Klikkaði á síðasta sparkinu sínu og missti af 57 milljóna króna bónus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2017 21:30 Adam Vinatieri. Vísir/Samsett Adam Vinatieri er einn frægasti og besti sparkarinn í sögu ameríska fótboltans en þessi 44 ára gamli maður er enn að spila í NFL-deildinni þrátt fyrir að vera kominn langt inn á fimmtugsaldurinn. Vinatieri er frægur fyrir að klikka aldrei á úrslitastundu og hefur hann meðal annars tryggt tveimur liðum NFL-meistaratitilinn á sínum ferli með því að skora vallarmark í lokin á Super Bowl leik. Adam Vinatieri setti líka nýtt NFL-met á þessu tímabili með því að skora 44 vallarmörk í röð án þess að klikka. Hann átti mjög gott tímabil þrátt fyrir að liði hans hafi mistekist að komast í úrslitakeppnina. Vinatieri klikkaði aftur á móti á vallarmarki í síðasta leik tímabilsins hjá Indianapolis Colts en þetta var leikur sem skipti engu máli fyrir Colts-liðið. Þótt að þetta vallarmark hafi ekki skipt liðið miklu máli þá skipti það hann sjálfan mjög miklu máli. Indianapolis Colts ætlaði nefnilega að borga Adam Vinatieri 500 þúsund dollara bónus ef hann næði að nýta nítíu prósent sparka sinn á tímabilinu. 500 þúsund dollarar eru 57 milljónir íslenskra króna og því ágætis bónus þarna á ferðinni. ESPN segir frá. Adam Vinatieri kom inn í lokaleikinn með 89,6 prósent nýtingu og hefði hann nýtt öll spörkin sín í honum þá hefði hann tryggt sér bónusinn. Vinatieri klikkaði hinsvegar á 48 jarda sparki í öðrum leikhluta á móti Jacksonville Jaguars sem þýddi að hann nýtti „aðeins“ 87,1 prósent sparka sinna á leiktíðinni. Adam Vinatieri fékk 3,2 milljónir dollara fyrir allt tímabilið eða 370 milljónir og hefði því getað tryggt sér fimmtán prósenta launahækkun hefði hann skorað. Hann þarf svo sem ekkert að kvarta mikið yfir launum sínum og lifir þetta örugglega alveg af. NFL Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Í beinni: Valur - Porrino | Evróputitill í boði Handbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Verður stærsti dagur ævi minnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Í beinni: Valur - Porrino | Evróputitill í boði Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Í beinni: Þróttur - FH | Toppslagur í Laugardalnum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Sjá meira
Adam Vinatieri er einn frægasti og besti sparkarinn í sögu ameríska fótboltans en þessi 44 ára gamli maður er enn að spila í NFL-deildinni þrátt fyrir að vera kominn langt inn á fimmtugsaldurinn. Vinatieri er frægur fyrir að klikka aldrei á úrslitastundu og hefur hann meðal annars tryggt tveimur liðum NFL-meistaratitilinn á sínum ferli með því að skora vallarmark í lokin á Super Bowl leik. Adam Vinatieri setti líka nýtt NFL-met á þessu tímabili með því að skora 44 vallarmörk í röð án þess að klikka. Hann átti mjög gott tímabil þrátt fyrir að liði hans hafi mistekist að komast í úrslitakeppnina. Vinatieri klikkaði aftur á móti á vallarmarki í síðasta leik tímabilsins hjá Indianapolis Colts en þetta var leikur sem skipti engu máli fyrir Colts-liðið. Þótt að þetta vallarmark hafi ekki skipt liðið miklu máli þá skipti það hann sjálfan mjög miklu máli. Indianapolis Colts ætlaði nefnilega að borga Adam Vinatieri 500 þúsund dollara bónus ef hann næði að nýta nítíu prósent sparka sinn á tímabilinu. 500 þúsund dollarar eru 57 milljónir íslenskra króna og því ágætis bónus þarna á ferðinni. ESPN segir frá. Adam Vinatieri kom inn í lokaleikinn með 89,6 prósent nýtingu og hefði hann nýtt öll spörkin sín í honum þá hefði hann tryggt sér bónusinn. Vinatieri klikkaði hinsvegar á 48 jarda sparki í öðrum leikhluta á móti Jacksonville Jaguars sem þýddi að hann nýtti „aðeins“ 87,1 prósent sparka sinna á leiktíðinni. Adam Vinatieri fékk 3,2 milljónir dollara fyrir allt tímabilið eða 370 milljónir og hefði því getað tryggt sér fimmtán prósenta launahækkun hefði hann skorað. Hann þarf svo sem ekkert að kvarta mikið yfir launum sínum og lifir þetta örugglega alveg af.
NFL Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Í beinni: Valur - Porrino | Evróputitill í boði Handbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Verður stærsti dagur ævi minnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Í beinni: Valur - Porrino | Evróputitill í boði Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Í beinni: Þróttur - FH | Toppslagur í Laugardalnum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Sjá meira