Íslenski landsliðsbakvörðurinn Ægir Þór Steinarsson tryggði sínu liði San Pablo Inmobiliaria Burgos sigur í kvöld í spænsku b-deildinni í körfubolta.
Ægir skoraði þá sigurkörfuna í 80-78 sigri á Actel Força Lleida. Ægir sparaði stigin sín þar til að þau skiptu öllu máli en þetta var eina karfan hans í öllum leiknum.
Þetta er í annað skiptið á þessu tímabili þar sem Ægir skorar sigurkörfuna rétt fyrir leikslok. Ægir skoraði líka sigurkörfuna á móti CB Peixefresco í nóvember. Hann hefur því verið góður á örlagastundu fyrir sitt lið í vetur.
Ægir Þór Steinarsson var með 2 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar á þeim tæpu 18 mínútum sem hann spilaði í kvöld. Hann var búinn að klikka á öllum fjórum skotum sínum utan af velli fyrir lokaskotið mikilvæga.
Burgos-liðið hefur þar með unnið átta deildarleiki í röð eða alla leiki sína frá og með 25. nóvember síðastliðinn. Liðið er á toppnum en með jafnmörg stig og San Sebastián Gipuzkoa.
Ægir Þór aftur með sigurkörfu á síðustu sekúndunni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




„Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“
Íslenski boltinn


„Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“
Íslenski boltinn



Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm
Formúla 1

Fleiri fréttir
