Vopnahlé í Sýrlandi hangir á bláþræði Guðsteinn Bjarnason skrifar 4. janúar 2017 07:00 Rússneski herinn hefur undanfarið unnið að því að fjarlægja jarðsprengjur úr austurhluta Aleppo-borgar, en uppreisnarmenn voru hraktir þaðan stuttu fyrir jól. vísir/epa Vopnahléið í Sýrlandi hefur ekki staðið í heila viku og gæti verið að renna út í sandinn vegna vopnahlésbrota sýrlenska stjórnarhersins. Uppreisnarmenn segja grundvöll vopnahlésins brostinn vegna þess að hvorki Sýrlandsstjórn né Rússar hafi staðið við sinn hluta. Árásir hafi haldið áfram á Wadi Barada og fleiri svæði sem uppreisnarmenn hafa á sínu valdi. Wadi Barada er dalur í næsta nágrenni höfuðborgarinnar Damaskus, en uppreisnarmennirnir segja í yfirlýsingu, sem birt er á vef fréttastöðvarinnar Al Jazeera, að árásir hafi einnig verið gerðar á austurhluta borgarinnar Ghouta, úthverfi Hama og á Daraa. Barada-dalurinn er sérlega mikilvægur vegna þess að áin Barada er mikilvægasta vatnsból höfuðborgarinnar, að því er fram kemur á fréttavef þýska tímaritsins Der Spiegel. Átökin í dalnum hafa eyðilagt vatnsdælur þar. Bandaríkin eiga engan hlut að þessu vopnahléi, ólíkt fyrri tilraunum til vopnahlés í Sýrlandi. Það voru Rússar og Tyrkir sem höfðu milligöngu um það, en Rússar hafa stutt stjórn Bashars al Assad forseta og Tyrkir hafa stutt uppreisnina gegn Assad. Einungis hófsamir uppreisnarhópar eiga þó aðild að vopnahléinu. Öfgahópar á borð við Íslamska ríkið fá engin grið, hvorki frá sýrlenska stjórnarhernum, Rússum né Tyrkjum. Hersveitir Kúrda, sem barist hafa gegn Íslamska ríkinu og haft til þess einhvern stuðning frá Vesturlöndum, fá hins vegar ekki heldur aðild að vopnahléinu enda líta Tyrkir á Kúrda sem ógn við tyrkneska hagsmuni. Tyrknesk stjórnvöld krefjast þess nú að Donald Trump sjái til þess að Bandaríkin hætti að styðja Kúrdaherinn þegar hann tekur við embættinu síðar í þessum mánuði. Undirbúningsviðræður fyrir friðarsamninga áttu að hefjast í Astana, höfuðborg Kasakstans, síðar í þessum mánuði. Þangað áttu bæði fulltrúar uppreisnarmanna og Sýrlandsstjórnar að koma, ásamt fulltrúum frá Rússlandi, Tyrklandi og Íran. Íranar hafa stutt stjórn Assads, rétt eins og Rússar. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur staðið í nærri sex ár og kostað hundruð þúsunda lífið og hrakið milljónir manna á flótta.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samið um vopnahlé í Sýrlandi Rússar, Tyrkir og Íranar ætla að hafa eftirlit með vopnahléi í Sýrlandi og tryggja frið til framtíðar. Pútín Rússlandsforseti skýrði frá þessu í gær. Vopnahléið nær þó ekki til öfgahreyfinga á borð við Daish. 30. desember 2016 07:00 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira
Vopnahléið í Sýrlandi hefur ekki staðið í heila viku og gæti verið að renna út í sandinn vegna vopnahlésbrota sýrlenska stjórnarhersins. Uppreisnarmenn segja grundvöll vopnahlésins brostinn vegna þess að hvorki Sýrlandsstjórn né Rússar hafi staðið við sinn hluta. Árásir hafi haldið áfram á Wadi Barada og fleiri svæði sem uppreisnarmenn hafa á sínu valdi. Wadi Barada er dalur í næsta nágrenni höfuðborgarinnar Damaskus, en uppreisnarmennirnir segja í yfirlýsingu, sem birt er á vef fréttastöðvarinnar Al Jazeera, að árásir hafi einnig verið gerðar á austurhluta borgarinnar Ghouta, úthverfi Hama og á Daraa. Barada-dalurinn er sérlega mikilvægur vegna þess að áin Barada er mikilvægasta vatnsból höfuðborgarinnar, að því er fram kemur á fréttavef þýska tímaritsins Der Spiegel. Átökin í dalnum hafa eyðilagt vatnsdælur þar. Bandaríkin eiga engan hlut að þessu vopnahléi, ólíkt fyrri tilraunum til vopnahlés í Sýrlandi. Það voru Rússar og Tyrkir sem höfðu milligöngu um það, en Rússar hafa stutt stjórn Bashars al Assad forseta og Tyrkir hafa stutt uppreisnina gegn Assad. Einungis hófsamir uppreisnarhópar eiga þó aðild að vopnahléinu. Öfgahópar á borð við Íslamska ríkið fá engin grið, hvorki frá sýrlenska stjórnarhernum, Rússum né Tyrkjum. Hersveitir Kúrda, sem barist hafa gegn Íslamska ríkinu og haft til þess einhvern stuðning frá Vesturlöndum, fá hins vegar ekki heldur aðild að vopnahléinu enda líta Tyrkir á Kúrda sem ógn við tyrkneska hagsmuni. Tyrknesk stjórnvöld krefjast þess nú að Donald Trump sjái til þess að Bandaríkin hætti að styðja Kúrdaherinn þegar hann tekur við embættinu síðar í þessum mánuði. Undirbúningsviðræður fyrir friðarsamninga áttu að hefjast í Astana, höfuðborg Kasakstans, síðar í þessum mánuði. Þangað áttu bæði fulltrúar uppreisnarmanna og Sýrlandsstjórnar að koma, ásamt fulltrúum frá Rússlandi, Tyrklandi og Íran. Íranar hafa stutt stjórn Assads, rétt eins og Rússar. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur staðið í nærri sex ár og kostað hundruð þúsunda lífið og hrakið milljónir manna á flótta.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samið um vopnahlé í Sýrlandi Rússar, Tyrkir og Íranar ætla að hafa eftirlit með vopnahléi í Sýrlandi og tryggja frið til framtíðar. Pútín Rússlandsforseti skýrði frá þessu í gær. Vopnahléið nær þó ekki til öfgahreyfinga á borð við Daish. 30. desember 2016 07:00 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira
Samið um vopnahlé í Sýrlandi Rússar, Tyrkir og Íranar ætla að hafa eftirlit með vopnahléi í Sýrlandi og tryggja frið til framtíðar. Pútín Rússlandsforseti skýrði frá þessu í gær. Vopnahléið nær þó ekki til öfgahreyfinga á borð við Daish. 30. desember 2016 07:00