Bjarki Már: Maður fellur oft niður á plan mótherjans Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. janúar 2017 21:31 Bjarki Már Elísson var frábær í seinni hálfleik. vísir „Það er erfitt að spila við svona lið. Þetta er ekki alveg eins og maður er vanur. Við vildum kannski vinna þetta tveimur til þremur mörkum stærra en við tókum þetta nokkuð vel held ég.“ Þetta sagði Bjarki Már Elísson, hornamaður íslenska landsliðsins, eftir 33-19 sigurinn á Angóla í kvöld sem er sá fyrsti sem íslenka liðið vinnur á HM 2017 í Frakklandi. Strákarnir okkar voru lengi í gang og þegar fimmtán mínútur voru búnar af seinni hálfleik var Angóla búið að skora marki meira en okkar menn og var ekki nema sjö marka munur á liðunum. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn ekki vel. Það var einbeitingarleysi í vörninni. Við vorum oft með þá en leyfðum þeim bara að komast í gegn í staðinn fyrir að stoppa þá. Þeir spiluðu ógeðslega langar sóknir og þegar höndin var komin upp reyndu þeir sirkus og eitthvað svona,“ sagði Bjarki við Vísi eftir leik. „Þar vantar einbeitingu hjá okkur og hver að passa sinn mann. Þetta endar í fjórtán mörkum en hefði kannski getað endað í 16 eða 17. Við getum verið ágætlega sáttir.“ Bjarki viðurkenndi að það getur hreinlega verið erfitt að spila á móti liði eins og Angóla sem spilar furðulegan handbolta og er ekki hátt skrifað. „Það er það. Það er oft þannig að maður fellur niður á planið sem andstæðingurinn er að spila á. Við vissum að hvert mark mun telja en tvö stig eru góð,“ segir Bjarki sem skoraði sex mörk úr sjö skotum í seinni hálfleik. „Ég er brjálaður yfir skotinu sem ég klikkaði á. Markvörðurinn var alltaf í bíói í markinu. Hann kom stundum út en svo beið hann stundum á línunni. Maður á bara að bíða þegar maður mætir svona gaurum en ég er ágætlega sáttur.“ Sigur gegn Makedóníu á fimmtudaginn mun líklega innsigla þriðja sætið: „Nú þurfum við að hvílast vel og svo verður allt skilið eftir á góflinu á fimmtudaginn á móti Makedóníu,“ sagði Bjarki Már Elísson.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Guðjón Valur tók HM-leikjametið af Ólafi Hornamaðurinn orðinn leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á HM frá upphafi. 17. janúar 2017 20:33 Umfjöllun: Angóla - Ísland 19-33 | Auðveldur sigur á Angóla Strákarnir okkar eiga möguleika á þriðja sætinu í B-riðli HM 2017 eftir stórsigur á Angóla sem var þó ekki alveg nógu sannfærandi. 17. janúar 2017 21:00 Twitter: Þjóðinni ekki skemmt yfir ósannfærandi frammistöðu strákanna gegn Angóla Íslenska landsliðið vann stórsigur á Angóla í kvöld og náði í sinn fyrsta sigur á HM en spilamennskan var ekki nógu góð. 17. janúar 2017 21:17 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
„Það er erfitt að spila við svona lið. Þetta er ekki alveg eins og maður er vanur. Við vildum kannski vinna þetta tveimur til þremur mörkum stærra en við tókum þetta nokkuð vel held ég.“ Þetta sagði Bjarki Már Elísson, hornamaður íslenska landsliðsins, eftir 33-19 sigurinn á Angóla í kvöld sem er sá fyrsti sem íslenka liðið vinnur á HM 2017 í Frakklandi. Strákarnir okkar voru lengi í gang og þegar fimmtán mínútur voru búnar af seinni hálfleik var Angóla búið að skora marki meira en okkar menn og var ekki nema sjö marka munur á liðunum. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn ekki vel. Það var einbeitingarleysi í vörninni. Við vorum oft með þá en leyfðum þeim bara að komast í gegn í staðinn fyrir að stoppa þá. Þeir spiluðu ógeðslega langar sóknir og þegar höndin var komin upp reyndu þeir sirkus og eitthvað svona,“ sagði Bjarki við Vísi eftir leik. „Þar vantar einbeitingu hjá okkur og hver að passa sinn mann. Þetta endar í fjórtán mörkum en hefði kannski getað endað í 16 eða 17. Við getum verið ágætlega sáttir.“ Bjarki viðurkenndi að það getur hreinlega verið erfitt að spila á móti liði eins og Angóla sem spilar furðulegan handbolta og er ekki hátt skrifað. „Það er það. Það er oft þannig að maður fellur niður á planið sem andstæðingurinn er að spila á. Við vissum að hvert mark mun telja en tvö stig eru góð,“ segir Bjarki sem skoraði sex mörk úr sjö skotum í seinni hálfleik. „Ég er brjálaður yfir skotinu sem ég klikkaði á. Markvörðurinn var alltaf í bíói í markinu. Hann kom stundum út en svo beið hann stundum á línunni. Maður á bara að bíða þegar maður mætir svona gaurum en ég er ágætlega sáttur.“ Sigur gegn Makedóníu á fimmtudaginn mun líklega innsigla þriðja sætið: „Nú þurfum við að hvílast vel og svo verður allt skilið eftir á góflinu á fimmtudaginn á móti Makedóníu,“ sagði Bjarki Már Elísson.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Guðjón Valur tók HM-leikjametið af Ólafi Hornamaðurinn orðinn leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á HM frá upphafi. 17. janúar 2017 20:33 Umfjöllun: Angóla - Ísland 19-33 | Auðveldur sigur á Angóla Strákarnir okkar eiga möguleika á þriðja sætinu í B-riðli HM 2017 eftir stórsigur á Angóla sem var þó ekki alveg nógu sannfærandi. 17. janúar 2017 21:00 Twitter: Þjóðinni ekki skemmt yfir ósannfærandi frammistöðu strákanna gegn Angóla Íslenska landsliðið vann stórsigur á Angóla í kvöld og náði í sinn fyrsta sigur á HM en spilamennskan var ekki nógu góð. 17. janúar 2017 21:17 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Guðjón Valur tók HM-leikjametið af Ólafi Hornamaðurinn orðinn leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á HM frá upphafi. 17. janúar 2017 20:33
Umfjöllun: Angóla - Ísland 19-33 | Auðveldur sigur á Angóla Strákarnir okkar eiga möguleika á þriðja sætinu í B-riðli HM 2017 eftir stórsigur á Angóla sem var þó ekki alveg nógu sannfærandi. 17. janúar 2017 21:00
Twitter: Þjóðinni ekki skemmt yfir ósannfærandi frammistöðu strákanna gegn Angóla Íslenska landsliðið vann stórsigur á Angóla í kvöld og náði í sinn fyrsta sigur á HM en spilamennskan var ekki nógu góð. 17. janúar 2017 21:17