Guðni Th.: Ég fæddist næstum því með handbolta í hendinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2017 13:15 Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fylgist með íslenska landsliðinu á HM i handbolta. Vísir/EPA Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í stóru viðtali við heimasíðu Alþjóðahandboltasambandsins þar sem er meðal annars farið vel yfir handboltaáhuga forsetans. Guðni Th. Jóhannesson talar fyrst um það í viðtalinu hvernig góður árangur íslenskra íþróttamanna er góð auglýsing fyrir Ísland á alþjóðlegum vettvangi. „Íþróttirnar geta sameinað fólk á svo jákvæðan hátt. Fyrir litla þjóð eins og Ísland þá er nokkuð öruggt að hver og einn þekkir einhvern í landsliðinu. Hann er kannski í fjölskyldunni eða gamall skólafélagi,“ segir Guðni. „Við höfum náð frábærum árangri í liðsíþróttum eins og í handbolta, fótbolta og körfubolta. Með fullri virðingu fyrir þeim öllum þá voru það handboltastrákarnir sem fyrstir náðu góðum árangri á alþjóðavísu. Það er því sérstök tenging þar,“ segir Guðni. Guðni var spurður út í minningar sínar frá því að Ísland vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. „Ég var á Íslandi þá og man frekar eftir undanúrslitaleiknum en úrslitaleiknum. Ég man meira segja eftir sumum mörkunum og markvörslunum,“ segir Guðni í viðtalinu og nefnir meðal annars eitt marka Loga Geirssonar í undanúrslitaleiknum á móti Spáni. Guðni Th. er síðan spurður út í tengsl sín við handboltann því það fór ekkert framhjá blaðamanninum að Guðni hefur mikla ástríðu fyrir handboltanum. „Ég horft á handbolta alla ævi. Ég fæddist næstum því með handbolta í hendinni. Ég kem frá handboltafjölskyldu. Tveir yngri bræður mínir spiluðu handbolta og faðir minn var handboltaþjálfari. Ég á margar góðar minningar úr handboltanum og flestar þeirra á Íslandi,“ sagði Guðni. Guðni talar einnig um HM á Íslandi 1995 í þessu viðtali. „Ég fór á nokkra leiki. Þetta voru tímamót fyrir Ísland sem íþróttaþjóð og við vorum mjög ánægð með að sýna að við gætum haldið svona stórt mót í okkar landi,“ segir Guðni en bætir við: „Það hafði þó ekki góð áhrif á áhugann að liðinu gekk ekki vel inn á vellinum. Við stóðum okkur ekki eins vel og við vonuðumst til. Bróðir minn var í íslenska landsliðinu og ég man vel eftir vonbrigðum hans,“ segir Guðni . Guðni er líka spurður út í velgengni íslensku handboltaþjálfaranna síðustu ár og handboltaferilinn hjá honum sjálfum. „Ég spilaði margar stöður sem krakki en var oftast leikstjórnandi. Ég hætt að æfa sextán eða sautján ára. Ég hafði mjög gaman af handbolta en gerði mér grein fyrir því að ég yrði ekki einn af þeim bestu,“ segir Guðni en segir líka frá því þegar hann spilaði handbolta á námsárum hans í Englandi. „Ég vann þá Midlands Cup eitt árið og grínaðist með það við bróður minn, sem á yfir 200 landsleiki fyrir Ísland, að það væri bikar sem hann myndi aldrei vinna,“ sagði Guðni léttur.Það má lesa allt viðtalið við forsetann hér. Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í stóru viðtali við heimasíðu Alþjóðahandboltasambandsins þar sem er meðal annars farið vel yfir handboltaáhuga forsetans. Guðni Th. Jóhannesson talar fyrst um það í viðtalinu hvernig góður árangur íslenskra íþróttamanna er góð auglýsing fyrir Ísland á alþjóðlegum vettvangi. „Íþróttirnar geta sameinað fólk á svo jákvæðan hátt. Fyrir litla þjóð eins og Ísland þá er nokkuð öruggt að hver og einn þekkir einhvern í landsliðinu. Hann er kannski í fjölskyldunni eða gamall skólafélagi,“ segir Guðni. „Við höfum náð frábærum árangri í liðsíþróttum eins og í handbolta, fótbolta og körfubolta. Með fullri virðingu fyrir þeim öllum þá voru það handboltastrákarnir sem fyrstir náðu góðum árangri á alþjóðavísu. Það er því sérstök tenging þar,“ segir Guðni. Guðni var spurður út í minningar sínar frá því að Ísland vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. „Ég var á Íslandi þá og man frekar eftir undanúrslitaleiknum en úrslitaleiknum. Ég man meira segja eftir sumum mörkunum og markvörslunum,“ segir Guðni í viðtalinu og nefnir meðal annars eitt marka Loga Geirssonar í undanúrslitaleiknum á móti Spáni. Guðni Th. er síðan spurður út í tengsl sín við handboltann því það fór ekkert framhjá blaðamanninum að Guðni hefur mikla ástríðu fyrir handboltanum. „Ég horft á handbolta alla ævi. Ég fæddist næstum því með handbolta í hendinni. Ég kem frá handboltafjölskyldu. Tveir yngri bræður mínir spiluðu handbolta og faðir minn var handboltaþjálfari. Ég á margar góðar minningar úr handboltanum og flestar þeirra á Íslandi,“ sagði Guðni. Guðni talar einnig um HM á Íslandi 1995 í þessu viðtali. „Ég fór á nokkra leiki. Þetta voru tímamót fyrir Ísland sem íþróttaþjóð og við vorum mjög ánægð með að sýna að við gætum haldið svona stórt mót í okkar landi,“ segir Guðni en bætir við: „Það hafði þó ekki góð áhrif á áhugann að liðinu gekk ekki vel inn á vellinum. Við stóðum okkur ekki eins vel og við vonuðumst til. Bróðir minn var í íslenska landsliðinu og ég man vel eftir vonbrigðum hans,“ segir Guðni . Guðni er líka spurður út í velgengni íslensku handboltaþjálfaranna síðustu ár og handboltaferilinn hjá honum sjálfum. „Ég spilaði margar stöður sem krakki en var oftast leikstjórnandi. Ég hætt að æfa sextán eða sautján ára. Ég hafði mjög gaman af handbolta en gerði mér grein fyrir því að ég yrði ekki einn af þeim bestu,“ segir Guðni en segir líka frá því þegar hann spilaði handbolta á námsárum hans í Englandi. „Ég vann þá Midlands Cup eitt árið og grínaðist með það við bróður minn, sem á yfir 200 landsleiki fyrir Ísland, að það væri bikar sem hann myndi aldrei vinna,“ sagði Guðni léttur.Það má lesa allt viðtalið við forsetann hér.
Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira