þjálfarann og ég tala nú ekki um leikmennina,“ sagði Guðjón. „Ég er gríðarlega ánægður með það þegar að menn setja hnefann í borðið. Ég er bara alinn þannig upp í boltanum að stundum þurfti að nota hnefann. Nú erum við bara á þeim stað í keppninni að þjálfarateymið þarf að taka liðið og slá hnefanum í borðið: Hingað og ekki lengra!“ sagði Guðjón Guðmundsson. Strákarnir okkar mæta Angóla annað kvöld klukkan 19.45.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Geir: Ef við erum ekki klárir þá verður þetta vesen Það er hvíldardagur hjá strákunum okkar í dag eftir erfiða helgi. Það var fundað í morgun og svo verður æfing seinni partinn. 16. janúar 2017 13:42 Guðni hitti umdeildan forseta IHF Egyptinn Hassan Moustafa er ekki allra en hann fundaði með forseta Íslands á dögunum. 16. janúar 2017 16:30 Ásgeir Örn: Ég þarf að rífa mig upp "Það eru blendnar tilfinningar eftir helgina,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson en íslenska liðið fékk eitt stig út úr tveimur hörkuleikjum gegn Slóveníu og Túnis. 16. janúar 2017 15:00 Guðmundur er örugglega ekki búinn að gleyma síðasta leik á móti Svíum Nágrannaþjóðirnar Danmörk og Svíþjóð mætast í kvöld á heimsmeistaramótinu í handbolta en bæði lið hafa byrjað mótið mjög vel. 16. janúar 2017 16:00 Kári: Ég verð að grípa boltann Kári Kristján Kristjánsson hefur ekki fundið fjölina sína á HM og er ekki enn kominn á blað. Hann er eðlilega ekki nógu sáttur við það. 16. janúar 2017 15:30 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Sjá meira
Geir: Ef við erum ekki klárir þá verður þetta vesen Það er hvíldardagur hjá strákunum okkar í dag eftir erfiða helgi. Það var fundað í morgun og svo verður æfing seinni partinn. 16. janúar 2017 13:42
Guðni hitti umdeildan forseta IHF Egyptinn Hassan Moustafa er ekki allra en hann fundaði með forseta Íslands á dögunum. 16. janúar 2017 16:30
Ásgeir Örn: Ég þarf að rífa mig upp "Það eru blendnar tilfinningar eftir helgina,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson en íslenska liðið fékk eitt stig út úr tveimur hörkuleikjum gegn Slóveníu og Túnis. 16. janúar 2017 15:00
Guðmundur er örugglega ekki búinn að gleyma síðasta leik á móti Svíum Nágrannaþjóðirnar Danmörk og Svíþjóð mætast í kvöld á heimsmeistaramótinu í handbolta en bæði lið hafa byrjað mótið mjög vel. 16. janúar 2017 16:00
Kári: Ég verð að grípa boltann Kári Kristján Kristjánsson hefur ekki fundið fjölina sína á HM og er ekki enn kominn á blað. Hann er eðlilega ekki nógu sáttur við það. 16. janúar 2017 15:30