Níðst á þeim, sem verst standa Björgvin Guðmundsson skrifar 19. janúar 2017 07:00 Ríkisstjórn Framsóknarflokksins, sem var að fara frá, ætlaði að koma á svokölluðu starfsgetumati fyrir öryrkja og hún ætlaði að hækka eftirlaunaaldurinn. Það átti að hækka aldurinn úr 67 árum í 70 ár í áföngum. Starfsgetumat felst í því að falla frá læknisfræðilegu örorkumati og byggja í staðinn örorkumatið á því hvað hver öryrki geti unnið mikið. Ríkisstjórn Framsóknar hvarf frá hvoru tveggja. Öryrkjabandalag Íslands mótmælti starfsgetumatinu harðlega, einkum vegna þess að það hefði ekki verið kynnt nóg og bandalagið benti á, að ef taka ætti upp starfsgetumat þyrfti það langan undirbúningstíma; m.a. þyrfti að tryggja, að öryrkjar, sem treystu sér til þess að vinna hlutastörf, fengju slík störf svo og full störf, ef öryrkjar treystu sér í þau. Eldri borgarar gerðu einnig verulegar athugasemdir við tillöguna um að hækka eftirlaunaaldurinn í 70 ár. Ríkisstjórnin ákvað að falla frá báðum þessum umdeildu atriðum.Ætlar nýja stjórnin að endurtaka klúðrið? En þrátt fyrir örlög þessara tveggja atriða er nýja stjórnin farin af stað með þau bæði aftur sbr. nýja stjórnarsáttmálann. Það er alveg augljóst, að ríkisstjórnin ætlar að reyna að spara ríkisútgjöld með því að hækka eftirlaunaaldurinn í 70 ár. Það á að láta eftirlaunafólkið sjálft greiða aukin útgjöld almannatrygginga! Nýja stjórnin gerir sér einnig vonir um að fækka öryrkjum með því að taka upp starfsgetumat. Öll vinna fyrrverandi ríkisstjórnar að málefnum öryrkja í almannatryggingafrumvarpinu var eitt allsherjarklúður.Hlaðið undir þá, sem hafa meira en nóg! Nú segist nýja stjórnin ætla að hækka frítekjumark vegna atvinnutekna og vinna að sveigjanlegum starfslokum. Fyrst skera Sjálfstæðismenn frítekjumark vegna atvinnutekna niður við trog en segjast svo skömmu síðar ætla að hækka það! En ekkert á að hækka lífeyri þeirra, sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum enda þótt ekki sé unnt að lifa af þeim lífeyri. Það er furðulegt. Það er eins og öllum stjórnmálamönnum sé það keppikefli að halda öldruðum og öryrkjum, sem ekki hafa lífeyrissjóð, við hungurmörk. En á sama tíma taka stjórnmálamennirnir sér ríflegar kauphækkanir sjálfir; um 44% hækkuðu laun þingmanna 13. október 2016 , áður en þeir mættu í vinnuna. Laun þingmanna hækkuðu þá í 1100 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt en laun ráðherra hækkuðu í tvær milljónir króna á mánuði fyrir skatt. Lífeyrir aldraðra og öryrkja er hins vegar áfram rúmlega 200 þúsund á mánuði eftir skatt; hækkaði aðeins um 5-9%. Þetta er réttlætið á Íslandi í dag: Níðst er á þeim, sem verst standa en hlaðið meira og meira undir hina, sem hafa nóg. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Framsóknarflokksins, sem var að fara frá, ætlaði að koma á svokölluðu starfsgetumati fyrir öryrkja og hún ætlaði að hækka eftirlaunaaldurinn. Það átti að hækka aldurinn úr 67 árum í 70 ár í áföngum. Starfsgetumat felst í því að falla frá læknisfræðilegu örorkumati og byggja í staðinn örorkumatið á því hvað hver öryrki geti unnið mikið. Ríkisstjórn Framsóknar hvarf frá hvoru tveggja. Öryrkjabandalag Íslands mótmælti starfsgetumatinu harðlega, einkum vegna þess að það hefði ekki verið kynnt nóg og bandalagið benti á, að ef taka ætti upp starfsgetumat þyrfti það langan undirbúningstíma; m.a. þyrfti að tryggja, að öryrkjar, sem treystu sér til þess að vinna hlutastörf, fengju slík störf svo og full störf, ef öryrkjar treystu sér í þau. Eldri borgarar gerðu einnig verulegar athugasemdir við tillöguna um að hækka eftirlaunaaldurinn í 70 ár. Ríkisstjórnin ákvað að falla frá báðum þessum umdeildu atriðum.Ætlar nýja stjórnin að endurtaka klúðrið? En þrátt fyrir örlög þessara tveggja atriða er nýja stjórnin farin af stað með þau bæði aftur sbr. nýja stjórnarsáttmálann. Það er alveg augljóst, að ríkisstjórnin ætlar að reyna að spara ríkisútgjöld með því að hækka eftirlaunaaldurinn í 70 ár. Það á að láta eftirlaunafólkið sjálft greiða aukin útgjöld almannatrygginga! Nýja stjórnin gerir sér einnig vonir um að fækka öryrkjum með því að taka upp starfsgetumat. Öll vinna fyrrverandi ríkisstjórnar að málefnum öryrkja í almannatryggingafrumvarpinu var eitt allsherjarklúður.Hlaðið undir þá, sem hafa meira en nóg! Nú segist nýja stjórnin ætla að hækka frítekjumark vegna atvinnutekna og vinna að sveigjanlegum starfslokum. Fyrst skera Sjálfstæðismenn frítekjumark vegna atvinnutekna niður við trog en segjast svo skömmu síðar ætla að hækka það! En ekkert á að hækka lífeyri þeirra, sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum enda þótt ekki sé unnt að lifa af þeim lífeyri. Það er furðulegt. Það er eins og öllum stjórnmálamönnum sé það keppikefli að halda öldruðum og öryrkjum, sem ekki hafa lífeyrissjóð, við hungurmörk. En á sama tíma taka stjórnmálamennirnir sér ríflegar kauphækkanir sjálfir; um 44% hækkuðu laun þingmanna 13. október 2016 , áður en þeir mættu í vinnuna. Laun þingmanna hækkuðu þá í 1100 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt en laun ráðherra hækkuðu í tvær milljónir króna á mánuði fyrir skatt. Lífeyrir aldraðra og öryrkja er hins vegar áfram rúmlega 200 þúsund á mánuði eftir skatt; hækkaði aðeins um 5-9%. Þetta er réttlætið á Íslandi í dag: Níðst er á þeim, sem verst standa en hlaðið meira og meira undir hina, sem hafa nóg. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar