Óvænt úrslit í Maltbikarnum: Valur skellti Haukum og fer í Höllina | Myndir Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. janúar 2017 21:08 Valsmenn fagna sigrinum vel í kvöld. vísir/anton brink Valur, sem leikur í 1. deild karla, gerði sér lítið fyrir og skellti Domino´s-deildarliði Hauka þegar liðin mættust í lokaleik átta liða úrslita Maltbikars karla í körfubolta í kvöld. Valur vann nokkuð sannfærandi sigur, 81-70. Haukarnir voru þremur stigum yfir í hálfleik, 39-36, en heimamenn í Val tóku öll völd í seinni hálfleik. Þeir unnu þriðja leikhlutann, 24-16, og voru fimm stigum yfir fyrir síðasta fjórðunginn, 60-55. Þar tók Haukunum ekki að brúa bilið því Valur jók forskotið um sex stig og innbyrti frábæran sigur, 81-70. Haukar, sem fóru alla leið í úrslitaeinvígi Domino´s-deildarinnar í fyrra, eru í fallsæti og nú úr leik í bikarnum eftir tap gegn liði úr 1. deild. Austin Magnus Bracey átti stórleik fyrir Val en hann skoraði 33 stig og hitti úr fjórum af sex þriggja stiga skotum sínum. Hann tók að auki átta fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Bandaríkjamaðurinn Urald King skoraði 25 stig og tók 22 fráköst. Finnur Atli Magnússon var stigahæstur Haukamanna með 18 stig en Sherrod Wright skoraði 17 stig og Hjálmar Stefánsson fimmtán stig. Þetta dugði ekki fyrir Haukanna. Valsmenn verða eina liðið úr 1. deild í pottinum þegar dregið verður til undanúrslitanna á morgun og vonast væntanlega efstu deildar liðin Þór Þorlákshöfn, KR og Grindavík eftir að mæta Hlíðarendaliðinu í undanúrslitunum. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Grindvíkingar í níunda sinn í undanúrslitum á ellefu árum Grindvíkingar eru með mikið bikarlið í körfuboltanum og tölfræði bikarkeppninnar sýnir það svart á hvítu. Þeir bættu rós í hnappagatið fyrir norðan í gærkvöldi. 16. janúar 2017 13:00 Meistarar KR hársbreidd frá því að falla úr leik í bikarnum gegn Hetti Hetjuleg frammistaða 1. deildar liðsins dugði ekki á endanum gegn Íslands- og bikarmeisturum KR. 16. janúar 2017 20:27 Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Sjá meira
Valur, sem leikur í 1. deild karla, gerði sér lítið fyrir og skellti Domino´s-deildarliði Hauka þegar liðin mættust í lokaleik átta liða úrslita Maltbikars karla í körfubolta í kvöld. Valur vann nokkuð sannfærandi sigur, 81-70. Haukarnir voru þremur stigum yfir í hálfleik, 39-36, en heimamenn í Val tóku öll völd í seinni hálfleik. Þeir unnu þriðja leikhlutann, 24-16, og voru fimm stigum yfir fyrir síðasta fjórðunginn, 60-55. Þar tók Haukunum ekki að brúa bilið því Valur jók forskotið um sex stig og innbyrti frábæran sigur, 81-70. Haukar, sem fóru alla leið í úrslitaeinvígi Domino´s-deildarinnar í fyrra, eru í fallsæti og nú úr leik í bikarnum eftir tap gegn liði úr 1. deild. Austin Magnus Bracey átti stórleik fyrir Val en hann skoraði 33 stig og hitti úr fjórum af sex þriggja stiga skotum sínum. Hann tók að auki átta fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Bandaríkjamaðurinn Urald King skoraði 25 stig og tók 22 fráköst. Finnur Atli Magnússon var stigahæstur Haukamanna með 18 stig en Sherrod Wright skoraði 17 stig og Hjálmar Stefánsson fimmtán stig. Þetta dugði ekki fyrir Haukanna. Valsmenn verða eina liðið úr 1. deild í pottinum þegar dregið verður til undanúrslitanna á morgun og vonast væntanlega efstu deildar liðin Þór Þorlákshöfn, KR og Grindavík eftir að mæta Hlíðarendaliðinu í undanúrslitunum.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Grindvíkingar í níunda sinn í undanúrslitum á ellefu árum Grindvíkingar eru með mikið bikarlið í körfuboltanum og tölfræði bikarkeppninnar sýnir það svart á hvítu. Þeir bættu rós í hnappagatið fyrir norðan í gærkvöldi. 16. janúar 2017 13:00 Meistarar KR hársbreidd frá því að falla úr leik í bikarnum gegn Hetti Hetjuleg frammistaða 1. deildar liðsins dugði ekki á endanum gegn Íslands- og bikarmeisturum KR. 16. janúar 2017 20:27 Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Sjá meira
Grindvíkingar í níunda sinn í undanúrslitum á ellefu árum Grindvíkingar eru með mikið bikarlið í körfuboltanum og tölfræði bikarkeppninnar sýnir það svart á hvítu. Þeir bættu rós í hnappagatið fyrir norðan í gærkvöldi. 16. janúar 2017 13:00
Meistarar KR hársbreidd frá því að falla úr leik í bikarnum gegn Hetti Hetjuleg frammistaða 1. deildar liðsins dugði ekki á endanum gegn Íslands- og bikarmeisturum KR. 16. janúar 2017 20:27
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum