Körfubolti

Durant frábær gegn gamla liðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kevin Durant og Russell Westbrook mættust í nótt en þeir voru liðsfélagar í mörg ár.
Kevin Durant og Russell Westbrook mættust í nótt en þeir voru liðsfélagar í mörg ár. Vísir/Getty
Kevin Durant fór mikinn þegar hann mætti sínu gamla liði, Oklahoma City Thunder, í NBA-deildinni í nótt.

Durant skoraði 40 stig í öruggum sigri Golden State Warriors, 121-100.

Hans gamli liðsfélagi, Russell Westbrook, gaf þó lítið eftir í nótt og náði sinni 21. þreföldu tvennu á tímabilinu. Hann var með 27 stig, fimmtán fráköst og þrettán stoðsendingar.



Stephen Curry bætti við 24 stigum og átta stoðsendingum fyrir Golden State og Klay Thompson var með fjórtán stig.

Durant hefur nú skorað samtals 79 stig í tveimur leikjum gegn Oklahoma City á tímabilinu og nýtt alls 28 af 40 skotum í leikjunum tveimur.



Philadelphia vann Toronto, 94-89, og þar með sinn sjöunda leik af síðustu níu. Joel Embiid heldur áfram að gera það gott en hann var með 26 stig í leiknum.

Eftir þrjú hörmuleg tímabil horfir til betri vegar fyrir Philadelphia með Embiid fremstan í flokki. Liðið hefur unnið fjórtán leiki en tapað 26 í vetur, sem er þó mun betra sigurhlutfall en undanfarin tímabil á undan.



Houston vann Milwaukee, 111-92. James Harden var með 28 stig, átta stoðsendingar og sex fráköst. Gríska fríkið, Giannis Antetokounmpo var með 32 stig, ellefu fráköst, sex stoðsendingar og þrjú varin skot fyrir Milwaukee.



Úrslit næturinnar:

Philadelphia - Toronto 94-89

Washington - Memphis 104-101

Charlotte - Portland 107-85

Boston - NY Knicks 106-117

New Orleans - Orlando 118-98

Houston - Milwaukee 111-92

Detroit - Atlanta 118-95

Golden State - Oklahoma City 121-100

Sacramento - Indiana 100-106

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×