Svona lítur úrslitakeppnin í NFL út Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. janúar 2017 07:30 Tom Brady fær auka hvíld. vísir/getty Síðasta leikvika deildarkeppninnar í NFL-deildinni í amerískum fótbolta fór fram í gær og er nú ljóst hvaða lið eru komin í úrslitakeppnina og hvaða lið mætast þar en hún hefst um næstu helgi. New England Patriots vann Miami Dolphins örugglega, 27-14, í leik innan austurriðils Ameríkudeildarinnar sem það vann í áttunda sinn í röð. New England gerði enn betur og vann fjórtán leiki af 16 og vann þar með Ameríkudeildina. Patriots-liðið fær því frí í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eins og Dallas Cowboys sem lauk deildarkeppninni með því að tapa fyrir Philadelphia Eagles, 17-13. Cowboys vann engu að síður þrettán leiki af sextán og hafði sigur í Þjóðardeildinni. Liðin sem unnu sína riðla í Ameríkudeildinni og fengu sjálfkrafa sæti í úrslitakeppninni eru New England (14-2), Kansas City Chiefs (12-4), Pittsburgh Steelers (11-5) og Houston Texans (9-7). Liðin sem fengu svokallað „Wild card“-sæti eru Oakland Raiders (12-4) og Miami Dolphins (10-6). Liðin sem unnu sína riðla í Þjóðardeildinni og fengu sjálfkrafa sæti í úrslitakeppninni eru Dallas Cowboys (13-3), Atlanta Falcons (11-5), Seattle Seahawks (10-5-1) og Green Bay Packers (10-6). Liðin sem fengu „Wild card“-sæti eru New York Giants (11-5) og Detroit Lions (9-7). Úrslitakeppnin hefst um næstu helgi með „Wild Card“-umferðinni en spilað verður bæði laugardag og sunnudag næstu tvær helgar. Allir leikirnir í úrslitakeppninni verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Dagskráin í úrslitakeppni NFL næstu tvær vikur:Laugardagur 7. janúar: Houston - Oakland Seattle - DetroitSunnudagur 8. janúar: Pittsburg - Miami Green Bay - New York GiantsSunnudagur 14. janúar Atlanta - Seattle/Green Bay/New York Giants New England - Houston/Oakland/MiamiSunnudagur 15. janúar Kansas City - Pittsburgh/Houston/Oakland Dallas Cowboys - Green Bay/New York Giants/Detroit NFL Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Fleiri fréttir United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Sjá meira
Síðasta leikvika deildarkeppninnar í NFL-deildinni í amerískum fótbolta fór fram í gær og er nú ljóst hvaða lið eru komin í úrslitakeppnina og hvaða lið mætast þar en hún hefst um næstu helgi. New England Patriots vann Miami Dolphins örugglega, 27-14, í leik innan austurriðils Ameríkudeildarinnar sem það vann í áttunda sinn í röð. New England gerði enn betur og vann fjórtán leiki af 16 og vann þar með Ameríkudeildina. Patriots-liðið fær því frí í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eins og Dallas Cowboys sem lauk deildarkeppninni með því að tapa fyrir Philadelphia Eagles, 17-13. Cowboys vann engu að síður þrettán leiki af sextán og hafði sigur í Þjóðardeildinni. Liðin sem unnu sína riðla í Ameríkudeildinni og fengu sjálfkrafa sæti í úrslitakeppninni eru New England (14-2), Kansas City Chiefs (12-4), Pittsburgh Steelers (11-5) og Houston Texans (9-7). Liðin sem fengu svokallað „Wild card“-sæti eru Oakland Raiders (12-4) og Miami Dolphins (10-6). Liðin sem unnu sína riðla í Þjóðardeildinni og fengu sjálfkrafa sæti í úrslitakeppninni eru Dallas Cowboys (13-3), Atlanta Falcons (11-5), Seattle Seahawks (10-5-1) og Green Bay Packers (10-6). Liðin sem fengu „Wild card“-sæti eru New York Giants (11-5) og Detroit Lions (9-7). Úrslitakeppnin hefst um næstu helgi með „Wild Card“-umferðinni en spilað verður bæði laugardag og sunnudag næstu tvær helgar. Allir leikirnir í úrslitakeppninni verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Dagskráin í úrslitakeppni NFL næstu tvær vikur:Laugardagur 7. janúar: Houston - Oakland Seattle - DetroitSunnudagur 8. janúar: Pittsburg - Miami Green Bay - New York GiantsSunnudagur 14. janúar Atlanta - Seattle/Green Bay/New York Giants New England - Houston/Oakland/MiamiSunnudagur 15. janúar Kansas City - Pittsburgh/Houston/Oakland Dallas Cowboys - Green Bay/New York Giants/Detroit
NFL Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Fleiri fréttir United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Sjá meira